Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 12
12 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ÞUNGLYNDUR SIRKUSFÍLL Dýralæknar voru kallaðar til að með- höndla argentínska sirkusfílinn Mesry sem þjáðist af þunglyndi og streitu eftir að hafa verið aðskilin frá félögum sínum í sirkusinum í nokkra daga. Heilbrigðisráðherra um lyfjamálin: Vísar fullyrðingum um tvöfalt kerfi á bug HEILBRIGÐISMÁL „Ég vísa fullyrð- ingum um tvöfalt kerfi hinna efn- uðu og hinna efnaminni í lyfja- málum á bug,“ sagði Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra um framkomna gagnrýni lyfjaheild- sala og smásala þessa efnis vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að taka upp viðmiðunarverðskrá á lyfjum. Ráðherra sagði ljóst, að þar sem viðmiðunin væri við ódýrari lyf, væru þau í langflestum tilvik- um jafngóð. Ef fólk þyrfti af læknisfræðilegum ástæðum aðrar tegundir og dýrari, þá gæti það fengið lyfjakort. „Í öðru lagi finnst mér, í ljósi þess að í skýrslu ríkisendurskoð- unar er bent á gífurlegan verð- mun á lyfjakostnaði íbúa á Norð- urlöndum og hér, eða allt upp í 48%, að apótekin hljóti að hafa einhverja sveigju í sínum rekstri, án þess að ganga út frá því fyrir- fram að afslættirnir til sjúkling- anna verði skornir niður.“ Ráðherra sagði, að kröfur þær sem gerðar væru til apóteka um húsnæði og fjölda lyfjafræðinga yrðu teknar til athugunar í tengsl- um við heildarendurskoðun lyfja- laganna. ■ Forsendur fyrir lækkun lyfjaverðs eru brostnar Forsendur samkomulags lyfjaheildsala og lyfjaverðsnefndar um lækkaða álagningu á lyfjaverði eru brostnar, segir formaður lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna. Ástæðan er ákvörðun stjórnvalda um viðmiðunarverð samanburðarlyfja. HEILBRIGÐISMÁL „Við náðum sam- komulagi við lyfjaverðsnefnd, að ákveðnum gefnum forsendum, sem voru meðal annars að viðmið- unarverðskrá samanburðarlyfja yrði ekki tekin upp. Þetta gerðum við eftir að hafa samið við lyfja- fyrirtækin úti um ákveðna verð- lækkun. Ef stjórnvöld ætla að standa við ákvörðun sína um við- miðunarverðskrána, þarf að end- urskoða þetta samkomulag.“ Þetta sagði Guðrún Ýr Gunn- arsdóttir, formaður lyfjahóps Fé- lags íslenskra stórkaupmanna. Lyfjahópurinn sendi frá sér skýrslu í gær þar sem ákvörðun stjórnvalda um viðmiðunarverð samanburðarlyfja er harðlega gagnrýnd. Guðrún Ýr benti á, að slíkt kerfi væri hvergi notað á hinum Norðurlöndunum nú. Það hefði verið notað í Noregi í sjö ár, en lagt niður 2000 því ekki hefði reynst neinn sparnaður af því vegna þess að því hefði fylgt mik- ill kostnaður og utanumhald. „En við höfum mestar áhyggj- ur af meðferðaröryggi sjúklinga, þar sem verið er að búa til tvöfalt kerfi,“ sagði Guðrún Ýr. „Annað- hvort hefur fólk efni á því að vera í bestu meðferð eða það verður að taka þá ódýrustu. Þó lyf séu flokk- uð saman í flokk, þá eru þau ekki endilega með nákvæmlega sama verkunarsvið. Fólk er erfðafræði- lega mismunandi, þannig að það sem hentar einum passar ekki endilega öðrum. Lyfjaþróun til framtíðar hefur beinst að því að einstaklingssníða meðferð eftir því sem kostur er, í stað þess að sjúklingar séu í einhverjum meðaltalsstaðli sem hentar alls ekki öllum. Við sjáum ekki að viðmiðunar- verðskrá verði til þess auka verð- samkeppni á markaðinum. Við erum með ákveðið verð skráð, sem fyrirtækin úti viðurkenna hér. Þó að nýtt kerfi verði tekið upp mun það ekki hafa nein áhrif til frekari verðlækkunar.