Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 17
Graslaukur er vannýtt auðlind í mörgum görðum. Hann er seigur, kemur nokkuð snemma upp á sumrin og hægt að nota hann fram á haust. Tilvalið er að klippa graslauk yfir soðnar kartöflur. Einnig er hann góður með tómötum og svo setur hann punktinn yfir i-ið á góðan eggjarétt. Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Hollt og fljótlegt Sími 481 2665 sími 566 6103 Faxe-bjórinn hefur verið bruggaður í Danmörku frá árinu 1901 og er í dag mest útflutti bjór Norðurlanda. Faxe hef- ur komið eins og stormsveipur inn á Íslandsmarkað og markaðshlutdeild hans hefur vaxið úr 1% í 9,5% á einu ári. Mikla athygli vakti frétt í dagblöðum í fyrra þar sem fjallað var um bjórverð hérlendis og kynnt sú fyrirætlan innflutningsaðila Faxe að bjóða bjór á „evrópsku verði“ að teknu tilliti til þeirra háu áfengisgjalda sem eru hér á landi. Faxe var kynntur sem ódýrasti kosturinn á bjórmarkaðnum og hafa móttökurnar sýnt að Íslend- ingar kunna að meta framtakið. Faxe fékkst lengi vel einungis í dósum en nú er hægt að fá Faxe Premium í 33 cl glerflöskum á 129 kr. Kassaverðið er 3.096 kr. fyrir 24 flöskur sem gerir hann að góðum kosti fyrir sumarið í grillveisluna sem og aðrar skemmtanir. Til samanburðar má geta þess að ef fólk er að skipuleggja stórar veislur og er að velja á milli flöskubjórs og kútabjórs kostar líterinn af ódýrasta kútabjórnum 399 kr. en lítrinn af Faxe í flösku kostar 387 kr. Að auki fást 9 kr. fyrir hvert gler í Sorpu og kostnaðurinn við Faxe í flöskum er því kominn niður í 360 kr. á lítrann. Faxe: Góður kostur í grillveisluna Grænmetisbaka 4 smjördeigsplötur flattar út í form 3 stk. fennika og lítill haus af brokkáli skorið í bita, svissað í olíu á pönnu og sett út á botninn. Ferskt spínat og einn tómatur í bitum sett ofan á. 2 egg 3 dl mjólk eða matvinnslurjómi salt og pipar 1 lúka rifinn ostur Hrært saman og sett yfir botninn sem síðan fer inn í 200 gráðu heitan ofn í hálftíma til þrjú kortér. Graskersbollur 2 dl mjólk 3 dl vatn 1 bréf þurrger 50 g sykur 100 g smjör 1 tsk. salt 800 g hveiti Smjörið er brætt og mjólkinni og vatninu bætt út í. Lögurinn hafður fingurvolgur. Þurrgerið sett út í og síðan þurrefnin. Degið hnoðað og látið hefa sig í hálftíma. Mótaðar bollur sem penslaðar eru með bræddu smjöri og graskersfræjum stráð yfir. Látnar lyfta sér um stund. Bakaðar í 200 gráðu heitum ofni í 15 mínútur. Lummur 300 g hveiti 4 msk. sykur 4 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 6 matsk olía 2 1/2 dl súrmjólk, 2 1/2 dl mjólk 2 egg Þurrefnin sett í skál, vætt í með olíunni, súrmjólkinni, mjólkinni og eggjunum. Hrært. Bakað í litlum lummum sem hægt er að leika sér með á margvíslegan hátt. Til dæmis skera banana í sneiðar og raða ofan á lummuna áður en henni er snúið við. Síðan má hafa degið aðeins þynnra og lummurnar stærri, leggja tvær beikon- sneiðar yfir, baka báðum megin og skera í fjórðuparta eins og flatkökur. Sýróp er ómissandi með. Eggjakaka 4 egg og 5 matskeiðar matvinnslurjómi, þeytt saman með salti og pipar, sett á pönnu. 1/2 rauð paprika og 1/2 græn eru saxað- ar og ein soðin kartafla skorin í bita. Allt sett út á pönnuna. 5 tómatsneiðar þar ofan á og 4 bitar af beikoni. Kakan látin bakast við hægan hita en að síðustu stungið inn í ofn til að þurrka hana að ofan. Árdegisverður að hætti Marentzu: Góðmeti sem gaman er að bera fram Hér koma uppskriftir af því sem Marentza stingur upp á að bera á borð í síðbúnum morgunverði. Hér kennir ýmissa grasa en svo er um að gera að láta hugarflugið ráða för. Verði ykkur að góðu. Gestakokkur á Grillinu: Michelinkokkur í Reykjavík Eric Chavot, yfirmatreiðslumaður á hinum rómaða veitingastað Capital í London, verður gestakokkur í Grillinu í kvöld og annað kvöld. Matseðillinn samanstendur af spennandi réttum eins og pönnusteiktri sandhverfu og akurhænu með franskri gæsalifur og öll vín verða sérvalin í takt við matinn. Capital-veitingastaðurinn, sem er á samnefndu hóteli í Knightsbridge í London, státar af tveimur Michelin- stjörnum og er því í hópi bestu veit- ingastaða. Eric Chavot hefur starfað víða um heim og þróað einstakan stíl í matargerð sem er rómuð bæði af matgæðingum og matargagnrýnend- um.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.