Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 6
6 13. júní 2004 SUNNUDAGUR Áratug eftir fjöldamorðin í Srebrenica: Bosníu-Serbar viðurkenna fjöldamorðin í fyrsta sinn SARAJEVO, AP Háttsettir Bosníu- Serbar hafa nú í fyrsta sinn viður- kennt að hersveitir á þeirra veg- um hafi framið fjöldamorð á um 8.000 múslimum í borginni Srebr- enica í júlí árið 1994 þegar borg- arastríðið í fyrrverandi Júgó- slavíu stóð sem hæst. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu óháðra aðila. Srebrenica var á þessum tíma einn af svokölluðum griðastöðum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu og gættu hollenskir friðargæsluliðar borgarinnar. Hersveitir Bosníu- Serba hertóku borgina hins vegar mótspyrnulaust og á næstu dög- um á eftir hurfu um 8.000 karl- menn og ungir drengir sporlaust. Alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll í málefnum fyrrum Júgóslavíu hef- ur lýst því yfir að þarna hafi ver- ið framið þjóðarmorð en þar til nú hafa Bosníu-Serbar ekki viljað viðurkenna sök sína í málinu. Í fyrra skipuðu stjórnvöld Bosníu-Serba óháða rannsóknar- nefnd lögfræðinga og dómara til að rannsaka atburðina í Srebr- enica og samkvæmt skýrslunni liggur nú fyrir að ráðamenn hafa viðurkennd ábyrgð Bosníu-Serba á fjöldamorðunum. Í Bosníustríð- inu, sem stóð frá 1992 til 1995, féllu 250 þúsund manns. ■ Kostnaður hugsan- lega ofmetinn Kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin nær líklega ekki 50 milljónum. Forsætisráðherra sagði við fjölmiðla að gera ætti ráð fyrir 100-200 milljóna króna kostnaði vegna málsins. ÞJÓÐARATKVÆÐI Samkvæmt út- reikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráð- herra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. Þegar hann var beðinn að útskýra þá tölu nánar sagði hann að þar kæmi inn í prentunar- og dreifing- arkostnaður við frumvarpið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru um 213 þús- und manns á kjörskrá. Prentsmiðj- an Gutenberg prentar töluvert af efni fyrir Alþingi. Þar fengust þær upplýsingar að kostnaður við prentun frumvarpsins í 213 þús- und eintökum væri rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Kostnaður við dreifingu frum- varpsins til allra kosningabærra manna með Íslandspósti myndi nema um 6,7 milljónum. Í síðustu fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum 27 milljónum vegna forsetakosninganna í sumar. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna þjóðaratkvæðagreiðs lunnar sjálfrar verði svipaður enda um mjög sambærilegt fyrirkomulag að ræða. Aðeins er prentaður einn kjörseðill og kosið er um hið sama í öllum kjördæmum ólíkt því sem gert er í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum. Samtals nemur kostnaðurinn því um 34,4 milljónum króna. Fréttablaðið hafði samband við forsætisráðuneytið vegna þessa máls. Spurt var hvaða aðrir þætt- ir kæmu inn í kostnað vegna þjóð- aratkvæðagreiðslunnar en prent- un og dreifing frumvarpsins auk kostnaðs vegna atkvæðagreiðsl- unnar sjálfrar. Ekki fengust nein- ar frekari upplýsingar frá ráðu- neytinu og vildi Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fyrst yrði nefnd sem stofnuð var til undirbúnings lagasetningar um þjóðaratkvæðagreiðslu að skila áliti sínu. sda@frettabladid.is Grunaður um ölvun: Keyrði út í tjörn UMFERÐARSLYS Betur fór en á horfð- ist þegar bíll keyrði út í tjörn rétt fyrir utan Flateyri á fimmta tíman- um í fyrrinótt. Að sögn Lögreglunnar á Ísafirði fór allur bíllinn í kaf og tókst öku- manninum með naumindum að koma sér út úr bílnum. Hann þykir hafa sloppið ótrúlega vel og er lítið lemstraður. Slökkviliðið á Ísafirði náði bílnum á flot í gærmorgun og er hann mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Bílstjórinn sagði að sauðfé hafi hlaupið í veg fyrir bílinn með þessum afleiðingum en lögreglan grunar hann um ölvunarakstur. Málið er í rannsókn. ■ MÆTT Á KJÖRSTAÐ Kjósendur fengu frið en ráðist var á lög- reglumenn. Kosningaóeirðir: Ráðist á lögreglu NORÐUR-ÍRLAND, AP Kaþólsk ung- menni réðust að lögreglu vopnuð bensínsprengjum, múrsteinum, grjóti og blöðrum fylltum af máln- ingu. Árásin var gerð þegar lögreglu- mennirnir fluttu atkvæði sem voru greidd í Belfast til talningar. Nokkr- ar bifreiðar skemmdust í árásinni en einu meiðslin voru þau að einn kosn- ingastarfsmaður skarst á fingri. Gerry O’Hara, bæjarstjóri í Belfast, sagði árásir sem þessar nokkurs konar hefð. Ráðist hefur verið á lögreglumenn við flutning at- kvæðakassa við nær allar kosningar frá því á níunda áratugnum. