Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 12
Miðvikudaginn 9. júní síðastliðinn birtist eftir mig hér í blaðinu grein þar sem ég hélt því fram að nærtækast væri að telja að lög féllu úr gildi ef forseti neitaði að samþykkja þau og þjóðarat- kvæðagreiðsla um þau yrði ógild vegna ónógrar þátttöku sam- kvæmt lögum. Daginn eftir birtist í blaðinu stutt viðtal við Björgu Thorarensen prófessor, þar sem hún andmælir þessari skoðun og „[...] segir forseta þó ekki hafa eiginlegt synjunarvald heldur fyrst og fremst réttinn til að skjóta málinu til þjóðarinnar“. Þess vegna, segir hún: „Ef ekki fæst nægilegt atkvæðavægi til að fella þau úr gildi þá eru [þau] áfram gild.“ Björg svarar engu sögulegum rökum mínum fyrir túlkun minni á lögunum og færir lítil rök fyrir máli sínu. Í fréttinni er hún kynnt sem „prófessor í stjórnskipunar- rétti“, og þótt einu sinni sé haft eftir henni „ég tel“ má lesa við- talið eins og þar sé birtur lokaúr- skurður sem þurfi ekki að ræða eða rökstyðja. Þess vegna vil ég vekja athygli á því að enginn sér- fræðingur getur fellt ótvíræðan úrskurð í slíku máli. Lagatúlkun er enginn leyndardómur sem lög- fræðingar búa einir yfir; hún sprettur fyrst og fremst af því að kunna að lesa og álykta rökrétt. Lögfræðingar fá vissulega þjálf- un í hvorutveggja, en það fá fleiri. Ég þekki þetta vel því að ég vinn í fræðigrein sem er að mörgu leyti hliðstæð. Við sagnfræðingar lær- um að hugsa og álykta sagnfræði- lega, en það losar okkur ekki und- an þeirri skyldu að mæta rökum leikmanna í greininni á jafnréttis- grundvelli rökstuddrar samræðu. Mér er ljóst að túlkun mín á ákvæðinu um synjunarvald for- seta orkaði tvímælis, enda tók ég það fram. En meðan fólk hefur þá skoðun sem ég hélt fram (og ég er ekki einn um hana, það veit ég), meðan vafi er um hvernig eigi að túlka ómarktæka niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslu, þá er í meira lagi óráðlegt að setja lög sem kalla á að það þurfi á túlka hana á einn veg eða annan. Í stjórnarskrár- bundnu lýðræðisríki eiga lög ekki að öðlast gildi með því að meiri- hluti Alþingis keyri þau í gegn á móti hvers konar röksemdafærslu og dómstólar dæmi þau svo gild. Lög eiga að verða þannig til að að réttir löggjafaraðilar setji þau á þann hátt að enginn sem viður- kennir reglur lýðræðisins geti ef- ast um gildi þeirra. Talandi um rétta löggjafaraðila finnst mér vanta undarlega mikið á að lögfræðingar okkar Íslend- inga hafi skýra hugmynd um meginreglur lýðræðislegrar stjórnskipunar. Þetta kom til dæmis fram í grein lögfræðings- ins Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra í Morgunblaðinu 11. júní síðastliðinn, þegar hann sagði: „Heilbrigð skynsemi segir, að strangar kröfur þurfi að gera, þegar hnekkja á ákvörðun lög- gjafans.“ Þarna er eins og Björn hafi gleymt því að forsetinn er að- ili að löggjafarvaldinu: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið,“ segir í 2. grein stjórnarskrárinnar. Og í víðari merkingu er þjóðin auðvitað handhafi löggjafarvalds líka, þótt það standi ekki berum orðum í stjórnarskrá. Ég veit að það var ekki Björg Thorarensen sem kenndi Birni Bjarnasyni stjórnskipunarrétt; hún er of ung til þess. Kannski ætti hún samt að huga að því að gera átak í að bæta kunnáttu lög- fræðinga á þessu sviði. ■ 13. júní 2004 SUNNUDAGUR12 Prófessor fellir engan lokadóm Nokkuð hefur borið á því að ráð- herrar og jafnvel stjórnarþing- menn hafi kvartað undan fyrir- spurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostn- að við að svara þeim. Davíð Odds- son sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráð- herra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuld- inni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfs- reglum né úrskurðum samkeppn- isyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrir- spurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Lands- símann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfs- hætti Landssímans, sem ég á ekk- ert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munn- lega