Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 21
Skólavörðustíg 21 101 Reykjavík Símar 552 2419 / 698 7273 Opið virka daga kl. 12:00-18.00 og laugardaga kl. 12:00-16.00 Andblær liðinna ára Antik-Húsið FJARLÆGJUM STÍFLUR úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum. - Við notum ný og fullkomin tæki Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra gangsetti fyrir nokkru nýja, fullkomlega tölvustýrða vélasamstæðu til húsgagnafram- leiðslu hjá Á. Guðmundssyni. „Þetta er fullkomnasta vél til húsgagnagerðar sem til er á land- inu,“ segir Guðmundur Ásgeirs- son framkvæmdastjóri. „Hún tekur flekana á stærð, fræsar, borar og kantlímir. Allt saman er tölvustýrt.“ Vélin er innflutt frá Þýskalandi og Guðmundur segir tilkomu hennar breyta miklu fyrir fyrir- tækið. „Við erum í mjög harðri samkeppni við erlenda aðila sem flytja mikið inn til landsins. Þeir eru sumir með svona vélar eða sambærilegar. Þetta sparar bæði tíma og fyrirhöfn fyrir okkur. Við getum bæði aukið og auðveldað framleiðsluna. Tölvustýringin gerir það að verkum að við verð- um mun sveigjanlegri, þurfum ekki að taka eins stórar lotur til að ná niður hagkvæmninni, því það tapast enginn tími við að stilla vélina. Því þarf enginn að standa yfir henni.“ Einnig voru kynntar nýjungar í íslenskri húsgagnahönnun eftir húsgagnaarkitektana Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur, Oddgeir Þórðarson, Pétur B. Lúthersson og Sturlu Má Jónsson. Lifandi blóm gefa heimilinu hreinan og ferskan blæ. Liljur hafa verið vinsælar undanfarið og svo eru rósir og túlípanar klassísk skreyting í hvaða lit sem er. Venjan er að skella vendi í vasa en það eru margir fleiri og skemmtilegir möguleikar við að nota blóm sem skreytingu á heimilinu. Ný kynslóð blóma- skreyta er orðin áberandi og meðal þeirra eru tvær ungar kon- ur, þær Ragnhildur Fjelsted og María Másdóttir. Síðastliðin tvö ár hafa þær rekið Blómahönnun í Listhúsinu Laugardal og sérhæfa sig í fallegum óhefðbundnum blómvöndum og skreytingum. Nýstárlegar blómategundir eins og bananablóm eru á boðstólum hjá Blómahönnun og svo blanda þær hinum ýmsu teg- undum saman á skemmtilegan hátt. Nellikan er að ryðja sér til rúms aftur að sögn Ragnhildar enda eru þær mjög fallegar, þær standa lengi og eru til í fjölmörg- um litum. Fyrir skreytingarnar hafa þær látið hanna fyrir sig vaxpotta sem þær nota með og njóta þeir mikilla vinsælda. Þess- ir pottar eru til í nokkrum litum, stærðum og gerðum og endast vel. Þeir nýtast líka aftur og aft- ur, undir allskonar blóm og jurtir og jafnvel sem kertastjakar. Fyrir utan að selja blóm býður Blómahönnun líka upp á að leigja skreytingar, blóm, körfur og vasa til einstaklinga og fyrirtækja. Með hækkandi sól fara vorveisl- urnar að bresta á og vel ilmandi blómaskreytingar eru ómissandi í hverju slíku boði. Tölvustýrð vél til húsgagnaframleiðslu: Getum aukið og auðveldað framleiðsluna Valgerður Sverrisdóttir gangsetti vélina sem er fullkomlega tölvustýrð. Fr ét ta bl að ið /P je tu r Blóm og skreytingar: Ferskur blær á heimilið Nellikur BananablómAspedistra Rananculus af animónuætt og grænar nellikkur Bleikar rósir Flamingoblóm Ingo Maurer, ljósahönnuðurinn þýski, hefur vakið athygli fyrir ljós sín sem þykja sérstök og allt að því ljóðræn. Þeir sem eiga leið um Kaupmannahöfn eiga þess kost að sjá sýningu á ljósum Maurers í Dansk Design Center við H.C. Andersens Boulevard 27, steinsnar frá Ráðhústorgi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.