Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 12
12 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR BRAGÐGÓÐ KLÆÐI Samia og Dominique klæddust kjólum úr rækjum og sítrusávöxtum þegar þær voru viðstaddar Chelsea-blómasýninguna í London. Hátt olíuverð hefur víða áhrif en heimsmarkaðsverð lækkaði þó lítillega í gær: Fargjöld strætó hækka ekki OLÍUVERÐ „Við gerum ráð fyrir breytingum á eldsneytisverði á árs- grundvelli og þessar hækkanir að undanförnu eru enn innan þeirra marka,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, vegna þeirra eldsneytishækkana sem ver- ið hafa undanfarið. Strætó er einn stærsti notandi eldsneytis hér á landi og olíukaup stór kostnaðarlið- ur hjá fyrirtækinu. Ásgeir telur að grípa þurfi til einhverra aðgerða fari svo að verðið verði áfram eins hátt og verið hefur. „Það verður að láta reyna á það en auðvitað hefur þetta allt áhrif en ómögulegt er að spá um til hvaða aðgerða verður gripið. Ljóst er þó að við munum ekki grípa til fargjaldshækkana heldur fremur að þrengja beltið annars staðar hjá fyrirtækinu.“ Heimsmarkaðsverð á olíu lækk- aði lítillega í gær eftir að stærsti ol- íuframleiðandi heimsins, Sádí Arab- ía, ákvað að auka framleiðslu sína til að slá á hræðslu um versnandi efnahag vestrænna þjóða í kjölfar þeirra hækkana sem orðið hafa und- anfarið. Verð er engu að síður enn afar hátt og ekki er víst að um frek- ari lækkanir verði að ræða þar sem hin olíuframleiðsluríkin innan OPEC eru afar ósátt við þessa ákvörðun þar sem slíkt á að ákvarð- ast á fundum en ekki hjá hverju og einu ríki fyrir sig. ■ LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA KÓPAVOGSBÆJAR ÁRSFUNDUR 2004 Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn fimmtudaginn 27. maí 2004 kl. 16.00 í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð. Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. Önnur mál. Allir sjóðfélagar, þ.m.t eftirlaunaþegar, eiga rétt til fundarsetu og eru allir viðkomandi hvattir til að mæta. Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur til breytinga á samþykktum eða ársreikning sjóðsins fyrir fundinn er bent á að hafa samband við Magnús Bjarnason framkv.stjóra sjóðsins, netfang: mbjarnason@kopavogur.is eða í síma 570 1500 Kópavogi, 30. apríl 2004 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar Sonur minn slapp frá barnaníðingi – hefur þú séð DV í dag? FYRIRHUGAÐ ÞJÓÐGARÐSSVÆÐI Hlaupi engin snurða á þráðinn má búast við að opinber þjóðgarður norðan Vatnajökuls verði opnaður árið 2012. Fastlega má búast við að reynt verði að koma þjóðgarðinum á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna þegar fram líða stundir. Vatnajökulsþjóð- garður árið 2012 Gangi hugmyndir þverpólitískrar nefndar sem gert hefur tillögur um stofnun þjóðgarðs eftir mun stærsti þjóðgarður landsins verða að veruleika eftir átta ár. Rík sátt er um tillögurnar hjá náttúruverndarsinnum. UMHVERFISMÁL Svæðið norðan Vatnajökuls býður upp á einstaka möguleika á stofnun þjóðgarðs sem mundi með nauðsynlegum aðgerðum styrkja ferðaþjónustu og byggð í grenndinni. Þetta eru niðurstöður nefndar sem falið var að koma með tillögur að stofnun þjóðgarðs norðan þessa stærsta jökuls Evrópu og Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra kynnti í gær. Telur nefndin að samhliða ákvörðun um stofnun þjóðgarðs á þessu svæði þurfi að huga vel að uppbyggingu aðstöðu til að taka með góðu á móti þeirri umferð ferðamanna sem gert er ráð fyrir að aukist til muna gangi allar hug- myndir eftir. Umhverfisráðherra segir að komið hafi í ljós að svæðið sem um ræðir er einstakara en áður var talið. „Það kom í ljós þegar farið var að skoða hugmyndir um þjóðgarð norðan Vatnajökuls að þegar svæðið er borið saman við sambærilegar náttúruminjar ann- ars staðar í heiminum ber Vatna- jökulssvæðið höfuð og herðar yfir önnur svæði. Þarna er afar til- komumikið samspil lands, íss og elda og í raun ótrúlegt hvað land- svæðið hefur að geyma mörg nátt- úrufyrirbæri sem eru einstök á heimsmælikvarða.“ Áætlanir gera ráð fyrir að um- ferð ferðamanna aukist um allt að fimm prósent árlega frá því sem nú er á þessum slóðum með til- komu betri vega og aðstöðu á svæðinu en stofnkostnaður vegna byggingar þjónustumiðstöðva og uppsetningu merkinga verði 600 milljónir króna. Annar rekstar- kostnaður yrði 140 milljónir króna en nokkur fyrirtæki á borð við bandaríska álrisann Alcoa og Landsvirkjun hafa sýnt áhuga á að styðja við þetta verkefni með fjárframlögum. Þau framlög kæmu að einhverju leyti til móts við heildarkostnað ef af yrði. Náttúruverndarsamtök Ís- lands, sem og Landvernd, lýsa ánægju með tillögur nefndarinnar enda sé farið nákvæmlega eftir reglum Alþjóða náttúruverndar- samtakanna eins og nefndin leggur til að gert verði. albert@frettabladid.is HUGMYNDIRNAR KYNNTAR Umhverfisráðherra segir mikilvægt að koma á umræðu í þjóðfélaginu um væntanlegan þjóðgarð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FARGJÖLD HÆKKA EKKI Framkvæmdastjóri Strætó segir að ekki standi til að hækka fargjöld til að mæta auknum útgjöldum vegna olíuverðsins sem er stór hluti rekstrarkostnaður hjá fyrirtækinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.