Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 47
39ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 VIÐ AFNEMUM 24.5% VIRÐISAUKASKATT AF DVD!* Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind TAX FREE DAGAR *JAFNGILDIR 19,68% afslætti! Ævar Örn Jósepsson, rithöf-undur og dagskrárgerðar- maður, á annasama helgi að baki. Þá var Glerlykillinn afhentur með pomp og prakt auk þess sem ráð- stefna Hins íslenska glæpafélags og Félags norrænna glæpasagna- höfunda, Skandinaviska kriminal- sällskapet, fór fram. Við það til- efni kaus Félag norrænna glæpa- sagnahöfunda sér nýjan forseta og var Ævar Örn kjörinn í emb- ættið. „Ég veit satt best að segja ekki nákvæmlega hvert mitt hlut- verk er,“ segir Ævar, „en vonandi verður þetta ekki alltof mikil vinna. Félag norrænna glæpa- sagnahöfunda er regnhlífarsam- tök yfir glæpafélög á Norðurlönd- um og ég verð vonandi bara hafður upp á punt,“ bætir hann við og hlær. Félagið er nú á sínu fjórtánda starfsári, en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur veitir því for- stöðu. Uppskeruhátíð félagsins, Glerlykillinn fór einmitt fram hér á landi um helgina og Ævar segir sigurvegarann í ár, Norðmanninn Kurt Aust vel að Glerlyklinum kominn, þó hann hafi vitaskuld haldið með okkar manni Viktori Arnari Ingólfssyni. „Það voru reyndar nokkrar bækur sem erfitt var að gera upp á milli, en það er ekkert upp á það að klaga að Aust hafi hreppt hnossið,“ bætti Ævar við. Sjálfur situr hann sveittur við skriftir um þessar mundir, en hann vinnur að nýrri skáldsögu sem hann stefnir á að koma út fyrir jól. Síðast sendi hann frá sér reyfarann Skítadjobb fyrir jólin 2002, sem hlaut góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. ■ „Verð vonandi hafður upp á punt“ Landbúnaðarnefnd mætti í Val-höll til galaveislu um helgina í boði Sjálfstæðisflokksins. Mun þetta vera í röð matar- boða sem Sjálfstæðis- flokkurinn stendur fyr- ir og sást meðal ann- ars til nefnd- armanna sjávarút- vegsnefndar eftir gott boð í síðustu viku. Að sjálfsögðu var Guðni Ágústsson mættur og var nokkuð skemmti- legur að því Fréttablaðið frétti. Ekki er vitað hvort boðið var upp á fisk í veislu sjávarútvegsnefnd- ar en að minnsta kosti þótti við hæfi að bjóða landbúnaðarnefnd upp á hið íslenska lambakjöt og hefur Guðni eflaust sagt að það væri nú gott, íslenska lambið. Þó svo Hrókurinn hafi hætt aðvera keppnisfélag, þá leggur það ekki upp laupana eins og fram kemur fyrr í blaðinu. Nú eru þeir búnir að breyta vefsíð- unni hrokurinn.is, þannig að hún er orðin að allsherjarvefsvæði fyrir risaskákmaraþon sem Hrafn Jökulsson æltar að etja gegn fjölmörgum Íslendingum í Smáralind næsta föstudag. Ætl- unin er að tefla í 30 klukkustund- ir gegn allt að 200 áskorendum. Fjölmargir áskorendur hafa skráð sig, meðal annars má finna nöfn Andreu Gylfadóttur og Ladda þeirra á meðal. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Kristinn H. Gunnarsson. Jarno Trulli. George Bush. TÍMAMÓT ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON, ■ forseti Félags norrænna glæpasagnahöfunda. ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Vonar að nýja embættið kosti sig ekki of miklar annir. Lárétt: 1hali,5ull,6sr, 7gt, 8ske,9 ikon,10um,12ort, 13lóm,15aa,16 eril,18gæfi. Lóðrétt: 1 hugguleg,2alt,3ll,4prentaði, 6skora,8sko,11mór, 14mig,17læ. ■ FÓLK Í FRÉTTUM 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 tagl, 5 reyfi, 6 öfug röð, 7 skammstöfun, 8 gerast, 9 helgimynd, 10 varðandi, 12 samið, 13 fugl, 15 tveir eins, 16 gestagang, 18 spaki. Lóðrétt: 1 vel útlítandi, 2 rödd, 3 tveir eins, 4 gaf út lesefni, 6 rauf, 8 sjáðu til, 11 eldsneyti, 14 flugvélategund, 17 svik. Lausn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.