við ráðherrann að hann svar- aði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla um- beðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðar- atkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef „þingræðissinnarnir“ í stjórnar- liðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríð- arlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfs- hætti Landssímans með viðunandi hætti. ■ Ástin á þingræðinu Reykingar Aldrei má því gleyma að reykingar veita fólki ánægju en kunna jafnframt að valda því skaða. Sömu sögu er að segja af sykri, majónesi og öðrum neysluvör- um sem kunna að valda offitu, hjarta- vandræðum o.fl. Þetta eru þó engin rök fyrir því að setja frelsi fólks skorður með lögum. Ýmis iðja hefur í för með sér heilsutjón en er engu að síður stunduð af fjölda einstaklinga. Í stað þess að hefta frelsi þessara einstaklinga og ann- arra væri réttlátara að gera einstaklinga í auknum mæli ábyrga fyrir afleiðingum gjörða sinna, t.d. hvað kostnað varðar. Sjónarmið á frjálshyggja.is Aumingjadýrkun Ekki það að ég sé að mælast til þess að allir séu eins, alls ekki, en sjónvarpsþætt- irnir Út og suður eru sérkennilega þjóð- legir. Þetta virðist vera svona klassísk aumingjadýrkun eins og maður hefur ekki séð síðan Stiklur Ómars Ragnars- sonar voru upp á sitt besta. Á köflum voru þær eins og dýragarður – þegar best lét voru ferðamenn meira að segja farnir að henda banönum inn á túnið hjá Gísla í Uppsölum. Ef Íslendingar sjá fólk sem er með fullu viti verða þeir grænir af öfund og byrja snimmhendis að níða af því skóinn, en þeir gapa hins vegar þeg- ar þeir sjá aumingja. Egill Helgason á strik.is Hugarfar gamla tímans Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, lét hafa það eftir sér í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær, að það væri fráleitt að allir þyrftu að semja á sömu nótum í kjarasamningum. Reyndar lét Eiríkur að því liggja að þeir sem fyrst hefðu gengið frá samningum hefðu samið af sér. Til allrar guðs ham- ingju hafa vísari menn en Eiríkur verið í forsvari fyrir almennri kjarabaráttu lands- manna á umliðnum árum. Hugarfar Eiríks endurspeglar íslenskan raunveru- leika fyrir 20-30 árum þegar víxlhækkan- ir launa og verðlags lögðu fjárhag heim- ila í rúst og engar kjarabætur urðu árum og áratugum saman. Borgar Þór Einarson á deiglan.co AF NETINU Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt, að þjóð, sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn. Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir „friðar- gæslumenn“. En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúning- um og bera vopn. Þeir fengu her- þjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganist- an. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarð- anir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hug- myndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu. Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis- og utanríkis- ráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flug- vallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska her- deild. Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn al-Kaída. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbygg- ingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega, einkum aðstoð við mann- réttindabaráttu. Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 millj. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnun- ar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan. ■ Íslenskur her í Afganistan Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLAN ,, Meðan vafi er um hvernig eigi að túlka ómarktæka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er í meira lagi óráðlegt að setja lög sem kalla á að það þurfi að túlka hana á einn veg eða annan. GUNNAR KARLSSON PRÓFESSOR UMRÆÐAN ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLAN ,, SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ÞINGRÆÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.