Fréttablaðið - 13.06.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 13.06.2004, Síða 8
8 13. júní 2004 SUNNUDAGUR Eldri dóttir Saddams Hussein segir líf sitt fullt af þjáningum: Vill aftur til Íraks EGYPTALAND, AP „Ef aldur væri mældur í angist og depurð hefði ég orðið áttræð í dag,“ sagði Raghad, elsta dóttir Saddams Hussein, í samtali við kvenna- tímaritið Sayidaty. Hún segir líf sitt hafa verið fullt af andlegri þjáningu og að hún myndi snúa aftur til Íraks ef hún ætti þess kost. Skilaboð hennar til föður síns væru einföld: „Ég elska þig.“ Raghad, Rana systir hennar og börn þeirra héldu til Jórdaníu í fyrra eftir innrás Bandaríkja- manna og Breta í Írak og hafa búið þar síðan. Viðtalið í Sayidaty er fyrsta blaðaviðtalið sem hún veitir frá þeim tíma. Systurnar héldu sig út af fyrir sig í Írak á sínum tíma og var samband þeirra við föður sinn slæmt um tíma en árið 1996 fyrirskipaði hann að eiginmenn þeirra yrðu teknir af lífi. Rag- had sagðist hafa fengið bréf frá föður sínum fyrir milligöngu Al- þjóða rauða krossins en að þrjár af sex línum bréfsins hefðu ver- ið þurrkaðar út. Bréfin fóru í gegnum ritskoðun Bandaríkja- hers. Raghad sagðist sakna Íraks. „Ef ég hefði tækifæri myndi ég fara þangað aftur fljótar en þú getur ímyndað þér.“ ■ Fjöldi vopna óskráður Skotvopnaskrá ríkislögreglustjóra verður fullkláruð árið 2010. Eftirlit með vopnum var lengi dapurt segir formaður Skotvís. SKOTVOPN Alls eru 71 skotvopn stolið eða týnt samkvæmt upp- lýsingum úr skotvopnaskrá rík- islögreglustjóra, þar af hafa sextán glatast síðan árið 2000. Samkvæmt skránni eru um 50.000 skráð skotvopn á landinu. Snorri Sigurjónsson hjá ríkis- lögreglustjóra segir að allur gangur sé að því að stolin eða týnd skotvopn komi í leitirnar, en fleiri skili sér heldur en færri. Flest stolnu vopnanna eru haglabyssur en engin óhefð- bundin skotvopn eins og skamm- byssur eru á skrá yfir óskilamuni. Árið 2000 var hafist handa við gerð skotvopnaskrár og voru þá allar upplýsingar lögreglu- umdæma landsins um skráð skotvopn landsmanna sam- ræmdar í einn gagnagrunn. Snorri segir skrána vera nokkuð áreiðanlega, en hún verði ekki fullkláruð fyrr en árið 2010 þeg- ar leyfi fyrir öllum skotvopnum á landinu hefðu verið endurnýj- uð. Í apríl síðastliðnum var fimm veiðirifflum stolið úr heimahúsi í Grindavík; fjórir þeirra fund- ust stuttu síðar en einn þeirra er enn ófundinn. Haustið 2003 var þremur haglabyssum og þremur rifflum stolið úr heimahúsi í Keflavík. Í desember síðast- liðnum voru tvær haglabyss- anna notaðar við Bónusrán í Kópavogi, en ræningjarnir vís- uðu einnig á tvo riffla. Einnar haglabyssu og eins riffils er enn saknað. Sigmar B. Hauksson, for- maður Skotveiðifélags Íslands, telur að margar byssur á land- inu séu óskráðar: „Óskráð vopn á landinu eru alla vega á bilinu 10-20 þúsund. Það var mikið um smygl á vopnum með skipum til landsins áður fyrr, sérstaklega á sjöunda áratugnum. Einnig var mikið um að byssur söfnuðust upp innan fjölskyldna þegar eigendurnir féllu frá því lengi vel var eftirlit með skotvopnum afar dapurt.“ Snorri Sigurjónsson segir ómögulegt að giska á hversu margar byssur eru óskráðar á landinu. „Það er svo sem hægt að varpa fram einhverjum tölum en það væru bara hug- myndir.“ bergsteinn@frettabladid.is Noregur og ESB: Minna fylgi við aðild NOREGUR Stuðningur við aðild Noregs að Evrópusambandinu hefur minnkað mjög síðasta mánuðinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í Aftenposten. Nú segjast 52 prósent þeirra sem taka afstöðu vera fylgjandi aðild en voru 59 prósent fyrir mánuði. Nú er nær helmingur, 48 prósent, andvígur aðild en fyrir mánuði var aðeins 41 prósent andvígt Evrópusambands- aðild. Mestur mældist stuðningur við aðild í janúar 2003. Þá sögðust 67 pró- sent vilja fylgja öðrum löndum eftir inn í Evrópusambandið, en þá var um- ræðan um stækkun sambandsins til austurs í algleymingi. ■ Móður synjað um fæð- ingarorlof: Aðstæður ekki metnar UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS: Umboðs- maður Alþingis hefur úrskurðað að Tryggingastofnun ríkisins hafi ekki metið megin mál- aðstæður þegar hún synjaði móður í fullu námi við HÍ um fæðingarstyrk veturinn 2001 til 2002. Forsendur Tryggingastofn- unar voru að konan hefði ekki lokið tilskildum einingafjölda. