Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 16
Tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki áttu góð ár í lok nýliðinnar aldar. Við lok gullaldarinnar stofnuðu þrír skólabræður úr verkfræði fyrirtækið Handtölvur eða Hand- point, eins og fyrirtækið heitir á ensku. Á þessum tíma voru margar ævintýralegar hugmyndir í gangi sem ekki lifðu af niðursveiflu á markaðnum. „Það var gæfa okkar í gegnum þetta ferli að við vorum að vinna lausnir sem spara fyrir- tækjum tíma og peninga. Eigend- um fyrirtækja er alveg sama hvort menn hafa gaman af að nota handtölvur eða ekki. Ef þær spara peninga, þá eru þær notaðar.“ seg- ir Davíð Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Í niðursveiflunni drógu fyrirtæki úr fjárfestingum. Davíð segir Handpoint ekki hafa farið var- hluta af samdrættinum. „Við urð- um að halda okkur á jörðinni.“ Fyrirtækið er ekki stórt, en hefur á þessum tíma orðið algjör- lega leiðandi í lófatölvulausnum fyrir fyrirtæki. Stærstu heildsöl- urnar og stærstu verslunarfyrir- tækin nota nú búnaðinn sem spar- ar mikinn tíma og fjármuni. Til- koma stýrikerfa fyrir handtölvur opnaði möguleika á því að búa til kerfi og vera með úrvinnslu á staðnum. Stöðlun í heimi sérlausna Þessa möguleika nýttu þeir fé- lagarnir sér og þróuðu staðlaðan hugbúnað sem heldur utan um vörur, pantanir og fleira sem lítur að heildsölu og smásöluverslun. Við hófum að búa til staðlaðar lausnir í heimi þar sem sérsmíð- aðar lausnir voru allsráðandi. Davíð segir að sama hafi verið uppi á teningnum þegar PC-tölv- urnar komu fyrst fram. Sama þró- un muni verða í þróun handtölva og hugbúnaðar fyrir þær. Handtölvurnar eru með strika- merkjalesara og geta sent pantan- ir beint í kerfi heildverslunar. Pöntun liggur því fyrir um leið og hún er lesin inn og við það sparast bæði tími og pappírsvinna. Þar við bætist að villur í pöntunum snarminnka vegna þess að við inn- slátt pantana geta alltaf orðið vill- ur, segir Davíð. Það fer ekki á milli mála að hann er vanur að telja upp kostina fyrir væntan- lega viðskiptavini. Fyrirtækið stendur á tímamót- um. Að baki er vöruþróun og ár- angursrík markaðssókn innan- lands. Framundan eru spennandi tímar þar sem hafin er sókn á er- lenda markaði. Verslun hér á landi er framarlega í að nýta sér upplýsingatækni. Varan okkar er þróuð í samstarfi við verslanir, þannig að viðbrögð við vörunni og árangur af notkuninni er komin inn í lausnina. Áhugi fjárfesta á sprotafyrir- tækjum hvarf eftir að netbólan sprakk. Þeir félagar hjá Hand- tölvum hafa því þurft að stíga var- lega til jarðar. Dýr sókn á erlenda markaði var því ekki inni í mynd- inni.Við erum í samstarfi við Landsteina Streng sem selja kassakerfi og verslanakerfi. Þeir eru með samstarfsaðila um allan heim. Þannig komumst við inn í þeirra dreifikerfi. Síðan höfum við komið okkur upp okkar eigin samstarfsaðilum líka. Framleiða eigin vélar Þegar er lausn Handpoint í notkun í Levis-búðinni á Oxford- street sem er hluti verslanakeðju sem hyggst nota lausnina í búðum sínum. Dansk Supermarked er einnig að skoða lausnir fyrirtækis- ins. Þegar við komum til Dansk Supermarked, þá sögðu þeir við okkur að við kæmum á heppileg- um tíma. Þeir sögðust akkúrat ætla að nota þetta ár til þess að skoða lausnir. Þetta var 2002 og Danirnir reiknuðu með þremur árum í að velja kerfi. Hér heima er ákvörðunarferlið nokkrir mánuðir, segir Davíð og brosir. Það er margt að gerast í fyrir- tækinu. Handpoint hefur hafið framleiðslu á eigin lófatölvum. Kveikjan að því er samningur við Norvik sem rekur BYKO og Kaupásverslanirnar. „Þeir þurftu harðgerðar vélar með tilteknum búnaði og báðu okkur að athuga möguleikana. Við fórum á stúfana og sáum fyrir okkur að við gætum framleitt eigin vél. Það er hægt að láta framleiða fyrir sig eldflaug í verksmiðjum í Asíu, ef manni dett- ur það í hug og kemur með teikn- ingar og peningana,“ segir Davíð. Niðurstaðan var sú að þessi fram- leiðsla reyndist hagkvæm. Davíð segir vélarnar töluvert ódýrari sem liggi í því að í þeim sé sá bún- aður sem kúnninn þarf, en enginn óþarfi. „Þessi framleiðsla þýðir að við bjóðum nú viðskiptavinum okkar pakkalausn með vélbúnaði, hugbúnaði og verkferlum.“ Stórir samningar í vinnslu Lófatölvurnar eru í stöðugri þróun og ein af nýjungum Hand- point er þráðlaust kassakerfi fyrir verslanir og farandsala. „Það get- ur komið sér vel á álagstímum í stórmörkuðum að bæta við einum kassa án mikils tilkostnaðar,“ seg- ir Davíð. Maður sér það fyrir sér að slíkt nýtist sérlega vel þeim sem selja vöru og eru á ferðinni. Til dæmis flugfélögum. Davíð ját- ar því og verður leyndardómsfull- ur á svipinn. Handpoint er nefni- lega langt komið í viðræðum við bæði stórt flugfélag og fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörusölu til flugfélaga. Vonir standa til að hægt verði að landa þeim samn- ingum á næstu mánuðum. Hand- point hefur tekist hingað til að efl- ast með því að taka skynsamlegar ákvarðanir. „Stjórnarmenn skamma mig stundum fyrir að ég sé of jarðbundinn,“ segir Davíð. Flugdrekarnir liggja nú líka marg- ir á jörðinni með brotnar spýtur. haflidi@frettabladid.is 5,7%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitar-félög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.05.2004–31.05.2004 á ársgrundvelli. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Með allt í eigin hendi Hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki hafa átt erfiða daga eftir mikla veislu. Fyrirtækið Handtölvur hefur jarðbundna stefnu að leiðarljósi og gengur hægt um gleðinnar dyr. Árangurinn er góður og mörg lönd ónumin. EKKI LEIKTÆKI Davíð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handpoint, segir lykilinn að því að fyrirtækið lifði af niðursveiflu í fjárfestingum fyrirtækja hafa verið þann að þeir bjóði upp á lausnir sem spari fyrirtækjum mikla fjármuni. Margt er á döfinni hjá Handpoint og erlend markaðs- sókn gæti farið að skila sér í verulegum mæli hjá fyrirtækinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.