Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 29
Ég er boðinn í sextugsafmæliþannig að ég fer og held upp á annað stærra afmæli í fjöl- skyldunni. 53 ára afmælið er mjög lítið,“ segir Ari Kristins- son kvikmyndagerðarmaður. Það mun því lítið fara fyrir hans eigin afmæli á þessum degi en hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. Dags daglega er Ari að undir- búa nýja kvikmynd sem hefur fengið vilyrði úr kvikmynda- sjóði og reiknað er með að tökur hefjist í desember. „Þetta verð- ur bara hæfilega stór mynd, svona notaleg fjölskyldumynd í anda Stikkfrís sem ég á von á að allir geti haft gaman af.“ Hann segist ekki vera kominn með al- mennilegt nafn á myndina en hefur frest til mánaðamóta til að láta andann koma yfir sig og finna gott heiti. „Þessi mynd tekur upp mest- an minn tíma. Af öðru er ég að undirbúa aðalfund kvikmynda- framleiðenda sem verður hald- inn 28. apríl þar sem ég er for- maður SÍK. Það eru hremming- ar í kvikmyndagerð þessa dag- ana en vinnuhópur á vegum þessa félags er að taka út stöð- una. Hópurinn er að meta hvað hefur verið að á undanförnum árum og kemur með tillögur um hvað sé vitrænt hægt að gera til að leggja stoðir undir þessa grein, hvað má gera betur og hvað má læra af fortíðinni.“ Ari segir að íslensk kvik- myndagerð sé stödd á miklum breytingartímum og staðan sé óörugg í augnablikinu. „Vonandi skýrist málið þegar líður á árið og þá verður mikil gróska. Á meðan umskiptin voru í kvik- myndasjóði var allt stopp en nú með nýja kerfinu skýrast málin. „Hann var einn af þeim sem samdi nýja reglugerð um kvik- myndasjóð og telur breyting- arnar vera til bóta. „Nú er fólk komið í fast starf og vinnur af meiri fagmennsku en hefur ver- ið í úthlutun. Þrátt fyrir aðstæð- ur í dag er ég mjög bjartsýnn á íslenska kvikmyndagerð. Þegar búið er að hreinsa til er mjög bjart fram undan.“ ■ Þennan dag árið 1943 í Basel íSviss, tók Albert Hoffman, sviss- neskur lyfjafræðingur inn fyrir slysni lyf sem hann hafði búið til fimm árum fyrr sem hann nefndi LSD-25. Eftir inntöku lyfsins fann Hoffman fyrir óvenjulegri líðan og ofskynjunum sem hann lýsti þannig á minnisblöðum sínum: „Síðasta föstu- dag, 16. apríl 1943, varð ég að gera hlé á störfum mínum um miðjan dag og halda heim á leið, vegna óvenju- mikils óróa og vægs svima. Þegar heim var komið lagðist ég niður og sökk í frekar þægilegt mók sem örv- aði ímyndunaraflið gífurlega mikið. Í draumkenndu ástandi með augun lok- uð streymdi fram í hugann óslitin röð stórkostlegra mynda í ótrúlegum lög- um og litum. Eftir um það bil tvo klukkutíma fjöruðu áhrifin út.“ Lyfið öðlaðist ekki heimsfrægð fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar en þá hófu ýmsir þekktir byltingarmenn- ingarvitar, eins og Timothy Leary, Albert M. Hubbard og Ken Kesey, notkun á því sem þá var oft nefnt hugvíkkandi. Ýmsir listamenn aðrir notuðu lyfið til að ná fram nýjum víddum og til að mynda gerðu Rolling Stones plötuna „Their Satanic Majesties Request“ að mestu undir áhrifum LSD eins og glöggt má heyra í samanburði við önnur verk sveitar- innar. Framleiðsla, sala, eignarhald og neysla LSD var síðan bönnuð í Bandaríkjunum árið 1965. ■ ALBERT HOFFMAN Í draumkenndu ástandi streymdu fram í huga hans óslitin röð stórkostlegra mynda. Síðar varð LSD eitt vinsælasta eiturlyf heims. Ofskynjunaráhrif LSD uppgötvuð 20 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Andlát Birgir Baldursson, Hrafnistu, Reykjavík, lést sunnudaginn 11. apríl. Guðjón Ólafsson frá Garðsstöðum, Fjarðarstræti 2, Ísafirði, lést þriðjudaginn 13. apríl. Guðbjörg Eiríksdóttir, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka, lést laugardaginn 10. apríl. Hjördís Stefánsdóttir, Víðilundi 24, Ak- ureyri, lést mánudaginn 12. apríl. Jón Helgason, Miðhúsum, Gnúpverja- hreppi, lést þriðjudaginn 13. apríl. Þorleifur Björnsson, Safamýri 48, Reykjavík, lést mánudaginn 12. apríl. Þórhallur Halldórsson, Öngulstöðum, lést miðvikudaginn 14. apríl. 