Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 4
4 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Telur þú ráðstafanir ríkisins í lyfjamálum til hagsbóta fyrir neytendur? Spurning dagsins í dag: Mun samtal Davíðs Oddssonar við George W. Bush greiða fyrir lausn í varnarliðssamningunum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 52% 48% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Alþingi Rafiðnaðarmenn undirrita nýjan kjarasamning: Lágmarkslaun hækka um 34% KJARAMÁL Lágamarkslaun rafiðn- aðarmanna með sveinspróf hækka um tæp 34% á næstu þremur árum samkvæmt nýjum kjarasamningi Rafiðnaðarsam- bands Íslands við Samtök atvinnu- lífsins og Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði sem undirrit- aður var fyrrinótt. Við undirritun hækka lágmárkslaun í rúmlega 152 þús- und og þann 1. janúar árið 2007 verða þau orðin tæp 173 þúsund krónur. Framlag í lífeyrissjóð hækkar um 2% og slysatrygging- arákvæði samningsins verða end- urskoðuð tli hækkunar. Samning- urinn gildir fyrir um helming félagsmanna Rafiðnaðarsam- bandsins eða um 2000 rafiðnaðarmenn. Í til- kynningu frá sam- bandinu segir að helstu markmið í kröfugerð rafiðnaðn- armanna hafi verið að færa lágmarkslaun nær raunlaunum og að þau hafi náðst í meginatriðum. Lág- markslaunahækkanir séu þær sömu og í öðrum samningum sem undirritaðir hafi verið undanfarið. Í samningnum er það nýmæli að sérstök bókun er um fjölskyldustefnu fyrirtækja í rafiðnaði og starfsmanna þeir- ra, með það að mark- miði að samræma sem best vinnu og einkalíf. Samningurinn verður kynntur á fundum inn- an sambandsins í næstu viku. Samfara því fer fram póstkosn- ing og verður niður- staða hennar birt á sambandstjórnarfundi Rafiðnaðarsambands- ins á Egilsstöðum 29.– 30. apríl. ■ LÖGREGLUMÁL „Ég er með mjög öflugan og góðan byssuskáp sem alltaf hefur verið læstur en því miður gleymdi ég að læsa honum í þetta skipti. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Ómar Ásgeirsson miður sín, en hann er eigandi riffla sem stolið var í innbroti í Grindavík einhvern daganna 4.-13. apríl. Ómar segir sig hafa keypt byssuskápinn, löngu áður en skylt var að geyma vopn í slík- um hirslum, til að tryggja öryggi fjöl- skyldu sinnar og annarra. Fimm öflugir rifflar voru í s k á p n u m , fjóra þeirra átti Ómar sjálfur en einn geymdi hann fyrir fé- laga sinn. Ómar er leið- s ö g u m a ð u r fyrir hrein- dýraskyttur því er nauðsyn- legt fyrir hann að eiga nokkra riffla til að geta lánað sínum viðskiptavinum til hreindýra- veiðanna. Hann er miður sín yfir að hafa gleymt að læsa skápnum og nú sé ekki vitað hverjir hafi rifflana undir höndum. Þetta séu mjög vand- meðfarin og hættuleg skotfæri fyrir þá sem ekki kunna að meðhöndla þau. Hver riffill kostar um 200–300 þúsund krónur. Ómar var staddur er- lendis þegar brotist var inn heima hjá honum. „Þegar ég kom heim var búið að spenna upp glugga inni í húsinu og þaðan var farið inn í bílskúr þar sem rifflarnir voru geymdir.“ Ómar segir þjófana einnig hafa tekið peninga inni á heimili hans en annars hafi þeir gengið nokkuð vel um. Með rifflunum tóku þeir skot en lítilræði skothylkja var inn í byssuskápnum og fleiri til við- bótar í byssutösku sem geymd var inn í bílskúr. „Skápurinn var til staðar en hann var ekki læstur eins og hann átti að vera. Ég gleymdi að læsa hon- um og auðvitað er það kæru- leysi en það var ekki vaninn að það væri þannig,“ segir Ómar. Sigurður Ágústsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Grinda- vík, segir að þeir hjá lögregl- unni hafi víða spurst fyrir í Grindavík en hafi ekki fengið neinar ábendingar enn sem komið er. Upplýsingar og ábendingar frá fólki er þeirra helsta von til að finna vopnin og mun lögreglan halda áfram að grennslast fyrir og leita upp- lýsinga. Þeir sem vita hvar rifflarnir eru niður komnir eða hverjir voru að verki eru beðn- ir um að hafa samband við lög- regluna í Grindavík. hrs@frettabladid.is Ítalskur gísl tekinn af lífi: Hetjulegur dauðdagi ÍRAK Franco Frattini, utanríkisráð- herra Ítalíu, segir ítalskan örygg- isvörð sem tekinn var af lífi af uppreisnarmönnum í Írak hafa dáið hetjulegum dauðdaga. Fabrizio Quattrocchi, sem var 36 ára að aldri, var tekinn í gíslingu á mánudag ásamt þremur öðrum Ítöl- um. Þegar einn mannræningjanna beindi byssu að honum mun Quattrocchi hafa öskrað: „Ég skal sýna ykkur hvernig Ítali deyr“. Mannræningjarnir sem halda félögum