Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 29
Samningamál sjómanna í ógöngum Á hinu háa Alþingi sem og í öllum fjölmiðlum er nú mikið orðaskak, sem er raunar farið að verða frekar leiðinlegt, og hart tekist á um atriði sem margir telja réttilega að snerti grundvallaratriði lýðræðisins, tján- ingarfrelsið og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og sjálfsagt eitt- hvað fleira. Fátt annað kemst að í umræðunni um þessar mundir enda er óneitanlega stórmál á ferð. Ég sá þó örlitla klausu í því dag- blaði sem mér berst alltaf frítt, Fréttablaðinu 20. maí, „Baugstíð- indum“ eins og hans háæruverð- uguheit, forsætisráðherra virðist vilja að kalla þann ágæta og að mínu viti ábyrga fréttamiðil, að hvorki gengur né rekur í samningaumleit- unum sjómanna og útgerðarmanna. Ég er nú ekki áskrifandi að „Flokkstíðindum“ Sjálfstæðisflokks- ins, Morgunblaðinu svo vel getur verið þó ég viti ekkert um það að þar sé einnig eitthvað fjallað um málið . Það væri fróðlegt að vita hvort Davíð Oddsson ætlar sér virkilega að standa upp úr forsætisráðherra- stólnum með samningamál sjó- manna öll í einum graut eins og þau hafa verið árum saman, en ég er bara alls ekki frá því að sá pakki hafi allur verið í einni hönk alla for- sætisráðherratíð „Dabba kóngs“ . Hvað er hvurs og hvurs er hvað. Auðlindin sameiginleg eign þjóðar- innar, hvaða vitleysa. Það er óþolandi fyrir þjóðina, og sjómennina, að ég tali nú ekki um út- gerðina, að ekki skuli endanlega geng- ið frá þessum málum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir hvaða útgerð sem er að þurfa að gera sín plön aðeins fjög- ur ár í senn, því mér skilst að útgerð- ir geti tæpast gert áætlanir lengra fram í tímann en fram að næstu kosn- ingum, því ekkert er í hendi. Hvað verður í framtíðinni ræðst af hverskonar stjórn verður mynd- uð að loknum hverjum kosningum. Þessum málum fyndist mér mik- ilvægara fyrir hæstvirtan sitjandi forsætisráðherra að koma á ein- hvern fastan flöt en rembast við að drepa frjálsa fjölmiðlun í landinu og virðast í leiðinni vera að vinna hörðum höndum að því að reka helst alla stóratvinnurekendur úr landi. Og þó, það þarf auðvitað að bjar- ga Mogganum. ■ 21ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 Klókindi Davíðs Oddssonar Fyndnast væri náttúrlega ef Ólafur Ragnar sæti uppi með skömmina af þessu – að hann yrði hið pólitíska fórnarlamb fjöl- miðlamálsins sökum þess að hann skrifaði undir. Það kallast að falla á eigin bragði. Því auðvitað ber Ólafur nákvæmlega enga ábyrgð á gjörningnum. Þetta er svipað og þegar mótmælin gegn Kárahnjúkum voru sem háværust og allt náttúruverndarliðið mætti til að pípa á Ingibjörgu Sólrúnu – sem kom málið voða lítið við. Er þetta ann- ars ekki enn eitt dæmið um klókindi Dav- íðs – hvernig hann leikur alltaf á okkur öll og stendur að lokum uppi sigurvegari? Ég hef stundum sagt að slægð Davíðs sé dýrs- leg. Þetta er ekki spurning um gáfur, held- ur eðlisávísun. Davíð á bara eina hugsjón – að hanga á völdum sínum hvað sem það kostar. Honum tekst það alveg bærilega. Frægt er þegar Danakóngur hitti Jónas frá Hriflu og sagði við hann: „Spiller De stadig- væk den lille Mussolini?