“ Guðrún Ýr sagði enn fremur, að með þessu kerfi væri verið að taka völdin út höndum lækna. Þeir þyrftu að hugsa meira um kostnað heldur en það sem væri best fyrir sjúklinginn, sem væri mjög var- hugavert. Hvað varðaði lyf sem væru með svipaða samþykkta notkun, en ekki nákvæmlega eins, þá væri það svo, að ef læknir ávís- aði lyfi, sem veitt hefði verið markaðsleyfi fyrir, en með sam- þykkta notkun eða í skammta- stærðum sem ekki væru í sam- ræmi við markaðsleyfið, þá tæki hann þar með á sig sérstaka ábyrgð gagnvart viðkomandi sjúklingi. Það þyrfti hann ekki að gera ef hann ávísaði lyfinu ein- ungis með tilliti til samþykktar notkunar. Þá væri ábyrgðin lyfja- fyrirtækisins. Guðrún Ýr sagði, að þetta mál væri ekki til lykta leitt, en aðilar myndu ræðast við á næstu dögum. jss@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Gaui litli fórnarlamb raðbílaþjófs Blóðugt stríð milli eiturlyfjagengja í brasilísku fátækrahverfi: Yfirvöld íhuga að kalla út herinn RIO DE JANEIRO, AP Brasilískur eitur- lyfjabarón féll í skotbardaga við lögreglu í skógi skammt frá stærsta fátækrahverfi Rio de Janeiro. Yfir- völd í Brasilíu íhuga að kalla út her- menn til að aðstoða lögreglu við að uppræta glæpastarfsemi í hverfinu og stilla til friðar Lögreglan gerði eiturlyfjabarón- inum Luciano Barbosa da Silva, sem gengur undir nafninu Lulu, fyrirsát í skóglendi skammt frá Rochina- hverfinu. Skotbardagi braust út og voru Lulu og ónafngreindur félagi hans skotnir til bana. Að sögn lög- reglu fannst mikið magn skotfæra á heimili da Silva, fjögurra hæða íburðarmiklu einbýlishúsi með út- sýni yfir fátækrahverfið. Lögreglan gerði áhlaup á Rochina-hverfið síðastliðinn föstudag þegar blóðugt stríð braust út milli tveggja eiturlyfja- gengja. Tveir lögreglumenn, sjö eiturlyfjasalar og þrír óbreyttir borgarar féllu í átökum lögreglu og eiturlyfjagengja yfir páskana. Um 1.300 lögreglumenn hafa verið á vakt í hverfinu síðan á mánudag en hugsanlegt er að herinn verði kallaður til. ■ STUÐNINGSMENN FORSETANS SIGRUÐU Uri, flokkur frjáls- lyndra, fékk hreinan meiri- hluta í þingkosn- ingunum í Suð- ur-Kóreu. Frjáls- lyndir munu nú ráða yfir meiri- hluta þingsæta í fyrsta sinn í fjóra áratugi. Uri-flokkurinn er hliðhollur forseta landsins, Roh Moo-hyun sem kærður hefur ver- ið fyrir brot á kosningalöggjöf- inni. Mál Roh verður tekið fyrir hjá stjórnarskrárdómstól Suður- Kóreu í september. TALIBANAR SKUTU NÍU MANNS TIL BANA Vígamenn úr röðum talibana felldu lögregluforingja og að minnsta kosti átta afganska hermenn í umsátri í suðurhluta Afganistan. Árásarmennirnir, sem voru vopnaðir vélbyssum og rifflum, hófu skothríð á herjeppa á þjóðvegi í Zabul-héraði. Her- mennirnir skutu einn árás- armannanna en allir sem í bílnum voru létu lífið. Árásir skæruliða í Tsjetsjeníu: Tíu her- menn felldir RÚSSLAND, AP Tíu rússneskir her- menn féllu fyrir hendi skæruliða í Tsjetsjeníu í gær og fyrradag. Fimm hermenn létust og átta særðust þegar uppreisnarmenn skutu sprengikúlum á eftirlits- stöðvar víðs vegar í Tsjetsjeníu. Fimm hermenn til viðbótar voru skotnir til bana og níu særðust í átökum við skæruliða í Vedeno- héraði og Shatoi-héraði. Rússneski herinn hefur undan- farna daga leitað að uppreisnar- mönnum sem skutu til bana sjö lögreglumenn í þorpinu Iskhoi- Yurt. Yfir 220 menn voru hand- teknir í gær í fjallahéruðum í suð- urhluta Tsjetsjeníu. ■ JÓN KRISTJÁNSSON Apótekin hljóta að hafa svigrúm. ■ Asía STRÍÐ Í FÁTÆKRAHVERFI Yfir 1.300 lögreglumenn eru á vakt í Rocinha-hverfinu í Rio de Janeiro. LYFJASLAGUR Ákvörðun stjórnvalda um viðmiðunarverð lyfja hefur verið harðlega gagnrýnd, bæði af heildsölum og smásölum, sem telja að með því sé verið að koma á tvöföldu kerfi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.