10.30 Hrefna Gunnarsdóttir, Eskihlíð 18a, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu. 13.30 Oddur Ágúst Benediktsson frá Hvalsá í Steingrímsfirði verður jarðsunginn frá Áskirkju. 13.30 Sigurður Kristinsson frá Hafra- nesi, Eyjabakka 2, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Margrét Árnadóttir frá Galtafelli, síðast til heimilis í Vallarási 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju. 14.00 Ólafur Jón Þórðarson, Lerkigrund 6, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 14.00 Skarphéðinn Njálsson, Sólvalla- götu 9, Keflavík, verður jarðsung- inn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Halldóra Skúladóttir Austurgötu 45, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 15.00 Svava Halldórsdóttir, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 16. apríl 1943 ALBERT HOFFMAN ■ uppgötvar fyrir slysni ofskynjunaráhrif LSD. Afmæli ARI KRISTINSSON ■ er 53 ára. Fer í aðra afmælisveislu. KAREEM ABDUL JABBAR Stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik frá upphafi, er 57 ára í dag. Hann var þekktur fyrir sveifluskot sem nánast ógjörningur var að koma í veg fyrir. 16. apríl Mér fannst einfaldlega kom-inn tími á að breyta til, enda búinn að starfa hjá Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna í ein sextán ár,“ segir Lárus Vil- hjálmsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra Ný- listasafnsins. Hann hefur ein- nig getið sér gott orð sem leik- ritaskáld undir nafninu Lárus Húnfjörð. „Þá fannst mér þetta nýja starf vera það spennandi að ég gæti ekki látið það mér úr greipum renna. Það verður gaman að takast á við menning- arstarfsemi eins og Nýlista- safnið stendur fyrir.“ Lárus segir safnið vera að ganga í gegnum miklar breyt- ingar og stærsta verkefnið um þessar mundir er leit að fram- tíðarhúsnæði. „Ég hef fundið fyrir miklum velvilja í garð safnsins bæði hjá opinberum aðilum og fyrirtækjum en næstu mánuðir fara í að endur- skipuleggja starfsemina og stefnan er að hefja að nýju öfl- ugt starf í haust.“ Eftir Lárus liggja nokkur at- hyglisverð leikverk sem sett hafa verið upp hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Meðal þeirra má nefna „Salka miðill“ sem var spunaverk unnið í sam- vinnu við leikhópinn og „Þið eruð hérna“ en óhætt er að segja að þessar sýningar hafi vakið verðskuldaða athygli. Hann er ekki hættur því enn er hann að skrifa verk. „Það verð- ur sett upp í haust í nýju hús- næði leikfélagsins í gamla Lækjarskólahúsinu sem verður alhliða menningar- og mennta- hús. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst þar,“ segir Lárus „Húnfjörð“ Vilhjálms- son. ■ Tímamót LÁRUS VILHJÁLMSSON ■ nýráðinn framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins. Nýr framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins Björt framtíð kvikmyndagerðar ARI KRISTINSSON Er með notalega fjölskyldumynd í undirbúningi og hefur tökur í desember. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma ANNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR Seyðisfirði verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 17. apríl 2004 kl. 14.00. Mikael Jónsson Lilja G. Ólafsdóttir Lovísa Jónsdóttir Hafsteinn Steindórsson og fjölskyldur Hjartkær eiginkona mín KATRÍN HÉÐINSDÓTTIR Stórholti 37 andaðist 1. apríl sl. á LSH Fossvogi Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnús Jónsson ■ Jarðarfarir LÁRUS VILHJÁLMSSON Nýkominn til starfa hjá Nýlistasafninu. Endurskipulagning framundan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.