“ Á þetta ekki bara ágætlega við á vorum dögum? Egill Helgason á strik.is Blikur á lofti Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið talinn með sterkasta kjarnafylgið. Hvort að skýringin á því sé öflugt flokkstarf eða vel ígrunduð hugsjónarvinna skal ósagt látið en líklegast er þó að blöndu af hvoru tveggja þurfi til. Nú eru blikur á lofti um að ekki einungis gangi hratt á stuðning óá- kveðinna kjósenda Sjálfstæðisflokksins heldur hafi nú einnig verið gengið fram af hluta kjarnafylgis. Að kjósendur sem hing- að til hafa verið taldir tryggir stuðnings- menn séu ekki lengur vissir í sinni sök. Brynjólfur Stefánsson á deiglan.com Glansmynd hverfur Stöðugt fleiri gera sér nú grein fyrir raun- verulegu eðli árásarstríðs Bandaríkja- manna og Breta í Írak. Myndbirtingar og frásagnir sjónarvotta hafa rifið niður þá glansmynd sem ráðamenn reyndu að draga upp af stríðinu með tilstyrk fjölmiðla. Sjónarmið á fridur.is Ólög frá Alþingi Fyrirsjáanleg löggjöf um fjölmiðla er ekk- ert annað en ólög, beint gegn ákveðnum aðilum og hentar einkar vel fyrir aðila þóknanlegum ákveðnum mönnum. Ég vona að þetta frumvarp nái ekki fram að ganga, ég efast um að þingmenn stjórnar- liðsins hafi það mikið bein í nefinu að þeir standi á sannfæringu sinni og því mun frumvarpið ná fram á þingi. Þá er sá möguleiki að forseti Íslands neiti að skrifa undir lögin og leggi málið í hendur þjóð- arinnar. Ef það gengur ekki mun næsta skref verða að Norðurljós kæri ríkið til dómstóla vegna laganna og ef þau vinna málið þar verður þetta mál aðeins ein ákúran enn á hendur ríkisstjórninni, af nógu er að taka og svo mun verða lengi enn. Ólafur Ingi Guðmundsson á politik.is Vandinn í hnotskurn Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala meira um fjölmiðlafrumvarpið. En þó. Það er athyglisvert að vefmiðillinn and- riki.is sem heldur úti Vefþjóðviljanum birt- ir sunnudaginn 23. maí 2004 skoðana- könnun sem sýnir að tæplega 30% lands- manna hafa kynnt sér fjölmiðlafrumvarp- ið vel og þar af aðeins 5% mjög vel. Engu að síður skekur málið þjóðfélagið allt þessa dagana. Ætla mætti að þar sem fjöl- miðlar fjalla stöðugt um meðferð málsins í þinginu að fólk teldi sig almennt vel upplýst um málið sjálft. En þetta þekking- arleysi sýnir einmitt vandann í hnotskurn. Benedikt Jóhannesson á heimur.is Frjáls þjóð Það er vandalaust að nota hugtakið „frjáls þjóð“ um hvaða þjóð sem er ef maður fellst á að stjórnvöld á hverjum stað hafi skilyrðislausan rétt til skammta fólki frelsi og mannréttindi eftir geðþótta. Ef til vill hugnast forsætisráðherra slíkt stjórnarfar í reynd betur en hann fæst nokkurn tíma til að viðurkenna. SH á murinn.is Yfirmönnuð stofnun Eftir þessa upptalningu læðist að manni sá grunur að RÚV sé yfirmönnuð stofnun og einnig kemur í ljós að samhengið á milli útsendingartíma sjónvarps og út- varps er ekki í rökréttur samhengi við starfsmannafjöldann, sérstaklega ef starfsmannafjöldi Íslenska útvarpsfélags- ins er skoðaður til samanburðar. Því hefði verið nær að þegar útvarpsstjóri fór þess á leit við menntamálaráðherra í upphafi árs að hækka afnotagjöldin, að mennta- málaráðherra hefði gert þá kröfu að stofnunin RÚV hagræddi í rekstri sínum. Bjarki Már Baxter á frelsi.is AF NETINU GUÐMUNDUR SESAR MAGNÚSSON SKRIFAR UM SAMNINGAMÁL SJÓMANNA Það væri fróðlegt að vita hvort Davíð Oddsson ætlar sér virkilega að standa upp úr forsætis- ráðherrastólnum með samningamál sjómanna öll í einum graut eins og þau hafa verið árum saman.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.