Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 41
Skáldaspírukvöldin svo-nefndu, sem haldin hafa ver- ið á Jóni forseta við Aðalstræti, hafa nú flutt sig um set yfir í Kaffi Reykjavík. Fyrsta kvöldið á nýja staðnum verður í kvöld, og þar ætla að lesa úr verkum sínum þeir Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson. Einnig lesa þar úr verkum sínum þau Halldóra Thoroddsen, Birgitta Jónsdóttir, Snæbjörm Brynjarsson og Steinunn Gunn- laugsdóttir, en hún komst í úrslit ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddunnar á dögunum. „Það var frekar erfitt að fá nógu gott næði á Jóni forseta,“ segir Benedikt Lafleur, sem hef- ur skipulagt skáldaspírukvöld- in, um ástæðu þess að skipta um húsnæði. Í vetur voru gerðar gagnger- ar breytingar á húsnæði Kaffi Reykjavíkur. Innréttuð var að- staða til ráðstefnu- og fundar- halda á efri hæðum hússins. Á annarri hæðinni eru fjórir salir, mismunandi stórir, og svo er fimmti salurinn á þriðju hæð- inni, sem er stærstur þeirra allra. „Áður var þetta bara ball- dæmi á fyrstu hæðinni, en nú erum við komnir með ráðstefnu- aðstöðu fyrir allt frá fimm og upp í fimm hundruð manns,“ segir Guðmundur Thor Guð- mundsson á Kaffi Reykjavík. „Við innréttuðum líka þennan sérstæða ísbar, sem hefur vakið mikla athygli, bæði útlendinga og Íslendinga. Og svo erum við auðvitað með matseðil áfram. Til dæmis er nautalundin hjá okkur á 2.900 krónur, sem kost- ar 4.900 krónur á Holtinu – alveg sami maturinn.“ ■ ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 33 ...símjúkur á brauðið N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 6 2 9 0 / S IA Eldri borgarar Hin sívinsæla 8 daga hringferð um Norðausturland 21.-28. júní nk. Reykjavík - Hornafjörður - Breiðdalsvík - Egilsstaðir - Mjóifjörður - Kárahnjúkar - Norðfjörður - Raufarhöfn - Hljóðaklettar - Dettifoss - Akureyri - Kjölur - Reykjavík VERÐ AÐEINS KR. 71.000 Innifalið í verði: Gisting, kvöldverður, morgunverður og nesti. Skráningar þurfa að berast fyrir 29. maí í síma 892 3011 FERÐAKLÚBBUR ELDRI BORGARA HANNES HÁKONARSON. ALLIR ELDRI BORGARAR VELKOMNIR. ■ BÓKMENNTAKVÖLD Að brjóta valhnetu með slaghamri Þetta er eins og að brjóta uppvalhnetu með slaghamri,“ seg- ir doktor Louise Crossley um framkvæmdirnar við Kára- hnjúkavirkjun. „Það er gjörsam- lega yfirdrifið að fórna svona miklu fyrir bara 450 störf.“ Crossley, sem er bæði um- hverfisfræðingur og vísindasagn- fræðingur, hefur langa reynslu af bæði kennslu í umhverfisfræðum og baráttu fyrir umhverfis- málum. Í kvöld ætlar hún að flytja fyr- irlestur í húsakynnum Reykjavík- urAkademíunnar við Hringbraut, þar sem hún ætlar að segja frá baráttu umhverfissinna í Tasman- íu gegn stórri virkjun, sem þeir komu í veg fyrir að yrði reist þar. Hún ætlar að lýsa mismunandi að- ferðum sem náttúruverndar- sinnar þar beittu, og fjalla einnig um það hvernig stjórnvöld og fyrirtæki brugðust við þessum mismunandi aðferðum. „Það er margt líkt með Tasmaníu og Íslandi,“ segir hún. „Þar býr innan við hálf milljón manns og þeir eru með þriðja heims stefnu í iðnvæðingu með alla áherslu á vinnslu og útflutning hráefnis.“ Þegar hún frétti af áformunum um Kárahnjúkavirkjun varð hún hreinlega fyrir áfalli og ákvað að koma hingað, bæði til þess að kynna sér framkvæmdirnar af eig- in raun og til þess að fræða Íslend- inga um baráttuna gegn Franklin- virkjuninni á Tasmaníu. ■ LOUISE CROSSLEY Hún flytur fyrirlestur í kvöld í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar um baráttu umhverfisverndarsinna gegn virkjun í Tasmaníu er leiddi til frægs sigurs. ■ FYRIRLESTUR Skáldaspírur á nýjum stað BENEDIKT LAFLEUR Skipuleggur skáldaspírukvöld á Kaffi Reykjavík. Í kvöld koma meðal annars Einar Már Guðmundsson og Einar Kára- son fram og lesa úr verkum sínum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.