Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 38
Ég er ekki búinn að vera lengi ílistinni,“ segir Bjarni Björg- vinsson myndlistarmaður, sem þessa dagana er með sýningu í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhús- inu. Bjarni, sem er á sex- tugsaldri, útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2000. Síðan þá hef- ur hann helgað sig myndlistinni einvörð- ungu, og greinilega verið býsna iðinn við kolann því þetta er sjöt- ta einkasýningin hans á fjórum árum. „Áður starfaði ég sem trésmiður, vann við húsbyggingar og húsgagnasmíði. En að vísu fór ég snemma að pæla í myndlist og hóf myndlistarnám fyrst árið 1961. Það var í unglingadeild sem þá var í gamla Myndlista- og handíðaskólanum. Það varð ekki meira úr því þá, en ég hét því að þegar ég kæmist til vits og ára myndi ég helga mig myndlist- inni. Það tók bara þetta langan tíma hjá mér.“ Sýningin í sal Íslenskr- ar grafíkur nefnist „Fyrir allar aldir“. Þar sýnir hann bæði olíumálverk og verk unnin í grafíska miðla, steinþrykk og ætingu. „Ég sótti mér aðferðir og tækni til abstrakt expressjónista og kem með mína útfærslu á því. Svo er ég með skúlptúr, sem sam- anstendur af tólf hlutum. Hann hangir úr loftinu og varpar skugga á gólfið.“ Bjarni segist í verkum sínum vera að leika sér svolítið með vangaveltur manna um uppruna al- heimsins, bæði hugmyndir heim- spekinga og fræði- manna frá fyrri öldum og samtíma- hugmyndir um Miklahvell og fleira. „Ég er svolítið að leika mér líka að hugmyndum Platóns um fru- mmyndir og hella- kenningunni hans. Í skúlptúrnum hangir hin raun- sanna mynd af heiminum óupp- tekin, en svo má sjá skuggana af henni á gólfinu. Myndirnar á veggjunum eru síðan eins og gluggar út í óend- anleikann. ■ FÖSTUDAGUR 16. apríl 2004 Skuggar af frummyndum Mánuður Sjóns Í bókasal Þjóðmenningarhússinser í hverjum mánuði sett upp sýning helguð einu af helstu skáldum þjóðarinnar. Þennan mánuð varð fyrir valinu skáldið, textahöfundurinn og rithöfundur- inn Sjón, öðru nafni Sigurjón B. Sigurðsson. Sýning á verkum og munum frá fjölbreyttum ferli hans verður opnuð í dag klukkan 17. Við opn- unina les Sjón úr bókum sínum og dansk-íslenska klezmer-hljóm- sveitin Schpilkas spilar eigin út- setningu á lögum sem komið hafa út með textum eftir Sjón. Allir eru velkomnir á þessa sýningu. Fyrsta ljóðabók Sjóns kom út árið 1978, þegar skáldið var ekki nema sextán ára menntaskólapilt- ur. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og fimm skáldsögur ásamt því að skrifa leikrit, laga- texta og kvikmyndahandrit. Síðast kom út eftir Sjón hjá Bjarti bókin Skugga-Baldur, þar sem hann sýnir enn á sér nýjar og óvæntar hliðar. ■ BJARNI BJÖRGVINSSON Sýningu hans í sal Íslenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu, lýkur á sunnu. ■ MYNDLIST ■ BÓKMENNTIR SJÓN Skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.