Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 42
FÖSTUDAGUR 16. apríl 2004
KVIKMYNDIR Lögreglan í Los Angel-
es er ekkert lamb að leika við og
heldur vöku sinni á öllum víg-
stöðvum. Hún bregst til dæmis
snögglega við um leið og hún fær
vitneskju af því að fólk sé á ferli
með vídeótökuvélar í kvikmynda-
húsum.
Félag kvikmyndagerðarmanna
í Bandaríkjunum, MPAA, hefur
líka komið sér upp sérstakri neyð-
arsímalínu fyrir starfsfólk kvik-
myndahúsa, þar sem það getur
látið vita af fólki vopnuðu vídeó-
tökuvélum. Samtökin hafa einnig
sent á stúfana njósnara með sér-
útbúin gleraugu, sem gerir þeim
kleift að sjá í myrkri og koma
þannig auga á tökuvélar.
Svo vel bar í veiði að Min Jae
Joun var handtekin þann 10. apríl
á sýningu myndarinnar Píslar-
ganga Krists. Tveimur dögum síð-
ar var Ruben Centero Moreno
handtekinn eftir sýningu á mynd-
inni The Alamo.
Jack Valenti, forseti samtaka
kvikmyndagerðarmanna í Banda-
ríkjunum, sagðist vonast til þess
að þessar handtökur „sendi skýr
merki um að slíkir glæpir verði
ekki liðnir“.
Í Chicago var maður að nafni
Russel Spraque einnig handtekinn
fyrr í þessari viku. Hann játaði sig
sekan um brot á höfundarréttar-
lögum eftir að hann hafði verið
gripinn glóðvolgur við að afrita
forsýningareintök af kvikmyndum
á borð við Mystic River, Kill Bill
og Seabuiscit. Hann á yfir höfði
sér allt að þriggja ára fangelsi. ■
Mazda3 er vel búinn og kraftmikill bíll sem flú ver›ur a› sko›a.
Opi› frá kl. 12-16 laugardaga
Aukahlutir á mynd: álfelgur og vindskei› á afturhlera
B
ÍL
L
ÁR
SIN
S Í EVRÓPU
200
4
H
im
in
n
o
g
h
a
f
Mazda3 T 1,6 l kostar a›eins 1.795.000 kr.
Bíll ársins í Danmörku, Finnlandi og Tékklandi.
Anna› sæti› í vali á bíl ársins í Evrópu ásamt V W Golf.
Máta›u
ver›launasæti›!
STJÖRNULÍF Leikkonan munnstóra,
Julia Roberts, er að reyna hvað
hún getur til að eignast barn með
eiginmanni sínum Danny Moder.
Að sögn breska blaðsins London
Evening Standard, getur hún
ekki eignast börn sjálf en hefur
þó reynt að fara í frjósemisað-
gerð, án árangurs. Hin 36 ára
gamla Julia er því farin að skoða
aðra möguleika, þar á meðal að
ættleiða barn eða að fá leigumóð-
ir. Náinn vinur leikkonunnar lét
hafa eftir sér að svo virtist sem
Julia hefði náð öllum markmið-
um sínum í lífinu nema einu:
„Hún er stærsta kvenkyns kvik-
myndastjarnan í heimi, aðdáend-
ur hennar dýrka hana og eigin-
maður hennar elskar hana út af
lífinu og hún hefur leikið í fjölda
frábærra og vinsælla mynda. Nú
er það eina sem
vantar til að full-
komna líf hennar að
eignast barn eða
börn.“ Og vinurinn
bætti við: „Danny
hefur oft sagt að
þau ætli sér að stof-
na fjölskyldu á einn
eða annan hátt. Nú
sé staðan einfald-
lega sú að þau verði
að gera það á annan
hátt.“ Af Juliu er
það annars að frétta
að hún er við tökur á
myndinni Ocean’s
12 sem er framhald
hinnar vinsælu og
stjörnum prýddu
myndar, Ocean’s 11.
■
Staðnir að verki í kvikmyndahúsum
RUSSEL SPRAQUE
Á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi fyrir
ólöglegar eftirtökur af kvikmyndum.
JULIA ROBERTS
Er að reyna að eignast barn með einum eða öðrum hætti.
Athugar möguleika á ættleiðingu og leigumóður.
Julia getur ekki eignast börn