Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 19
Tískusýningu ekki sjónvarpað Undirfatafyrirtækið Victoria Secret hætti við að sjónvarpa árlegri undirfatasýningu – meðal annars vegna látanna í kring- um það þegar Janet Jackson beraði brjóstið í úrslitaleik ameríska fótboltans. Aðdáendur merkisins eru fjölmargir og sakna eflaust sýningarinnar. Sissa tískuhús G l æ s i b æ , s í m i 5 6 2 5 1 1 0 Glæsilegar dragtir, pelsar, samkvæmisbuxur, pils og kjólar stærðir 10-22. Opið virka daga 10-18.00, laugardaga 10-16.00. Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir Með „lukkusjalið“ sem kærastinn gaf henni á Spáni. „Ég á mér eiginlega tvær uppáhaldsflíkur,“ segir Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, ein stúlkn- anna í hljómsveitinni Nylon. „Annars vegar eru yndislegir skór sem ég keypti mér á tíu pund í Birmingham. Ég rakst á þessa ódýru búð þegar ég var að rölta með mömmu, þeir eru ljósir hælaskór sem eru eins og stígvél en ná upp að ökkla. Ég nota þessa skó við allt, þeir eru ekki of háir og ég get skellt mér í þá án fyrirhafnar. Þeir virka hvort sem er við stutt pils eða gallabuxur. Hin uppáhaldsflíkin mín er spænskt senjor- ítusjal sem kærastinn minn gaf mér. Hann keypti það þegar við vorum í fjallabæ sem heitir Ronda á Suður-Spáni. Ég hef alltaf farið til Spánar á hverju sumri frá því ég var þriggja ára. Spænsk minning er mér því mjög mikilvæg og mér fannst alveg yndislegt að kærastinn minn skyldi gefa mér eitt- hvað svona fallegt. Enda þykir mér mjög vænt um sjalið og einn fallegasti gripurinn sem ég á.“ Steinunn Þóra segist því spara sjalið svolítið en alltaf nota það ef hún fer eitthvað fínt. „Þetta er hálfgert lukkusjal. Til dæmis þegar ég fór í idol- prufur komst ég áfram þegar ég var með það,“ segir hún og hlær. Steinunn Þóra segist helst kaupa sér föt erlendis. „Mér finnst líka mjög gaman að breyta fötum en hef lítinn tíma haft til þess undanfarið,“ segir hún og hefur lög að mæla því hún er nú á kafi í stúdents- prófum. Uppáhaldsflíkin: Senjorítu-sjal frá kærastanum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.