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Í hvaða stofnun á Akureyri kom eldurupp í fyrrakvöld? 2Hvaða frambjóðandi til embættis for-seta Íslands hélt um helgina framboðs- fund í Kaupmannahöfn? 3Evrópukeppnin í fótbolta hófst í gærog mun hún standa fram í júlíbyrjun. Hvar fer keppnin fram? Svörin eru á bls. 38 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Flott dagbók fyrir hressar galdrastelpur, stútfull af alls kyns skemmtilegu efni og dagbók frá og með 1. júlí '04 til 30. júní '05. Mögnuð dagbók! Bætiefni í Bónus: Sýslumaður setur lögbann LÖGBANN Sýslumaðurinn í Reykja- vík hefur sett lögbann við sölu á bætiefninu Life Extension sem heildverslunin Arnarvík ehf. hefur selt til verslana Bónus undanfarnar vikur. Heildsalan Celsus heilsu- og hjúkrunarvörur ehf. krafðist lög- bannsins, en hún hefur í nokkur ár flutt inn vörur undir sama heiti og telur sig hafa öðlast vörumerkja- vernd á heitinu og umbúðum var- anna. Arnarvík ehf. er, með lög- banninu, óheimilt að flytja inn og selja bætiefni undir þessu nafni. Bónus hefur hætt að selja vöruna í verslunum sínum. ■ Ástralía: Hneyksli skek- ur stjórnvöld ÁSTRALÍA Fyrir þrettán árum síðan var sú ákvörðun tekin af áströlskum stjórnvöldum að láta almenning ekki vita að blóð í blóðbönkum á ákveðn- um svæðum í landinu væri líklega sýkt af lifrarbólgu C. Afleiðingar þessa eru að yfir 20 þúsund manns hafa smitast af veir- unni og eru aðeins átta þúsund þeirra enn á lífi. Hefur enn fremur komið fram að vegna lélegra gagnaskráa margra sjúkrastofnana í landinu séu líkur á að mun fleiri séu sýktir en viti ekki af því. Áströlsk stjórnvöld hafa beðist afsökunar en vísa á bug öllum hugmyndum um skaðabætur af neinu tagi. ■ Kvennastyrkur: Áhorfandinn verðlaunaður LISTSKÖPUN Guðrún Vera Hjartar- dóttir hlaut 250 þúsund króna styrk fyrir framlag sitt til myndlistar úr minningarsjóði Guðmundu S. Krist- insdóttur frá Miðengi. Sjóðnum er ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna og var afhentur við opnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnar- húsinu í gær. Listamaðurinn Erró stofnaði sjóðinn í minningu Guðmundu frænku sinnar sem arfleiddi hann að húsi sínu að Freyjugötu 34. And- virði íbúðarinnar er uppistaða sjóðsins og er árlega veitt úr hon- um, nú í sjöunda sinn. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafn. ■ KOSTNAÐUR VIÐ ATKVÆÐAGREIÐSLUNA SVIPAÐUR OG Í FOR- SETAKOSNINGUM Kostnaður vegna atkvæðagreiðslu: 27 milljónir Kostnaður vegna prentunar frumvarps: 700 þúsund Kostnaður við dreifingu frumvarps á 213.000 heimili: 6,7 milljónir Samtals: 34,4 milljónir DAVÍÐ ODDSSON Davíð sagði að loknum samráðsfundi um þjóðaratkvæðagreiðslu á þriðjudag að kostnað- urinn næmi á bilinu 100-200 milljónir. Hugsanlega hefur það verið ofmetin upphæð því kostnaður við atkvæðagreiðsluna og prentun og dreifingu frumvarpsins er rúmar 34 milljónir króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FYRIR STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLNUM Bosníu-Serbinn Radislav Krstic er einn af herforingjunum sem þurft hefur að svara til saka fyrir glæpina í Bosníustríðinu. ÁHORFANDI, 1996 Verk Guðrúnar Veru Hjartardóttur. Hún hlaut styrk úr sjóði Guðmundu S. Krist- insdóttur að upphæð 250 þúsund fyrir framlag sitt til mynd- listar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.