Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 28
Á undanförnum árum hefurhúsnæðisverð í Reykjavík rokið upp úr öllu valdi. Þannig hefur íbúðarverð hækkað um 70% á síðustu fimm árum. Þessi þróun hefur einnig ýtt leiguverðinu upp og hefur leiguverð á litlum íbúð- um í borginni tvöfaldast á síðustu 3-4 árum. Þessi gríðarlega hækk- un á leigu- og húsnæðisverði hef- ur valdið miklum fjárhagserfið- leikum hjá stórum hópi fólks, sér- staklega hjá láglaunafólki, öryrkj- um, atvinnulausu fólki, náms- mönnum og raunar öllu ungu fólki sem er að hefja búskap. Þetta ástand birtist m.a. í því að aldrei fyrr hafa biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í borg- inni verið eins langir, og í dag er um 1.000 manns á biðlista eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði í Reykja- vík. Ástæðan er einfaldlega sú að fjöldi manns hefur ekki lengur efni á að leigja sér íbúð á hinum almenna leigumarkaði, hvað þá að kaupa sér íbúð. Aðgerðaleysi R-listans Sjálfstæðismenn í borginni hafa margsinnis bent R-listanum á að borgaryfirvöld verða að bregðast við þessu alvarlega vandamáli og leita leiða til að styrkja hinn almenna húsnæðis- og leigumarkað. Þannig hafa full- trúar Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn ítrekað bent R-listanum á að til að vinna gegn þessari geigvænlegu þróun verði að stór- auka lóðaframboð í borginni en stefnuleysi R-listans í skipulags- og lóðamálum hefur leitt til þess síðasta áratuginn að sala og út- hlutun lóða hefur dregist veru- lega saman og einhæfi íbúðar- gerðar aukist. Einnig hafa sjálf- stæðismenn bent R-listanum á að það gangi ekki, á þessum erfiða tíma í húsnæðismálum, að selja lóðir Reykjavíkurborgar til fólksins í borginni á upp- sprengdu verði. Ýmsir bygginga- verktakar hafa bent á að það ok- urverð sem er á lóðum í borginni leiði til þess að litlar íbúðir eru seldar a.m.k. 1 milljón kr. dýrari en nauðsynlegt væri ef lóðir borgarinnar væru seldar á sann- gjörnu verði. Þessi staðreynd leiðir til aukinnar þenslu bæði á húsnæðismarkaðnum og leigu- markaðnum. Þann 2. október 2003 lögðu sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram tillögu sem fól m.a. í sér að unnið yrði að tillögum um hvernig hægt sé að gera það eftirsóknar- vert fyrir einstaklinga og bygg- ingafyrirtæki að byggja og leigja út félagslegar leiguíbúðir og leiguíbúðir á hinum almenna leigumarkaði. R-listinn hefur því miður lítið hlustað á þennan mál- flutning sjálfstæðismanna í borg- arstjórn og heldur áfram að koma með lausnir sem fela í sér að plástrar eru settir á vandamálið í stað þess að reyna að uppræta það. Breiða yfir vandamálið Síðasta útspil R-listans í þessa veru er hinar sérstöku húsa- leigubætur sem tóku gildi 1. mars síðast liðinn. Tilgangur hinna sérstöku húsaleigubóta er að hjálpa afmörkuðum hópi fólks sem er í mjög alvarlegum félags- legum aðstæðum. Nú hefur kom- ið í ljós að þessar bætur munu einungis koma til með að hjálpa nokkrum tugum einstaklinga í borginni af öllum þeim mörg hundruð manns sem eru í veru- legum húsnæðiserfiðleikum. Önnur ,,snilldarlausn“ sem R-listinn kom fram með á hús- næðisvanda borgarbúa var að hækka tekjuviðmiðið til að kom- ast á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Með þessu móti munu færri einstaklingar vera á biðlista eftir félagslegu leigu- húsnæði þar sem þeir hafa ekki lengur rétt á að sækja um félags- legar leiguíbúðir. Með með þessu móti reynir R-listinn að fela þann mikla húsnæðisvanda sem fjölmargir Reykvíkingar eru í. Sem fyrr segir hefur R-listinn sýnt algjört aðgerðaleysi í því að finna leiðir til að styrkja stöðu hins almenna húsnæðis- og leigu- markaðs og hefur alfarið hunsað tillögur okkar sjálfstæðismanna í þeim efnum. Afleiðingin er sú að verð á húsnæði í Reykjavík heldur áfram að hækka og því fólki sem varla eða ekki hefur efni á því að koma sér þaki yfir höfuðið í borginni heldur áfram að fjölga. Reykvíkingar eiga heimtingu á því að borgaryfir- völd bregðist við þessu að- kallandi vandamáli. ■ Umræðan MARGRÉT EINARSDÓTTIR ■ lögmaður og varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins skrifar. ■ Bréf til blaðsins 19FÖSTUDAGUR 16. apríl 2004 Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 43 84 04 /2 00 4 The North Face Vorlína Í MÓTBYR Björn Bjarnason ráðherra sætir gagnrýni fyrir val sitt á dómara í Hæstarétt. Skiptir ekki um skoðun Marjatta Ísberg skrifar: Á miðvikudagskvöldið varBjörn Bjarnason dómsmála- ráðherra gestur í Kastljósþætti sjónvarpsins. Mér fannst hálf- neyðarlegt að horfa upp á það í hvernig stöðu Björn hefur lent, sérstaklega þegar litið er til þess hversu vel hann stóð sig sem menntamálaráðherra. Þegar Björn var spurður hvort hann hafi ekki skipt um skoðun varðandi skipun í stöðu hæstaréttardóm- ara, þá svaraði hann efnislega: Ég er ekki vanur að skipta um skoð- un. Svo skemmtilega vildi til að einmitt þann dag hafði einn nem- enda minna spurt mig hvað orðið „afglapi“ þýðir. En málshátturinn í páskaeggi hans hafði hljóðað ein- hvern veginn á þessa leið: Vitur maður er fær um að skipta um skoðun en afglapi ekki. Og í Salómonskviðum stendur einnig: Afglapanum finnst sinn vegur réttur en vitur maður hlýðir á ráð. Björn hefði mátt vita að embætt- isskipun hans yrði mjög umdeild og þess vegna hefði verið betra að íhuga málið betur áður en endan- leg ákvörðun var tekin. En því miður er það svo hér á landi að stjórnmálamenn sem í hvert skipti fara með völdin hafa ekkert aðhald. Svo er ekki annars staðar í Vestur-Evrópu. Með embættis- færslu sinni er ég hrædd um að Björn hafi bæði misst tiltrú margra fyrri stuðningsmanna sinna og grafið undan fleiru en Sjálfstæðisflokknum. ■ Alvarlegur húsnæðisvandi ungs fólks og láglaunafólks

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.