Quattrocchis hafa hótað því að myrða þá ef Ítalir kalli ekki 3000 manna herlið sitt heim frá Írak. ■ Myndir Friðriks Þórs: Ákvörðun frestað FJÖLMIÐLAR Ekki var tekin ákvörð- un um kaup á sýningarrétti mynda Íslensku kvikmyndasamsteypunn- ar á stjórnarfundi Íslenska út- varpsfélagsins í hádeginu í gær. Að sögn Skarphéðins Steinars- sonar, stjórnarformanns Norður- ljósa, hefur ekki verið tekin ákvörðun af eða á um hvort samið verði um kaup á sýningarréttin- um, en málið verði að líkindum rætt á næsta stjórnarfundi sem verði haldinn í kringum næstu mánaðamót. ■ HVASST Á KJALARNESI Mjög hvasst var á Kjalarnesi í gær eins og sást á viðvörunarskilti Vegagerðarinnar. Veðrið næstu daga: Kalt fram yfir helgi VEÐRIÐ Veðurstofan gerir ráð fyrir að áfram verði kalt í veðri næstu daga. Í gær fór hiti á landinu víða niður fyrir frostmark og snjóaði víða. Þá var töluvert hvassviðri í gær og fór veðurhæð upp í fjörtíu metra á sekúndu á Kjalarnesi og sagði lögreglan í Reykjavík að ein- hverjar skemmdir hefðu hlotist af sandfoki í óveðrinu. Samkvæmt upplýsingum frá spádeild Veðurstofu Íslands er útlit fyrir að áfram verði kalt í veðri næstu daga en langímaspá gerir ráð fyrir að á þriðjudag snúist vindáttin og er þá gert ráð fyrir austlægri átt, hlýrra veðri og úrkomu. Langtímaspáin gerir ráð fyrir því að bærilegt veður og hugsan- lega ágætt á sumardaginn fyrsta en líkur eru til þess að hann verði blautur. ■ LÖGREGLUMÁL „Þetta er alveg skelfilegt og þá sérstaklega óviss- an þar sem enginn veit í höndum hvers rifflarnir eru. Sérstaklega þar sem bæði er um skot og skot- vopn að ræða,“ segir Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri grunn- skóla Grindavíkur, eftir að upp komst að fimm rifflum hefði verið stolið í innbroti þar í bæ fyrir skemmstu. Gunnlaugur segir að hann hafi rætt við lögregluna og þeir ætli að senda tvo lögregluþjóna til að tala við börnin í skólanum í dag eða á mánudaginn. Nauðsynlegt að börn- in geri sér grein hversu hættuleg- ar byssur séu og að þær séu engin leikföng. Ástæðan er ekki aðeins vegna innbrotsins heldur líka vegna þess voveiflega atburðar sem varð á Selfossi fyrir um mán- uði síðan. Þá var líka notuð stolin byssa við Bónusránið sem framið var í byrjun desember. ■ GUÐMUNDUR GUNNGARSSON Formaður Rafiðnaðarsam- bandsin var ekki bjartsýnn á gerð nýs kjarasamnings fyrir tíu dögum síðan. Nú hafa samningamenn hins vegar náð saman. Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur: Fræða börnin um hættu skotvopna GUNNLAUGUR DAN ÓLAFSSON Gunnlaugur segir að skelfilegt sé til þess að vita að rifflunum hafi verið stolið og að ekki sé vitað hverjir hafi þá undir höndum. Gleymdi að læsa og er miður sín Eigandi riffla sem stolið var í innbroti í Grindavík fyrir nokkru, er miður sín en hann gleymdi að læsa byssuskáp sem hann hefur undir rifflana sína. Upplýsingar frá fólki er helsta von lögreglu til að finna rifflana. „Ég gleym- di að læsa honum og auðvitað er það kæru- leysi en það var ekki van- inn að það væri þannig. BYSSUSKÁPURINN SEM RIFFLARNIR VORU GEYMDIR Í Í GRINDAVÍK Eigandi rifflana er miður sín yfir að hafa gleymt að læsa skápnum en hann var keyptur löngu áður en skylt var að geyma vopn í slíkum hirslum til að tryggja öryggi fjölskyldunnar og annarra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FRÁ VÍGSLU ÖSKJU Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra flytur ávarp við vígslu náttúrufræðihúss Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í gær. Nýbygging HÍ: Askja vígð HÁSKÓLINN Nýtt kennslu- og rann- sóknarhúsnæði Háskóla Íslands var vígt til notkunar í gær. Byggingin mun hýsa starfsemi líffræði-, landa- fræði- og jarðfræðiskora raunvís- indadeildar Háskóla Íslands auk þess sem þar verður miðstöð Jarð- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Húsið hefur hlotið nafnið Askja. Við vígslu hússins í gær var und- irritaður samningur um sameiningu Norrænu eldfjallastöðvarinnar og jarðvísindahluta Raunvísindastofn- unar Háskóla Íslands í Jarðvísinda- stofnun. Undir samkomulagið skrif- uðu rektor, menntamálaráðherra og fulltrúi frá Norrænu ráðherra- nefndinni. ■ JAFNRÉTTISLÖG RÆDD UTANDAG- SKRÁR Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir utandag- skrárumræðum um úrskurð kærunefndar janfréttismála um skipan hæstaréttardómara og viðbrögð dómsmálaráðherra. Umræðan verður á dagskrá Alþingis í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.