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að gögn frá HÍ sem konan lagði fram sýndu að hún hefði verið í fullu námi um veturinn en ekki getað þreytt lokapróf vegna veikinda. Um- boðsmaður beinir því þeim til- mælum til Tryggingastofnunar að hún taki mál konunnar upp aftur óski hún eftir því. ■ Varaforsetaefni: McCain ekki með Kerry BANDARÍKIN, AP Repúblikaninn John McCain hefur sagt John Kerry, forsetaefni demókrata, að hann myndi ekki þiggja út- nefningu sem varaforsetaefni hans. AP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum ráða- mönnum í Demókrataflokknum. Kerry er sagður hafa rætt við McCain um möguleikann á að repúblikaninn gæfi kost á sér sem varaforsetaefni demókrata, án þess þó að bjóða honum út- nefninguna. Taldi hann að með því mætti mynda sterkt banda- lag gegn George W. Bush Bandaríkjaforseta sem næði út yfir flokkslínur. ■ ■ ÍRAK ,,Óskráð vopn á landinu eru alla vega á bilinu 10- 20 þúsund.“ SVONA ERUM VIÐ LOÐNUAFLI ÍSLENDINGA 1965-2002 Ár Tonn 1965 49.735 1970 191.763 1975 501.093 1980 759.519 1985 992.999 1990 693.740 1995 715.551 2000 884.858 2002 1.083.135 Heimild: Sjávarútvegurinn í tölum 2003. Við gerum betur Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Frankfurt kr. 2.700,- á dag m.v. A flokk Munichenkr. 2.700,- á dag m.v. A flokk Berlin kr. 2.700,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Þýskaland AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn Ástþór kærir RÚV: Vill fresta kosningum FORSETAKOSNINGAR Ástþór Magnús- son hefur kært Ríkisútvarpið til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir „grófa ritskoðun og alvarlegt brot“ á þeim reglum sem séu við lýði. Vísar Ástþór í viðtal sem Kast- ljós tók við þýska fræðimanninn Dietrich Fischer í maí og sendi út í fyrrakvöld. Að mati Ástþórs voru veigamestu atriðin í mál- flutningi Fischer klippt út úr þættinum, meðal annars þar sem hann lýsti hvers vegna Ástþór ætti að gegna embætti forseta. Ástþór segir að framganga ís- lenskra fjölmiðla sé að grafa und- an lýðræðislegri umræðu og að komandi forsetakosningar verði helst í ætt við það sem gerist í al- ræmdum einræðisríkjum. Ástþór fer fram á það við stjórnvöld að forsetakosning- unum verði frestað um óákveðinn tíma eða „þangað til hægt er að halda lýðræðislegar kosningar og gefa fjölmiðlamönnum kost á að setjast á skólastól svo þeir læri al- mennileg vinnubrögð“. Hann kveðst hafa lítil viðbrögð fengið frá ÖSE, en hann hafði fyrst sam- band við stofnunina í mars vegna meintrar hlutdrægni fjölmiðla. ■ ARIEL SHARON Stefnir að því að allir landtökumenn verði á brott frá Gaza í september á næsta ári. Landtökumenn: Brotthvarfi verði flýtt JERÚSALEM, AP Ísraelska ríkisstjórn- in gæti byrjað að bjóða landtöku- mönnum á Gaza bætur fyrir að flytja þaðan þegar í næsta mánuði, þrátt fyrir að stjórnin hafi ekki ákveðið endanlega að flytja land- nema á brott. Samkvæmt tímaáætl- un sem var birt á fimmtudag var ekki gert ráð fyrir að bótagreiðslur hæfust fyrr en í ágúst. Ísraelskir fjölmiðlar segja að bótagreiðslur til hverrar meðal- stórrar fjölskyldu landtökumanna muni nema rúmum 20 milljónum króna, tekið verði tillit til fjölda fjölskyldumeðlima og hversu lengi fólkið hafi búið í landnemabyggð á Gaza. ■ BABÝLON EYTT Á NÝ Stjórn her- námsliðsins í Írak hefur fyrirskipað rannsókn á afleiðingum stækkunar herstöðvar nærri rústum hinnar sögulegu borgar Babýlon. Talið er að sögulegar minjar hafi eyðilagst við framkvæmdirnar. Borgin var ein helsta borg heims í um þúsund ár en lagðist í eyði á sjöttu öld. RÁÐIST Á LÖGREGLUSTÖÐVAR Víga- menn hafa ráðist á fjórar lögreglu- stöðvar í Írak undanfarna daga og hrakið illa vopnaða lögreglumenn á brott. Lögreglustöðvarnar hafa verið sprengdar í loft upp í gær og á dög- unum féllu sjö lögreglumenn fyrir hendi vígamanna í bænum Musayyib. BRENND OG BROTIN FÖÐURMYND Eldri dóttir Saddams Hussein segist ekki óttast dauðann en vera hræddari við hneykslismál. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Segir fjölmiðla grafa undan lýðræðislegri umræðu. SIGMAR B. HAUKSSON Segir fjölda óskráðra vopna hlaupa á tug- um þúsunda. STOLNAR HAGLABYSSUR Þessar byssur voru notaðar við rán í fyrra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.