Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 37
28 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 APRÍL Föstudagur Þeir eru mættir til landsins áný, félagarnir í dansk-íslensku balkan- og klezmer-hljómsveitinni Schpilkas. Hún sérhæfir sig í svo- kallaðri klezmer-tónlist, sem er þjóðlagatónlist gyðinga. Einnig gætir í leik hljómsveitarinnar áhrifa frá tónlist balkanskaga, Tyrklands og sígauna frá Austur- Evrópu. Schpilkas var stofnuð í Kaup- mannahöfn haustið 2001 af klar- inettleikaranum Hauki Gröndal og trommaranum Helga Sv. Helga- syni. Í sveitinni hafa einnig frá upphafi leikið Danirnir Nicholas Kingo á harmonikku og Rasmus Möldrup á bassa. Síðastliðið haust bættist svo fimmti maðurinn í sveitina, fransk-enski trompetleik- arinn Thomas Caudery. Schpilkas hefur haft nóg að gera undanfarið við að spila í Danmörku, bæði á tónleikum og í einkasam- kvæmum af ýmsu tagi. „Við erum líka aðeins komnir inn í gyðingakreðsa þarna úti og erum að spila í brúðkaupum og á bar mits- va-veislum,“ segir Haukur Gröndal. „Svo spiluðum við fyrir 500 manns í bænahúsinu þeirra í Kaupmanna- höfn þar sem haldin var klezmer galafest, eins og þeir kölluðu það.“ Á þeirri hátíð komu fram fjöl- margar danskar klezmer-hljóm- sveitir, og samkvæmt skrifum á www.worldmusic.dk þótti Schpilkas bera af fyrir kraftmikinn og fjörleg- an tónlistarflutning. „Hljómsveitarstjóranum Hauki Gröndal tókst að leiða tónlistina með fjöri og orku sem virkaði yndislega smitandi,“ segir Mikkel Hviid Horn- nes í umsögn sinni um hátíðina. Haukur segir að þeir leggi mikið upp úr því að ná upp stuði meðal áheyrenda og koma þeim til að dansa af lífi og sál við þessa fjörugu tónlist. „Þegar við spiluðum í Alþýðu- húsinu í fyrra vorum við hræddir um að gólfið myndi brotna. Þetta er lítið hús og margir voru búnir að troða sér inn, þannig að þegar fólk fór að hoppa hélt ég hrein- lega að við myndum detta í gegn- um gólfið og enda niðri í kjall- ara.“ Schpilkas gaf út geisla- diskinn Sey mir gesunt á síðasta ári. Nú í haust reiknar Haukur með því að hafist verði handa við að taka upp annan disk. „Og þá verður Ragnheiður systir mín með okkur og syng- ur.“ ■ Ólgandi fjörug gyðingatónlist OSTBORGARI & FRANSKAR + KÓK: 300 kr 12“ PIZZA +3 ÁLEGG: 500 kr PYLSA + GOS: 150 kr RISTAÐUR RISI (2 HÆÐA): 340 kr HÁALEITISBRAUT 12, SÍMI 588 8111 Síðustu sýningar Sýningin sem slegið hefur í gegn. Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Laugard. 24. apríl Allra, allra síðasta sýning HARMONIKUBALL Fjörið verður í Ásgarði, Glæsibæ við Álfheima, laugardagskvöldið 17. apríl frá kl. 22:00. Fjölbreytt dansmúsik. Aðgangseyrir kr. 1.200. Harmonikufélag Reykjavíkur. ■ ■ TÓNLEIKAR  22.00 Hljómsveitirnar Maus, Úlpa og Mammút spila á Gauknum.  Íslensk-danska klezmer-hljómsveitin Schpilkas leikur í Caffé Kúlture. Hljóm- sveitina skipa þeir Haukur Gröndal á klarinett, Nicholas Kingo á harmóniku, Peter Jörgensen á bassa og Helgi Svav- ar Helgason á trommur. Sérstakur gest- ur hljómsveitarinnar verður danski trompetleikarinn Thomas Caudery.  Stuðboltarnir í Trabant halda tón- leika á Kapítal. Ásamt þeim kemur fram elektróbandið The Zuckakis Mondey- ano Project og DJ Margeir. ■ ■ LEIKLIST  19.00 Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasar Kormáks á stóra sviði Þjóðleikhússins. ■ ■ LISTOPNANIR  17.00 Sjón er næsta skáld mánað- arins í bókasal Þjóðmenningarhússins. Sýning á verkum og munum frá fjöl- breyttum ferli hans verður opnuð í dag. Við opnunina les Sjón úr bókum sínum og dansk-íslenska klezmer-hljómsveitin Schpilkas spilar eigin útsetningu á lög- um sem komið hafa út með textum eft- ir Sjón. ■ ■ SKEMMTANIR  23.59 Hljómsveitirnar Æla og Brúðarbandið verða með sameiginlegt skemmtikvöld á Grand Rokk. ■ TÓNLEIKAR SCHPILKAS Þessi dansk-íslenska klezmer-sveit spilar á Caffé Kúlture í kvöld, Kaffi List annað kvöld og loks í Klink og Bank á sunnudagskvöldið. Myndin er tekin í bænahúsi gyðinga í Kaupmannahöfn, þar sem hljómsveitin spilaði á klezmer-hátíð nýverið. Við ætlum að taka eitthvað afnýju efni á þessum tónleik- um,“ segir Palli gítarleikari í hljómsveitinni Maus, sem verður með tónleika á Gauknum í kvöld. Ásamt Maus koma fram hljóm- sveitirnar Úlpa, sem er nýkomin heim eftir vel heppnað ferðalag frá Danmörku, og Mammút, sem sigraði á Músíktilraunum í ár. Síðar á árinu ætlar Maus að senda frá sér tvöfalda safnplötu, sem piltarnir eru byrjaðir að velja efni á. Á öðrum disknum verður yfirlit yfir feril hljómsveitarinn- ar, en á hinum sjaldgæfar eða áður óútgefnar upptökur. „Við eigum helling af slíku efni, og örugglega meira en kemst á þessa plötu.“ Þeir Mausarar eru þegar byrj- aðir að semja ný lög eftir nokkuð langt hlé sem varð á lagasmíðinni meðan þeir voru að gefa út og kynna plötuna sína, Musick, sem kom út á síðasta ári. „Það myndaðist einhver stífla þangað til við vorum alveg búnir að klára það dæmi,“ segir Palli. „Annars eigum við nokkuð auðvelt með að hrista saman lög. Við höfum vanið okkur á það í gegnum öll þessi ár að semja allt í sameiningu. Við hittumst bara á æfingu og ákveðum að semja lag upp úr engu, og oft er þremur tímum seinna orðið til ágætis lag.“ Sjálfur hefur Palli undanfarið verið í námi í raftónlist og tón- smíðum í Tónlistarskóla Kópa- vogs. Á næsta ári ætlar hann síð- an að hefja nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. „Það er ýmislegt spennandi í gangi,“ segir hann. ■ ■ TÓNLEIKAR MAUS Verður með tónleika á Gauknum í kvöld ásamt Úlpu og Mammút. Stíflan brestur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.