Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 16. apríl 2004
800 7000 - siminn.is
Nokia 3200
1.980
Léttkaupsútborgun
og 1.500 kr. á mán.
í 12 mán.
GSM
á góðu verði
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
S
ÍA
·
2
5
3
9
2
Verð aðeins: 19.980 kr.
• Litaskjár.
• MMS.
• GPRS.
• WAP.
• 106 gr.
• Innbyggð myndavél.
• Pólýtónar o.fl.
Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum.
Flottur sími með mynda-
vél á frábæru verði.
Góður myndavélasími með
fullt af möguleikum
980
Léttkaupsútborgun
SonyEricsson T610
og 2.000 kr. á mán.
í 12 mán.
Verð aðeins: 24.980 kr.
• Innbyggð myndavél.
• Raddstýring.
• Spjall.
• MMS.
• Litaskjár, 101x80 px.
• GPRS.
• Leikir.
• Háhraðagagnatenging.
• WAP 2.0.
Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum.
Veldu
tvo vini
innan farsímakerfis Símans
sem þú vilt hringja í og senda SMS
með 50% afslætti
Skráðu þig á siminn.is eða í 800 7000
Caro, Hraunbæ 119 – Sími 567 7776 (í nýjum verslunarkjarna í Árbæ)
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11:00 – 18:00
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 11:00 – 16:00
Mikið úrval af
glæsilegum
microsettum,
toppum og bolum.
MODEST MOUSE
Gagnrýnandi Fréttablaðsins missti sig alveg
yfir nýjustu breiðskífu Modest Mouse.
Cypress Hill - Till Death Do Us Part
„Nýja Cypress Hill platan rennur vel í
gegn. Kemur manni í ágætis skap og
stenst væntingar sem til hennar eru gerð-
ar, sem voru kannski ekkert svo ýkja
miklar. Þannig ná gömlu freðhausarnir að
endurnýja sig með því að bæta smá reg-
gae áhrifum inn í hiphoppið. Oldest trick
in the book? Jamm, kannski... en hverjum
er ekki skítsama svo lengi sem tónlistin
verður ekki leiðinleg.“ BÖS
Modest Mouse - Good News
for People Who Love Bad News
„Modest Mouse nær hér að brjóta þá gít-
arsúpuramma sem hún hafði byggt utan
um sig, án þess þó að missa sérkenni
sín. Í rauninni hefur ramminn bara víkkað
og myndin er orðin að stærðarinnar mál-
verki í betri stofunni í stað þess að vera
frímerki á bréfi aðdáanda. Ég reyni oft að
halda sönsum þegar ég er að skrifa þess-
ar umsagnir, en fokk it. Þetta er geðveik
plata, ótrúleg, mögnuð, meistarastykki.
Farið og kaupið hana, NÚNA.“ BÖS
The Vines - Winning Days
„Satt að segja hreyfði þessi plata ekki við
mér fyrr en á þriðju hlustun. Bítlaáhrifin
eru sterk í lagasmíðum, sérstaklega frá
Lennon, þó svo að hér sé ekkert verið að
apa eftir þeim. Það eru bara einhver
bítlablæbrigði í hljómagöngum í lögum á
borð við T.V. Pro og titillaginu Winning
Days. Þetta er ein af þessum plötum sem
vex við hverja hlustun, en nær þó líklega
aldrei að teljast til meistaraverka. Ætli
hún sé samt ekki örlítið betri en sú fyrri?
Sem sagt, ekkert sérstaklega stuðandi
plata, en fín engu að síður.“ BÖS
Papa M - Hole of Burning Alms
„Þessi arfaslappa plata er mikil synd og
skemmt epli í annars ferskri ávaxtakörfu
Pajo. Hann er hæfileikaríkur tónlistar-
maður en virðist hafa misst tengslin við
það sem gerir gott síðrokk að góðu síð-
rokki. Einlægni og vönduð spilamennska.
