Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 1
● kjöldrógu fh-stúlkur í gær Landsbankadeild kvenna: ▲ SÍÐA 26 Annar stórsigur Eyjastúlkna ● er þrælvön lúðrasveitum Guðrún Rútsdóttir: ▲ SÍÐA 32 Heldur burtfarar- prófstónleika í kvöld Næsland: ▲SÍÐA 38 var kynnt í Cannes MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR 75 ÁRA AFMÆLI Sjálfstæðisflokkur- inn fagnar í dag 75 ára afmæli sínu. Í til- efni dagsins býður flokkurinn til afmælis- veislu á Hótel Nordica. Húsið opnar kl. 17:00. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM Þannig verður það víðast hvar. Víðast þurrt en stöku skúrir með vesturströndinni. Hlýtt í veðri. Sjá síðu 6. 25. maí 2004 – 142. tölublað – 4. árgangur HERINN VERÐUR ÁFRAM Írakar fá ákveðin völd í hendur við valdaframsal bandaríska herliðsins í Írak 30. júní en fara ekki með full völd alveg á næstunni sam- kvæmt drögum að ályktun Sameinuðu þjóðanna. Sjá síðu 4 500 MILLJÓNIR Í TEKJUR Hagstætt skattaumhverfi gerir það að verkum að er- lend risafyrirtæki stofna félög um eignar- hald og fjámögnun hér á landi. Ríkið fékk hálfan milljarð frá þeim í fyrra. Sjá síðu 2 KAUP VÍS GAGNRÝND Persónuvernd hefur sent Vátryggingafélagi Íslands hf. bréf vegna kaupa félagsins á Lyfju hf. Í bréfinu er bent á hættuna sem fylgir því að heilsu- farsupplýsingar um einstaklinga séu mis- notaðar. Sjá síðu 6 NÝR ÞJÓÐGARÐUR Gangi hugmyndir þverpólitískrar nefndar sem gert hefur til- lögur um stofnun þjóðgarðs eftir mun stærsti þjóðgarður landsins verða að veru- leika eftir átta ár. Sjá síðu 8 36%50% Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 Dong Qing Guan: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Jafnvægi milli hugar og líkama ● heilsa o.fl. WASHINGTON, AP Saksóknarar geta krafist þess að tóbaksfyrirtæki verði dæmd til að greiða 280 millj- arða dollara í sektir fyrir að hafa leynt almenningi upplýsingum um hættuna sem stafar af reykingum og ávanabindandi efnum í sígar- ettum. Hugsanlegar sektir nema um 20.000 milljörðum króna eða andvirði milli sjötíu og áttatíu- faldra íslensku fjárlaganna. Alríkisdómari hefur úrskurðað að saksóknarar megi fara fram á slíkar sektargreiðslur. Tóbaks- framleiðendur höfðu barist gegn því af krafti. Saksóknarar segja hins vegar að tóbaksframleiðend- ur hafi grætt slíkar upphæðir með því að blekkja almenning og því væri krafan réttlát. Dómari tók undir þetta að því leyti að hann heimilaði sektarkröfuna og sagði að ef saksóknarar færðu sönnur á mál sitt og sýndu fram á að sekt- argreiðslurnar kæmu í veg fyrir svik og blekkingar í framtíðinni mætti beita slíkum sektum. „Úrskurðurinn sýnir að þetta mál getur haft grundvallarbreyt- ingar í för með sér fyrir tóbaks- iðnaðinn,“ sagði Bill Corr, fram- kvæmdastjóri samtaka sem berj- ast gegn reykingum ungmenna. ■ Saksóknarar krefja tóbaksframleiðendur um háar sektir: Áttatíuföld fjárlög í sektir FJÖLMIÐLALÖG Alþingi samþykkti í gær frumvarp forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum með 32 atkvæðum þingmanna stjórn- arflokkanna gegn 30 atkvæðum stjórnarandstæðinga og Kristins H. Gunnarssonar, Framsóknar- flokki, sem var meðal þeirra sem sögðu nei við frumvarpið. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði, Jónína Bjartmarz, Framsóknar- flokki, en hún sagðist ekki geta stutt frumvarpið þrátt fyrir þær umtalsverðu breytingar sem gerðar hefðu verið á því. Nafnakall fór fram við at- kvæðagreiðsluna og gerðu fjöl- margir þingmenn grein fyrir at- kvæði sínu. Davíð Oddsson for- sætisráðherra sagðist gera orð Ólafs Ragnars Grímssonar, þáver- andi þingmanns, frá 1995 að sín- um um að hringamyndanir af hálfu fjölmiðla gengju þvert á nú- tímahugsun á vettvangi lýðræðis. „Ef þessi orð voru rétt árið 1995 þá eru þau enn réttari núna,“ sagði Davíð. Jónína Bjartmarz sagðist ekki sannfærð um frum- varpið stæðist stjórnarskrá. „Þess vegna get ég ekki stutt frumvarp- ið og greiði því ekki atkvæði,“ sagði Jónína. Bryndís Hlöðversdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að ekkert réttlætti þá fljótaskrift og þau hraksmánarlegu vinnu- brögð sem viðhöfð hefðu verið í málinu og Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, taldi frumvarpið háskalega vanhugsað. „Ég hafna þessum vinnubrögðum sem ganga gegn tjáningarfrels- inu,“ sagði Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Beinskeyttar umræður urðu um fjölmiðlafrumvarpið í eldhús- dagsumræðum á Alþingi í gær- kvöld og gagnrýndu stjórnarand- stæðingar ríkisstjórnina harðlega. Sjá nánar síðu 10-11. MÓTMÆLASTAÐA VIÐ SKRIFSTOFU FORSETA ÍSLANDS Nokkur hundruð manns komu saman fyrir utan skrifstofu forseta Íslands við Sóleyjargötu í gærkvöld til að leggja til við forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, að staðfesta ekki lög um eignarhald á fjölmiðlum sem Alþingi samþykkti í gær. Lögreglan var með viðbúnað á staðnum vegna samkomunnar sem fór friðsamlega fram. Samkoman var skipulögð af þremur einstaklingum, þeim Erni Bárði Jónssyni, Ólafi Hannibalssyni og Hans Kristjáni Árnasyni. GRILLVEISLA Hópur fólks hafði komið saman í fjörunni til að grilla. Viðamikið útkall: Reyndist vera gabb LÖGREGLAN Lögreglan, fjórir sjúkrabílar, einn kafarabíll og bát- ur frá lögreglunni voru sendir áleiðis að fjörunni við Skelja- granda um kvöldmatarleytið í gær eftir að tilkynning barst um að barn væri sjónum. Þegar lögreglan kom á vett- vang var ekkert barn í sjónum og alls engin hætta á ferðum. Í fjör- unni var aðeins hópur af fólki sem komið hafði þar saman og slegið upp grillveslu. Í samtali við Fréttablaðið sagði lögreglan að hún teldi víst að um gabb hefði verið að ræða og málið yrði rann- sakað sem slíkt. Jafnviðamikið út- kall og var í gærkvöldi kostar um- talsverða fjármuni. ■ Undirskriftasöfnun: 30 þúsund undirskriftir FJÖLMIÐLALÖG Tæplega 30 þúsund manns höfðu í gærkvöld skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að staðfesta fjölmiðla- lögin sem samþykkt voru á Al- þingi í gær. Undirskriftasöfnunin fór fram á vefsíðunni askorun.is auk þess sem undirskriftum var safnað víða um land um helgina. Að sögn aðstandenda söfnunarinnar söfn- uðust um 70-80% undirskriftanna á netinu. Mikill fjöldi fólks skrifaði und- ir áskorunina í gær einkum eftir að lögin voru samþykkt, að sögn aðstandenda. ■ Fjölmiðlalög samþykkt Framsóknarmennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz studdu ekki frumvarpið. Umræða um fjölmiðlafrumvarpið stóð í 84 klukkustundir samfleytt á Alþingi. Lögin bíða nú staðfestingar forseta Íslands. Hart deilt um fjölmiðlalög í eldhúsdagsumræðum. MIKIÐ REYKT Tóbaksfyrirtæki börðust gegn því að fara mætti fram á himinháar sektargreiðslur þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ● við mjög góðar undirtektir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.