Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 40
32 13. júní 2004 SUNNUDAGUR
„Ég hef unnið svo mikið með sjó-
inn að í þetta skiptið langaði mig
að fá sjóinn í samvinnu við mig og
láta hann vinna fyrir mig,“ segir
Marisa Navarro Arason ljós-
myndari, sem hefur opnað ljós-
myndasýningu í Hafnarborg í
Hafnarfirði.
Hún hefur tekið fjölmargar
ljósmyndir af hafinu í ýmsum
birtingarmyndum þess og meðal
annars sýnt þær myndir í Bologna
á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem
hét Óratoría hafsins.
„Þarna sýndi ég karakter hafs-
ins og breytileg form þess, öldur
og brim og skap hafsins.“
Ári síðar tók hún þátt í samsýn-
ingu í Hallormsstaðarskógi þar
sem hún hafði tekið myndir af
hafsbotninum og sýndi þær í köss-
um sem voru fylltir af vatni. Enn-
fremur sýndi hún árið 2001 í lista-
miðstöðinni Straumi ljósmyndir
af þara og öðrum gróðri í sjónum,
þannig að hafið hefur verið henni
mög hugleikið í ljósmyndum.
„En núna á þessari sýningu í
Hafnarborg fékk ég hafið til liðs
við mig þannig að ég tók gamlar
ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í
mismunandi langan tíma.“
Smám saman fóru myndirnar
að grotna niður og leysast upp.
Pappírinn fór að springa og litirn-
ir að blandast saman. Á endanum
breyttust þessar gömlu ljósmynd-
ir í alveg nýjar myndir, sem
næstu vikurnar verða til sýnis í
Hafnarborg.
„Ég hjálpaði til með því að
pressa myndirnar og þurrka þær.
Stundum tókst þetta og stundum
ekki. Ég þurfti að henda mörgum
myndunum vegna þess að þær
urðu bara ónýtar.“
Stundum tókst þó vel til og út-
koman er alveg einstök. Myndirn-
ar hefur Marisa stækkað og látið
prenta.
„Þetta eru upphaflega ljós-
myndir sem ég tók þegar ég var
nýkomin til Íslands. Mér finnst
ljósmyndir alltaf vera eins og
frosin augnablik. Þegar ég tek
myndir er ég að frysta augnablik-
ið, en svo þegar þessar gömlu
myndir mínar leysast upp og
sundrast fyrir framan mig er það
sama að gerast og þegar tíminn
sem við lifum í núna leysist upp
og sundrast.“
Marisa er frá Barcelona á
Spáni, en kom hingað fyrst fyrir
um 25 árum. Hér hefur hún búið
síðan, að undanskildum sex árum
þegar hún var á Spáni að læra
ljósmyndun. ■
SheerDrivingPleasure
BMW3Línan
www.bmw.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
10 11 12 13 14 15 16
Sunnudagur
JÚNÍ
MARISA NAVARRO ARASON
Opnaði í gær sýningu á ljósmyndum sínum í
Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar hafa einnig verið
opnaðar þrjár aðrar sýningar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Lét hafið
vinna fyrir sig
■ LJÓSMYNDUN
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Ungir sveifla á Björtum dög-
um. Tónleikar Stórsveitar Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar í Hásölum ásamt söng-
konunni Margréti Eir Hjartardóttur.
17.00 Ungt tónlistarfólk frá Mac-
Phail-tónlistarskólanum í Minneapolis
í Bandaríkjunum og Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar á Íslandi heldur
sameiginlega tónleika í Seltjarnarnes-
kirkju.
17.00 Sönghópurinn Reykjavík 5
heldur tónleika í Norræna húsinu í
Reykjavík. Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Fluttar verða útsetningar
Manhattan Transfer og New York Voices
ásamt ýmsu öðru skemmtilegu.
19.00 Ungir djassistar koma fram á
djasstónleikum í Gamla bókasafninu,
Hafnarfirði. Þeirra á meðal eru Bossa-
samsteypan, Spilabandið Runólfur,
Dixiebandið, FÍH-bandið og Ragnheið-
ur Gröndal.
20.00 Ljóðatónleikar í Hafnarborg
með Hönnu Dóru Sturludóttur, Lothar
Odinius og Þórarni Stefánssyni.
Indigo spilar á Grand Rokk ásamt
Viking Giant, Bob Justman, Sigga
Ármanni og Karli Henry. Ljósmyndar-
inn Svavar Jónatansson og mynd-
höggvarinn Hörður B. Thors sýna verk
sín.
■ ■ LEIKLIST
15.00 Leikfélag Sólheima sýnir
Latabæ eftir Magnús Scheving í Sól-
heimum, Grímsnesi.
20.00 Edith Piaf eftir Sigurð Páls-
son á stóra sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Don Kíkóti eftir Miguel de
Cervantes í leikgerð Búlgakovs á stóra
sviði Borgarleikhússins.
20.00 Belgíska Kongó eftir Braga
Ólafsson.
■ ■ LISTOPNANIR
15.00 Sýningin Kirkjuhald á sögu-
slóðum verður opnuð í Snorrastofu í
Reykholti.
■ ■ SKEMMTANIR
14.00 Ceilidh tónlistarhátíð með
írskri þjóðlagatónlist verður haldin í fé-
lagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði.
Fjölmargar hljómsveitir spila með fjölda-
söng og dansi.
14.00 Hafnarfjörður dansar á
Björtum dögum. Fjölskyldudansskemmt-
un Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar verð-
ur haldin í Íþróttahúsinu Strandgötu.
■ ■ SAMKOMUR
13.00 Árlegur Esjudagur fjölskyld-
unnar verður haldinn sjötta árið í röð.
Meðan þeir alsprækustu reyna með sér
í Esjukapphlaupinu geta aðrir gengið í
rólegheitum upp á Þverfellshorn eða
gengið um svæði Skógræktarfélags
Reykjavíkur, nú eða dundað sér með
Benedikt Búálfi og gætt sér á ís.
13.13 Fallin spýta á Björtum dög-
um í Hafnarfirði við Byggðasafn Hafnar-
fjarðar, Vesturgötu 6. Komið með börnin
og takið þátt í gömlu góðu leikjunum.
13.30 Fífilbrekkuhátíð verður
haldin að Hrauni í Öxnadal, fæðingar-
stað Jónasar Hallgrímssonar. Hátíðin
stendur til sólarlags. Rakin verður saga
jarðarinnar og ævi Jónasar, sagt frá
þjóðsögum og sögnum, sem tengjast
jörðinni og dalnum, og farið í göngu-
ferðir.
16.00 Sumarkabarett Sólheima
með söngdagskrá í kaffihúsinu Grænu
könnunni, Sólheimum í Grímsnesi. Flutt
verða lög úr Latabæ, Grease, Abbalög
og ýmsir gamlir smellir.
20.30 Sagnakvöld í Fjörukránni,
Hafnarfirði, með Sigurborgu Hannes-
dóttur, Inga Hans Jónssyni og Sigur-
björgu Karlsdóttur.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.