Svona letilegar flipp plötur eru bara sóun
á plasti.“ BÖS
Cursive - The Ugly Organ
„Öll platan fjallar um þau vandræði sem
„ljóta líffærið“ (The Ugly Organ) getur
komið okkur karlmönnum í. Lögin eru því
oft full af sjálfsfyrirlitningu og reiði. Text-
arnir eru svo virkilega sterkir, djúpir og
frumlegir. Ef samviskubit væri gert að
hljóði, þá myndi það hljóma eins og
þessi plata. Tilfinningalega sterkari gerast
plötur varla. Gæsahúðirnar voru margar.
Með bestu emo-rokk plötum sem ég hef
heyrt um ævina.“ BÖS
N.E.R.D. - Fly or Die
„Þó þessi tónlist sé úr sömu belju og skil-
aði okkur lögum á borð við Senorita og
Like I Love You er ekki jafn mikið um
rjóma. Mjólkin er líka þyngri í maga og
ekki jafn fersk og hún hefur verið. En
samt efast ég ekki um hæfileikana og
mun halda áfram að fylgjast með af
áhuga. En þessi plata bætir engu við
snilldina og virkar á köflum andlaus,
punktur.“ BÖS
GUMMI JÓNS - JAPL
Aðallagahöfundur Sálarinnar
hans Jóns míns gaf út sína fyrstu
sólóplötu á dögunum. Hún er tíu-
laga og heitir því undarlega nafni
Japl. Á plötunni tappar Gummi af
sálinni í textasmíðum og leyfir
gítarnum að njóta sín meira en
hann hefur gert með poppsveit
sinni. Skífan gefur út.
Að mínu mati hefur Red Hot ChiliPeppers aldrei virkað án gítar-
leikarans John Frusciante. Þeir voru
hundleiðinlegir fyrir komu hans í
sveitina á Mother’s Milk og sveitin
varð hundleiðinleg aftur eftir að
hann hætti eftir hina mögnuðu
BloodSugarSexMagic. Hún varð svo
ekki góð aftur fyrr en hann sneri aft-
ur á Californiacation.
Sólóplötur hans hafa verið afar
ólíkar Red Hot. Engin fönk áhrif og
meira um moll hljóma og tilrauna-
starfsemi með hljóðgerflum. Þannig
eru kaflar á nýjustu plötu hans, sem
er sú fjórða í röðinni, sem minna á
tónlist Jean-Michael Jarre... ótrúlegt
en satt.
Söngrödd Johns hljómar kunnug-
lega. Mjög bandarísk og merkilega
lík félaga hans, Anthony Keadis, úr
Red Hot. Nema hvað hún er öllu leti-
legri og með smá keim af Zappa.
Það er alveg augljóst að Fruscian-
te er mjög hæfileikaríkur tónlistar-
maður. Hann gerir engar tilraunir til
þess að heilla meginstrauminn á
þessari plötu, enda fær hann líkleg-
ast næga útrás fyrir það með hljóm-
sveit sinni.
Tónlistin er sveimandi á köflum
en hverfur inn í svipaðan ballöðu-
fíling og nokkur af betri lögum
RHCP eru í.
Þetta er tónlist frá hjartanu, frá
manni sem hefur séð tímana tvenna
og er greinilega þakklátur fyrir það
eitt að vera enn á meðal vor. Ekkert
meistarastykki en það væri hægt að
gera margt vitlausara en að hleypa
þessari inn í tilveru ykkar. Sérstak-
lega ef þið fílið einlægt kassagítars-
skotið rokk með slettu af tilrauna-
eldamennsku.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
Nýjarútgáfur
JOHN FRUSCIANTE:
Shadows Collide With People
Gítarhetja faðmar tilveruna
SMS
um nýjustu plöturnar
SIGGI BJÖRNS & KEITH HOPCROFT
- PATCHES
Gítarleikararnir og vinirnir voru
að gefa út geislaplötu þar sem
þeir flytja lög sín. Margir gestir
koma við sögu og hefur platan
órafmagnað yfirbragð. Platan var
hljóðrituð í Kaupmannahöfn þar
sem félagarnir hafa leikið saman
síðustu misseri. Foxhold útgáfan
gefur út.