Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 10
10 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Asía ÍRANAR MÓTMÆLA Í LUNDÚNUM Írönsk börn taka þátt í mótmælaaðgerðum fyrir utan sýrlenska sendiráðið í Lundún- um. Í gær var ár liðið frá því að tveir íranskir stjórnarandstæðingar voru hand- teknir í Sýrlandi og framseldir til Íran. Frumvarp um erfðafjárskatt: Nýtt ákvæði á að taka af öll tvímæli ALÞINGI Meirihluti efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis hefur lagt fram frumvarp um erfðafjárskatt, en í því er að finna bráðabirgða- ákvæði þar sem leitast er við að taka af öll tvímæli hvað varðar laga- skil milli eldri og nýrri laga um erfðafjárskatt. Hinn 1. apríl síðast- liðinn tóku gildi ný lög um erfða- fjárskatt, en eftir setningu laganna hafa vaknað spurningar um það hvort kveðið sé á um það með nægi- lega skýrum hætti hvaða reglur gildi um skipti á dánarbúum þeirra sem önduðust fyrir 1. apríl 2004, í þeim tilvikum sem ekki er heimild til setu í óskiptu búi. „Með frumvarpinu er kveðið á um að lögin um erfðafjárskatt gildi um skipti á dánarbúum þeirra sem önduðust fyrir 1. apríl 2004. Gildir það hvort sem þau búskipti eru haf- in eða ekki. Frá þessu er þó sú und- antekning að nýju lögin taka til bú- skipta þeirra er hafa heimild til setu í óskiptu búi, þótt andlát hafi verið fyrir 1. apríl 2004, fari búskiptin ekki fram fyrr en eftir gildistöku laganna,“ segir í greinargerð. ■ Samband lögreglumanna: Formaðurinn endurkjörinn FÉLAGSMÁL Óskar Bjartmarz var á miðvikudag endurkjörinn sem formaður Landssambands lög- reglumanna á landsþing sam- bandsins sem lauk í Munaðarnesi í gær. Alls tóku 39 fulltrúar á þinginu þátt í atkvæðagreiðslunni eftir að frambjóðendur höfðu kynnt áherslur sínar. Óskar hlaut 27 atkvæði gegn tólf atkvæðum Berglindar Eyjólfsdóttur. Berglind var síðar kjörin í stjórn Landssambands lögreglu- manna samkvæmt tillögu upp- stillingarnefndar. ■ YFIR 1000 MÓTMÆLENDUR HANDTEKNIR Lögreglan í Katmandu, höfuðborg Nepals, handtók á annað þúsund manns sem hrópuðu slagorð gegn konungi landsins og kröfðust þess að lýð- ræði yrðu endurvakið. Á meðal þeirra sem teknir voru höndum var fyrrum forsætisráðherra Nepal, Girija Prasad Koirala. Ein- ræðisstjórn hefur farið með völd- in í Nepal síðan konungurinn rak þingið og ríkisstjórnina árið 2002. MANNSKÆÐUR HVIRFILBYLUR Að minnsta kosti 48 manns fórust og hundruð slösuðust þegar hvirfil- bylur fór yfir norðurhluta Bangladesh. Þúsundir misstu heimili sín þegar bylurinn hreif með sér kofa í sveitaþorpum í héruðunum Netrokona og My- mensingh. Björgunarmenn segja að tala látinna eigi eftir að hækka verulega þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. ALÞINGI Pétur Blöndal og fleiri í meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis hafa lagt fram frumvarp með bráðabirgðaákvæði sem tekur af öll tvímæli hvað varðar lagaskil milli eldri og nýrri laga um erfðafjárskatt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Í fallinu lamdi ég höfðinu viðvegg og meiddist við það í and- liti, fékk glóðarauga og skrámur. Ég rankaði við mér við það að maður var að stumra yfir mér og hljómaði mjög áhyggjufullur, en þá hafði ég algjörlega misst sjón,“ segir Helga Kristín Auð- unsdóttir, 24 ára nemi í viðskipta- lögfræði, og segir að lyfi hafi ver- ið laumað í drykk hennar á skemmtistað í Reykjavík aðfara- nótt annars í páskum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er það vitað að lyf eru sett í drykki hjá kvenfólki á skemmtistöðum þegar þær leggja frá sér glasið. Tilgangurinn er koma stúlkunum í annarlegt ástand, koma þeim út af skemmti- stöðunum með því að láta líta út fyrir að þær séu ofurölvi og mis- nota þær síðan. Menn þykist vera vinir fórnarlambanna að hjálpa þeim heim. Tvö lyf sem notuð hafa verið í þessum tilgangi eru þekkt hér á landi, annars vegar svefnlyfið rohypnol, sem er lyfseðilskylt og hins vegar eiturlyfið smjörsýra. Rohypnol er í pilluformi en smjörsýra í vökvaformi. Tölu- verð umræða var um smjörsýru í fjölmiðlum fyrir fáeinum árum í kjölfar nauðgunartilviks á úti- hátíð á Eldborg þar sem talið er að það hafi verið notað. Misstu rænu og muna lítið Stúlkurnar fimm sem Frétta- blaðið ræddi við sluppu þó vel og var komið heim af vinum. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa ekki neytt mikils áfengis kvöldið sem atvikið átti sér stað, en þó fengið sér drykk á skemmtistað og lagt hann frá sér í einhverja stund. Þær lýsa því hvernig þeim fór allt í einu að líða mjög undarlega, og segjast gera kláran greinarmun á þeirri líðan og því hvernig það lýsir sér að neyta of mikils áfengis. Allar misstu þær rænu og muna lítið eða ekkert eftir atvikinu, en tvær þeirra slösuðust við fallið, önnur þeirra töluvert. Atvikin áttu sér stað á þremur skemmtistöðum á mismunandi tímum. Lögreglan segir að talið sé að atvik sem þessi gerist víða og séu ekki bundin við ákveðna staði. Auðbjörg Þóra Óskarsdóttir, 23 árs sálfræðinemi, og Helga Kristín lentu báðar í því aðfara- nótt annars í páskum að líða mjög undarlega eftir að hafa fengið sér einungis einn drykk á staðnum. Helga Kristín lýsir skyndi- legri vanlíðan; hún fór að sjá óskýrt og hrundi síðan niður. „Mér tókst þó að finna vinkonu mína sem var nálæg og dauðhélt í höndina á henni meðan hún var að koma mér heim. Ég heyrði það sem sagt var, þekkti raddirnar, en sá ekki neitt,“ segir Helga Krist- ín. Auðbjörg kannaðist við ein- kennin hjá sér því hún telur sig hafa lent í því áður að hafa verið byrlað lyf á skemmtistað. Hún segir að vinur hennar hafi lýst því fyrir sér næsta dag í hvernig ástandi hún hafi verið en sjálf man hún ekkert. „Hann þekkir mig vel og vissi um leið að ég var ekki drukkin. Ég hefði ekki getað hreyft legg né lið ef ein- hver ann- a r en hann hefði komið að mér,“ seg- ir hún. Vinurinn kom henni heim í leigubíl, þurfti að bera hana inn í hús og lét síðan foreldra hennar vita af því sem gerst hafði. Engar sannanir að fá Þær segjast báðar afar fegnar að hafa komist heim heilu á höldnu og vilja hvetja stúlkur til þess að passa vel upp á drykkina sína, láta þá aldrei frá sér og þiggja aldrei drykk frá öðrum. Enn fremur segja þær afar mikil- vægt að sjá til þess að vinkonur verði ekki viðskila og stúlkur ættu aldrei að fara einar heim því áhrifin af lyfjunum hellist yfir mjög skyndilega. Þær segja jafn- framt að eftir að hafa sagt vinum frá því sem gerðist hafi fjöldi stúlkna sagt þeim frá því að sama hafi komið fyrir þær eða vinkon- ur þeirra. Helga Kristín segir frá því að hún hafi farið upp á Borgar- spítala næsta dag í von um að hægt væri að taka blóðprufu og mæla hvort henni hefði verið gef- ið lyf. „Þar fékk ég þau svör að þessi próf væru ekki gerð því þau væru of dýr,“ segir Helga. Hún segist því hafa ákveðið að kæra málið ekki til lögreglu, því hún hefði engar sannanir fyrir því hvað gerst hafði. Kjálkabrotnaði og braut sex tennur Lilja Jónsdóttir, 21 árs sál- fræðinemi, fór á skemmtistað á útskriftardaginn sinn 20. desember síðastliðinn. Þar fékk hún sér einn bjór, en hafði aðeins drukkið einn drykk fyrir. Hún lýsir sömu einkennum og Auð- björg og Helga og bað vinkonu sína að koma með sér heim þegar henni fór að líða mjög illa. Þegar þær fóru út af skemmtistaðnum dettur hún svo harkalega niður, fellur beint fram fyrir sig og á hökuna. Hún kjálkabrotnaði svo illa við fallið að kjálkabeinin gerðu göt á eyrnagöngin og blæddi verulega úr eyrunum á henni. Hún braut sex tennur og sauma þurfti sjö spor í skurð á hökunni. „Það var ekki eins og ég væri að lyppast niður í yfirliði heldur stífnaði ég öll upp áður en ég datt,“ segir hún. Henni var komið á bráðamót- töku þar sem gert var að meiðsl- um hennar. Hún segir að læknir sem skoðaði hana hafi talið lík- legt að henni hefði verið byrlað lyf því einkennin bentu öll til þess. Ekki var þó tekin blóðprufa til að sannreyna hvort um það hefði verið að ræða. Hún segist mjög slegin yfir atvikinu og gæta þess vel síðan að leggja aldrei frá sér drykki og vari sífellt aðra við því. Á morgun verður rætt við for- svarsmenn skemmtistaðanna sem stúlkurnar voru á þegar þeim var byrlað lyfið. Þeir segj- ast ætla að grípa til sérstakra úr- ræða til að reyna að fækka tilfell- um sem þessum. Einnig verður rætt við talsmann Stígamóta um tilvik þar sem konum sem telja að sér hafi verið gefið lyf hefur ver- ið nauðgað. ■ Fréttaskýring SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR OG TRAUSTI HAFLIÐASON ■ skrifa um nauðgunarlyf. – hefur þú séð DV í dag? Davíð skrifaði undir skipunarbréf náfrænda síns Nauðgunarlyf í drykki Fimm stúlkur sem Fréttablaðið ræddi við segja að þeim hafi verið byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað. Þær misstu rænu. Tvær slösuðust við fall, önnur þeirra kjálkabrotnaði og missti tennur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.