Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 18
Colli Euganei:
Ódýr og þægileg
Ítalskir dagar í Vínbúðum
Frá Euganei-fjöllunum koma skemmti-
leg og létt vín sem eru framleidd óháð
öllum reglugerðum og bera þar af
leiðandi engan stimpil. En Ítalir hafa
fyrir löngu sannað að þeir geta gert
góð vín án þess að hengja sig í reglu-
gerðir.
Colli Euganei Bianco-hvítvínið er búið
til úr blöndu af garganega, tocai,
pinot bianco og riesling, útkoman er
ferskt og þægilegt vín sem er að-
gengilegt fyrir alla. Hentar vel skel-
fiskréttum og flatfiski á borð við smá-
lúðu og rauðsprettu en einnig þéttari
fiski eins og skötusel.
Colli Euganei Merlot-rauðvínið er
klassísk Pommerol-blanda; merlot,
cabernet franc og cabernet sauvi-
gnon, ekki beint þrúgurnar sem við
væntum frá Ítalíu en koma engu að
síður vel út. Vínið er skemmtilega og
þægilega þurrt með jafnvægi í sýru
og ávexti. Gott með léttum réttum,
einnig hvers kyns kjöti, ljósu sem
dökku, en kálfa-, svína- og lambakjöt
væri hentugast þessu víni. Fyrir þá
sem vilja þægilegt ódýrt ítalskt vín.
Hvítvínið fæst enn sem komið er
bara í Heiðrúnu og Kringlunni en
rauðvínið fæst í öllum stærri Vínbúð-
um, bæði kosta þau 990 kr.
Föstudagur 16. apríl 2004 3
Hollt og gott í hádeginu
Íslandsmót kaffibarþjóna er nú haldið í fimmta sinn í göngugötu
Smáralindar (niðri, Hagkaupsmegin). Keppnin hófst í gær og er fram
haldið i dag og á morgun og hefst kl. 14 alla dagana. Í gær og í dag
keppa 12 kaffibarþjónar í undanúrslitum hvorn daginn og á morgun
keppa 6 í úrslitum. Þeir kaffibarþjónar mynda jafnframt landsliðið
2004 og keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Í Smáralindinni hefur verið
komið upp keppnisaðstöðu með áhorfendapöllum. Áhorfendur geta séð
á skjám hvað er að gerast og kynnir lýsir keppninni. Hver keppandi
útbýr fjóra espresso, fjóra cappuccino og fjóra bolla af frjálsum
drykk. Allt í kring eru kynningabásar fyrirtækja sem kynna meðal
annars kaffi, kaffivélar, borðbúnað, konfekt, bakkelsi og margt fleira
sem tengist kaffimenningunni. Auk þess einkennist svæðið af nota-
legri kaffihúsastemningu.
Þetta er fiskréttur sem bragð er
að! Má með sanni segja að hann
henti vel þeim sem ekki vilja
finna fiskbragð af fiski. Mér
finnst þrumutrix að steikja
beikonið í örbylgjuofni. Þá eru
sneiðarnar lagðar á milli tveggja
eldhúsbréfa, ofninn tendraður og
allt steikt eftir þörf og smekk.
Til hnífs og skeiðar
Guðrún Jóhannesdóttir eldar handa
minnst fjórum fyrir 1.000 kr. eða minna.
700 g ýsuflök 500 kr.
2 stórar kartöflur
(skornar í litla teninga)
4 sneiðar beikon
(steikt og skorið í litla bita) 50 kr.
10 svartar steinlausar ólífur
(skornar í bita) 20 kr.
1/2 rauður laukur
(skorinn í fínlega fleyga og steiktur)
3 sneiðar sólþurrkaðir tómatar
(skornir í bita) 30 kr.
2 msk. olífuolía
11/2 msk. balsamedik
2-3 msk. fetaostur í olíu 100 kr.
1/2 tsk. rósapipar
1 pk. frosið spínat 100 kr.
Gómsæt ýsa með ýmsu
Leggið ýsuflökin á ofnfast fat með roðið niður. Steikið beikon á
pönnu eða í örbylgjuofni, þerrið og skerið í bita. Blandið beikonbitun-
um saman við brytjaðar kartöflur, ólífur og tómata. Steikið laukinn í
ólífuolíu, bætið balsamediki á pönnuna eftir nokkra stund og látið
laukinn brúnast vel. Bætið grænmetisblöndunni saman við laukinn og
steikið blönduna alla örsnöggt á pönnunni og dreifið henni svo yfir
fiskinn. Stráið að lokum fetaosti og rósapipar yfir. Bakið í 200 gráðu
ofni í 30 mínútur. Berið fram með gufusoðnu spínati.
Kostnaður samtals: 800 kr.
Gleðilegt sumar!
Falleg terta með
frískandi bragði
Hinn þjóðlegi íslenski siður að halda
sumardaginn fyrsta hátíðlegan hefur
ýmis birtingarform. Eitt þeirra er að
gera vel við sig í mat og drykk. Hér er
uppskrift að tertu
sem er kjörin
sem meðlæti á
kaffiborð eða
eftirréttur á
sumardaginn
fyrsta.
Appelsínuterta
4 egg
200 g sykur
65 g hveiti
65 g kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 msk. vatn
Egg og sykur er þeytt létt og ljóst. Þurr-
efnunum blandað saman og blandað
varlega í eggjahræruna, ásamt vatninu.
Bakað í stóru tertuformi við 180 gráður í
um það bil 20 mínútur.
Krem
3 egg
1 1/2 dl sykur
2 appelsínur (má líka nota sítrónu og þá
dugar ein stór)
75 g smjör
2 dl rjómi
Egg og sykur þeytt vel. Sett í pott ásamt
rifnu hýði af báðum appelsínunum og
safa úr annarri og hitað þar til það er
orðið þykkt. Hrært stöðugt í á meðan
með sleif. Smjörið sett útí í smá bitum,
látið bráðna og hrært saman við.
Eggjakremið er kælt. Rjóminn er þeyttur
og blandað saman við. Botninn er klof-
inn í tvennt og kremið sett á milli.
Skreyting
3 dl rjómi
1 1/2 appelsína skorin í þunnar sneiðar
sem skornar eru í helminga og látnar lig-
gja í sykurlegi í um klukkustund. (3 dl
sykur og 1 1/2 dl vatn er soðið í um 10
mínútur og kælt.)
Rjóminn er þeyttur, breiddur út á kökuna
og appelsínusneiðunum raðað ofan á.
Íslandsmót kaffibarþjóna:
Kaffistemning í Smáralind
Appelsínuterta
Hér hefur kokteilávöxtum verið raðað
meðfram.