Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 Dorrit á kjól vik- unnar í Danaríki FÓLK Forsetafrúin Dorrit Moussaieff vekur athygli hvar sem hún kemur og á dögunum heillaði hún Dani í brúðkaupi Friðriks prins og Mary Donald- son. Danska Billed Bladet gaf út sérblað eftir brúðkaupið með fjölda mynda af brúðhjónunum og gestum þeirra. Blaðið valdi af þessu tilefni kjól vikunnar. Sigurkjólinn átti „hin fallega ís- lenska forsetafrú“ eins og Billed Bladet kallaði Dorrit, en hún mætti í honum til hátíðardag- skrár sem var haldin brúð- hjónunum til heiðurs í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn. Þess má til gamans geta að þessi aukaútgáfa af Billed- blaðinu er uppseld á Íslandi. ■ DORRIT MOUSSAIEFF Þessi glæsilegi gyllti kjóll hennar var valinn „kjóll vikunnar“ af danska Billed-blaðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.