Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 45
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sú var tíð að heimurinn var dásam-lega einfaldur. Sovétríkin ríktu í austri og Bandaríkin í vestri. Helm- ingur Íslendinga var á móti hernum og helmingur með. Fólk var til vinstri eða hægri og ekkert þar á milli. Ráð- herrar réðu viðskiptalífinu, hverjir skyldu fá bankalán og hverjir ekki, hvað skyldi flutt inn og hvað út, hvert gengið skyldi vera og hvað skyldi framleitt mikið af skyri. Bjór var bannaður. Eitt sjónvarp var í landinu, eitt útvarp og hver flokkur réði einu dagblaði. Stjórnmálamenn voru þérað- ir og þeir höfðu jafnan síðasta orðið í stórum málum og smáum. EN SVO breyttist allt. Viðskiptalífið varð frjálst. Blokkir hafa hrunið, fyrst Sambandið og svo Kolkrabbinn. Kalda stríðinu er lokið. Áður óþekktir (óþekkir) menn hafa orðið ríkir og áður ríkir menn hafa misst áhugann og eru farnir í golf. Alls kyns lög hafa verið sett til þess að tryggja rétt borg- aranna gegn valdi stjórnmálamanna (að gefnu tilefni). Við höfum upplýs- ingalög, stjórnsýslulög og síðast en ekki síst jafnréttislög. Eitthvert óflokksbundið fólk hefur stofnað fjöl- miðla eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og það sem meira er: fólk hefur áttað sig á því að allt svona tal um hægri menn og vinstri menn og guð má vita hvað, og að það sé vinstra samsæri í gangi gegn hægri mönnum – eins og við fáum svo oft að heyra – er ekkert annað en kverkaskítur frá árum kalda stríðsins. Nú ríður á að skola kverk- arnar og spýta. Í ÞESSUM HEIMI getur verið mjög erfitt að vera til ef maður er enn fastur í gamla tímanum. Sérstaklega ef maður er stjórnmálamaður. Þá get- ur maður lent í því að halda að maður eigi til dæmis ennþá að stjórna því með handafli hvernig fjölmiðlar fjalla um mann, að allir sem eru ósammála manni séu vinstri menn og þar af leið- andi vondir, að manni leyfist að gera það sem manni sýnist án tillits til laga sem manni sjálfum finnst óhentug, að manni beri að ráða í stöður einungis þá sem eru sammála manni, að manni beri að styðja Bandaríkin í einu og öllu og gera nákvæmlega eins og þau (setja lög um útlendinga) og að manni beri ekki að breyta um skoðun þótt áratugir líði og heimurinn breytist. Dáldið svona er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Jafnréttislögin eru nefnilega ekki börn síns tíma. Ráðherrann er hins vegar Björn síns tíma og þarf breytinga við. Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR VI Ð S EG J U M F R É T T I R Björn síns tíma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.