Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 16. apríl 2004 GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! All-Terrain-dekkin frá BFGoodrich hafa fyrir löngu sannað frábær gæði sín við íslenskar aðstæður. Þú færð þetta dekk á ótrúlegu verði hjá okkur. LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI JEPPADEKK • FÓL KSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK     Einn þekktasti skíðakennariheims, Jeannie Thoren, verður í Hlíðarfjalli á Akureyri um helg- ina og heldur þar námskeið. Und- anfarna áratugi hefur hún aflað sér virðingar fyrir rannsóknir sínar á líkamsbeitingu kvenna í skíðabrekkunum og hvernig kon- ur geta tekið stórstígum framför- um með einföldum breytingum á skíðabúnaði sínum. Tímaritið Ski- ing hefur útnefnt Jeannie sem einn af 25 áhrifamestu einstak- lingum skíðaíþróttarinnar á síð- ustu 50 árum. „Skíðaframleiðendur eru farn- ir að setja skíðin upp miðað við hennar kenningar,“ segir Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Samkvæmt kenn- ingum hennar eru bindingarnar settar framar til að þunginn komi framar á skíðin. Einnig að lyfta upp hærra í hælinn eins og á kvenskautum. Þyngdarpunktur- inn hjá konum er lægri en hjá körlum. Því þurfa karlmenn að halla sér styttra fram og hafa minna fyrir því að skíða en kon- ur.“ Guðmundur segir að það hafi verið gert átak meðal skó- og skíðaframleiðenda til að bæta búnað kvenna til að gera hann iðk- endavænni. „Það kom í ljós ákveð- ið brottfall hjá konum í skíða- íþróttum. Þá tóku þessi fyrirtæki sig til og ákváðu að gera eitthvað í málinu. Breytingar á búnaði sam- kvæmt kenningum Jeannie Thoren hefur skilað sér í aukinni notkun.“ Skráning á námskeiðið, sem er helgarnámskeið, verður á föstu- dag klukkan 17 og hefst það klukkustund síðar. ■ Unnið er að því að fá Jón Sig-urðsson, bankastjóra Nor- ræna fjárfestingarbankans og fyrrum ráðherra, til að fara í for- setakjör í sumar. Einn þeirra sem vinnur að áskorun til Jóns segir að mikill vilji sé að fá hann í framboð. Jón mun vera að hætta sem bankastjóri Norræna fjár- festingarbankans og er því vænt- anlega að flytja heim frá Helsinki. Það er ekki bara Jón Sigurðsson sem er á teikniborði áhugamanna um nýjan forseta. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er einn þeirra sem vilji er til að fá í slaginn. Eftir að konurnar fjörutíu tókusig saman í leikhúsgeiranum til að efla hlut kvenna í leikhús- lífinu fóru einnig að heyrast raddir um að konu þurfi á Bessa- staði. Eitt þeirra nýju nafna sem heyrst hefur er Hjördís Hákonar- dóttir ekki-hæstaréttardómari sem þegar hefur sýnt að hún get- ur steytt hnefann gegn ríkis- stjórninni. Jón Gnarr er á leið í viðtal tilGísla Marteins og er þetta víst í þriðja sinn sem honum er boðið. Sigurjón Kjartansson var að undrast það í gærmorgun í þætti þeirra, Tvíhöfða af hverju honum væri aldrei boðið. Daginn áður höfðu útvarpshlustendur getað fylgst með hlut Jóns í samtali hans við Gísla Martein þar sem Jón meðal annars spurði hvort þeir ættu ekki bara að mæta tveir, hann og Sigurjón. Gísli hef- ur líklega tekið eitthvað dræmt í þá hugmynd því samtalinu lauk með því að Jón spurði hvenær hann ætti að mæta, einn. Sigur- jón bar því þá samsæriskenningu fram að þar sem hann hafði eitt sinn spurt Hannes Hólmstein, vin Gísla, óþægilegrar spurningar í beinni útsendingu yrði hann seint velkominn í laugardagskvöld til Gísla. Blaðamannafélagið hefur nútilkynnt hverjir séu tilnefndir til blaðamannaverðlaunanna í ár. Fátt kemur þar kannski á óvart nema kannski Brynhildur Ólafs- dóttir fyrir umfjöllun sína um varnarmál og boðað brotthvarf hersins í flokki rannsóknarblaða- mennsku. Undrunin kemur ekki vegna gæða umfjöllunarinnar sem fæstir draga í efa. Hins veg- ar setja sumir spurningamerki við að hún sé tilnefnd til blaða- mannaverðlaunanna þar sem sama umfjöllun hefur þegar ver- ið tilnefnd til Eddu-verðlaunanna. JEANNIE THOREN ÁSAMT NEMENDUM Í HLÍÐARFJALLI ÁRIÐ 2002 Ein áhrifamesta skíðakona heims heldur námskeið í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Skíði JEANNIE THOREN ■ Kennir konum að færa þyngdarpunktinn framar til að auðvelda skíðaiðkun. Skíða konur öðruvísi en karlar? ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 15 milljónir króna. Brasilía. Mosfellsbær. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Fréttiraf fólki Í sama flokki eru tilnefnd þau Þórhallur Gunnarsson og Jó- hanna Vilhjálmsdóttir um kyn- lífsmarkaðinn hér á landi í Ísland í bítið. Sumir vilja því spyrja, hvar eru rannsóknarblaðamenn- irnir sem starfa á dagblöðunum? Lárétt: 1vera,5eir, 6bú,7tm,8las, 9bósa,10ró,12als,13iða,15au, 16nike,18kind. Lóðrétt: 1veturinn,2eim,3rr, 4húsasund,6basla,8lóa,11óði, 14akk,17ei. Lárétt: 1 manneskja, 5 málmur, 6 heim- ili, 7 .. húsgögn, 8 lærði, 9 kvennamann, 10 kyrrð, 12 dönsk eyja, 13 hreyfast, 15 tvíhljóði, 16 vörumerki, 18 ær. Lóðrétt: 1 árstíðin, 2 gufu, 3 tveir eins, 4 pláss milli húsa, 6 bjástra, 8 fugl, 11 vitlausi, 14 hag, 17 ekki. Lausn Það er tekið sem merki um vor-komu þegar kiðlingar í Hús- dýragarðinum koma í heiminn. Huðnan Fína, sem er tveggja vetra, bar gráflekkóttum hafri á föstudaginn langa og er þetta hennar fyrsti kiðlingur. Því fékk hún að vera í nokkra daga fjarri ysi og þysi til að kynnast litla af- kvæminu og átta sig á móðurhlut- verkinu. Kiðlingurinn hefur ekki enn hlotið nafn og segir Unnur Sigur- þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu- deildar Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins, að þar þurfi að vanda valið. Fína er nú komin í fjárhúsið aftur, þar sem gestir geta litið á þau mæðginin. Faðir kiðlingsins er hafurinn Kappi sem er fjög- urra vetra og gráhnöttóttur að lit. Meðgöngutími huðna eru fimm mánuðir og yfirleitt eignast þær einn eða tvo kiðlinga. ■ Vorið FÍNA ■ Eignaðist kiðling í Húsdýragarðinum um helgina en slíkur atburður þykir taka af öll tvímæli um að vorið sé komið. HUÐNAN FÍNA OG KIÐLINGURINN Fyrsti kiðlingur vorsins er kom- inn í Húsdýragarðinn. Vorboðinn í Húsdýragarðinum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.