Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 46
38 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Síðastliðinn föstudag færðimyndlistarmaðurinn Erling Þ.V. Klingenberg myndlistar- manninum Jeff Koons síðbúna af- mælisgjöf í veislu er haldin var í bandaríska sendiráðinu. „Fyrir nokkrum árum vann ég listaverk þar sem ég skeytti saman andlits- myndum af mér og nokkrum frægum listamönnum sögunnar,“ segir Erling. „Oftast þurfti ég að aðlaga smáatriði eins og bil á milli augna eða lengd á nefi annaðhvort að mér eða hinum listamönnun- um. Svo skeytti ég saman mynd af mér og Jeff Koons og þá þurfti ég ekki að breyta neinu. Mér fannst þetta svolítið sérstakt en tveimur árum seinna var ég staddur í New York og hitti þá af tilviljun aðstoð- armenn Koons sem voru að fara að halda afmælisveislu fyrir lista- manninn. Þá komst ég að því að við áttum sama afmælisdag þann 21. janúar. Ég ákvað að senda hon- um afmæliskort í tilefni af þessu en svo var það ekki fyrr en í veisl- unni í sendiráðinu að ég hitti hann fyrst.“ Tilefni veislunnar var opnun á sýningu frá bandarískum lista- mönnum í Listasafni Íslands. „Ég skammaði hann fyrir að hafa ekki svarað afmæliskortunum mínum og gaf honum upp á grín afmælis- gjöf en það var andlitsmyndin sem var gerð eftir andlitum okkar beggja. Jeff Koons þakkaði mér vel fyrir og sagði gjöfina vera einn af hápunktum dvalarinnar hér á landi. Hann lofaði að hugsa hlýlega til mín á næsta afmælis- degi okkar og vill fá að endur- gjalda mér gjöfina.“ ■ SAMRUNI LISTAMANNA Erling Klingenberg gaf Jeff Koons síðbúna af- mælisgjöf í tilefni af því að þeir eiga sama af- mælisdag og eru með eins andlitsfall. Á milli þeirra stendur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, James I. Gadsen. ,,Ég á fullt af myndum og hlutum sem ég gerði! Mér fannst mjög gaman“. Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Þetta var sýning sem var ekkertauglýst heldur var nokkrum sérvöldum dreifiaðilum boðið að horfa á myndina,“ segir Skúli Malmquist, annar framleiðandi kvikmyndarinnar Næsland. „Til að mæta á svæðið þurfti fólk að staðfesta komu sína og allir sem fengu boð létu sjá sig.“ Næsland hlaut jákvæð við- brögð áhorfenda í Cannes og samningar við nokkra dreifing- araðila eru nú þegar í höfn. „Stemningin var mjög góð og við náðum samningum við kaup- endur í Japan, Taívan og Sviss en viðræður eru enn í gangi við nokkur landsvæði.“ Kvikmyndin Næsland fjallar um hvernig finna má vináttu á undarlegustu stöðum. „Sagan segir frá Jed, sem er leikinn af Martin Compston sem fór með aðalhlutverkið í Sweet Sixteen. Jed er þroskaheftur og er í leit að tilgangi lífsins en hann er þess fullviss um að hafi fundið svarið þegar hann finnur Max, sem er leikin af Gary Lewis.“ Handritið að myndinni er eftir Huldar Breiðfjörð en hann á að baki skáldsöguna Góðir Ís- lendingar og handritið að kvik- myndinni Villiljós. „Þetta er mjög fallegt handrit en best að láta ekki of mikið uppi um fram- vindu myndarinnar. Handritið var í þróun hjá Zik Zak í þrjú til fjögur ár og þegar kom að því að finna leikstjóra var Friðrik Þór sá eini sem kom til greina til að meðhöndla þetta viðfangsefni. Það má eiginlega segja að Næs- land sé lokaþátturinn á nokkurs konar þríleik Friðriks Þórs sem hófst með Börnum náttúrunnar. Þessar myndir, ásamt Englum alheimsins, eiga það allar sam- eiginlegt að taka á viðkvæmum málum og Friðriki ferst það svo vel úr hendi.“ Kvikmyndin Næsland verður frumsýnd á Íslandi um mánaða- mótin september/október. ■ KVIKMYNDIR ■ Framleiðendur kvikmyndarinnar Næs- land buðu dreifingaraðilum til sýningar á myndinni í Cannes. Samningar við kaupendur í Japan, Taívan og Sviss fylgdu í kjölfarið. ■ FÓLK Í FRÉTTUM Næslandi vel tekið í Cannes JED OG MAX Gary Lewis og Martin Compston fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Næsland eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Egill Helgason bregst ekki ískemmtilegum fréttum. Hann segir nú frá því að hafa hitt mann sem kynnti sig sem Jón Gerald Sullenberger. Við hann talaði hann í dágóða- stund og segir hann hafa virst sem hinn geðugasti náungi. Ekki eru það allir sem hafa spjallað við þennan örugglega mæta mann, sem hálf þjóðin var ekki viss um hvort væri yfirleitt til, hér ekki fyrir svo löngu. Það hafa ýmsir fundið Kreml-arbrag af skoðanakönnun Vef- þjóðviljans um stuðning við stjórnmála- flokkana sem PARX-við- skiptaráðgjöf IBM gerði fyrir vefritið. Er það ekki með Sovét- vísun, heldur er vísað til þess er Kremlverjarn- ir, með Eirík Bergmann Einars- son í forsvari, létu Gallup gera skoðanakönnun fyrir sig til að at- huga hug þjóðarinnar til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færi í framboð á landsvísu fyr- ir Samfylk- inguna. Fáir reikna með að skoðanakönn- un Vefþjóð- viljans vekji jafn mikla eftirtekt og Kremlarkönn- unin, né held- ur hafi jafn mikil áhrif. Samlík- inguna finna menn í því að líkleg- ast verður að telja að stjórnmála- flokkur standi á bak við þessar kannanir en ekki vefmiðlarnir sjálfir. Í tilfelli Kremlar væri það þá samfylkingarfólk, hjá Vefþjóð- viljanum sjálfstæðismenn. Blaðamaður á DV hefur nokkr-ar áhyggjur af þessari könn- un Vefþjóðviljans á vefsvæði blaðamanna, Press.is. Hann telur spurninguna vera of opna, en hún var orðuð svo „Ertu fylgjandi eða andvíg/ur því að fyrirtæki sem talin eru markaðsráðandi, til dæmis olíufélög, tryggingafélög eða matvörukeðjur, megi eiga ráðandi hlut í fjölmiðlum sem reka fréttastofur?“ Hann segir að fylgjendur fjölmiðlafrumvarps- ins túlki niðurstöður af svari þessarar spurningar sem svo að helmingur þjóðarinnar sé fylgj- andi téðu frumvarpi. Reyndar kemur í ljós að kona hans lenti í úrtakinu og þótti henni spyrillinn ekki hafa nægar forsendur til að skýra hvað í þessari spurningu felst, þar sem ekki gat hann út- skýrt hvað meint væri með mark- aðsráðandi fyrirtæki og ráðandi hlut. Hver sá sem eitthvað hefur tengst svona könnunum veit lík- lega að spyrjendur eru bara að spyrja og hafa oft ekki hugmynd um hvað í spurningunum felst, enda eru þeir bara í þessu fyrir peningana. Jeff Koons fékk sérstaka gjöf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.