Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 1
Ráðist gegn heimilisofbeldi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR EM Í FÓTBOLTA Alliance Française og Fransk-íslenska verslunarráðið hvetja alla fótboltaáhugamenn til að mæta á Kaffi Sólon sunnudaginn 13. júní kl. 18:30 og horfa með þeim á leik Frakka og Eng- lendinga í Evrópumeistarakeppninni. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13. júní 2004 – 159. tölublað – 4. árgangur Heimilisofbeldi er jafnan vandlega falið og sá glæpur sem einna helst dylst öðrum en þeim sem fyrir verða. 68 konur féllu fyrir hendi maka síns á Spáni á síðasta ári en þar í landi er heimilisofbeldi mjög útbreitt þrátt fyrir opinskáa umræðu og aðgerðir yfirvalda. ÞURRT ALLRA NORÐAUSTAST Þar verður bjart með köflum sem og á Austur- landi. Annars staðar skúrir. Hiti 10-18 stig, hlýjast á Austurlandi. Sjá síðu 6. ÁLFHEIÐUR ÍDA OG FAÐIR HENNAR KJARTAN Litla stúlkan var vakandi þegar faðir hennar kom og sótti hana. Hún sat aftur í bíl fjölskyldunnar sem stolið var frá Sóltúni í gær. „Hún var mjög hress. Hún virðist ekkert hafa fattað þetta,“ segir Kjartan. Hann segir að rótað hafi verið í hanskahólfi en bílinn sé í lagi og þau sakna einskis nema GSM-símans sem maðurinn hringdi úr til lögreglu. KONUR MEÐ UNGABÖRN Í FANGELSI Ófrísk kona var tekin með 5.005 e-töflur við komu til landsins á föstudag. Hún verður í tveggja vikna gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Verði hún dæmd þarf hún aðeins að sitja inni helm- ing refsivistarinnar segir sérfræðingur í afbrotamálum. Sjá síðu 2. HRINGBRAUT Í OPINN STOKK Átakshópur um betri byggð hefur lagt til að Hringbraut verði grafin í opinn stokk til að bjarga landrými. Lítil röskun á framkvæmd- um segir forsvarsmaður. Borgarfulltrúa hugnast ekki tillagan. Sjá síðu 4. KOSTNAÐUR HUGSANLEGA OF- METINN Kostnaður við þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin nær líklega ekki 50 milljónum. Forsætisráðherra sagði við fjölmiðla að gera ætti ráð fyrir 100-200 milljóna króna kostnaði við að halda atkvæðagreiðsluna. Sjá síðu 6. FJÖLDI ÓSKRÁÐRA VOPNA Skot- vopnaskrá ríkislögreglustjóra verður fullkláruð árið 2010. Eftirlit með vopnum var lengi dapurt segir formaður Skotvís. Sjá síðu 8. SÍÐA 30 og 31 ▲ ▲ STJÓRNMÁL „Auðvitað er það áhyggjuefni að þreyta komi í samstarf sem er á þriðja kjör- tímabili. Það er eitt stærsta verk- efnið fyrir okkur sem störfum fyrir og styðjum Reykjavíkurlist- ann að verða ekki valdþreytunni að bráð,“ segir Helgi Hjörvar al- þingismaður og varaborgarfull- trúi og einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Reykjavíkurlistans í helgarviðtali við Fréttablaðið í dag. Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá stofnun Reykjavíkurlist- ans en afmælið er haldið í skugga innbyrðis deilna. Málþingi sem halda átti í vor var frestað til hausts vegna ágreinings um fyr- irkomulag og fyrir rúmri viku skrifaði Sverrir Jakobsson á vef Vinstri grænna að það væru „...teikn á lofti um það að undan- farin ár hafi myndast umboðslaus „ráðhúsklíka“ embættismanna sem sé engu betri en klíkan sem stjórnaði borginni á valdatíma Sjálfstæðisflokksins“. Helgi segist í viðtalinu við Fréttablaðið hafa áhyggjur af því að Reykjavíkurlistinn sé að verða lítil klíka í Ráðhúsinu og segir stjórnmálaflokkana hafa mun sterkari stöðu í samstarfinu nú en áður. „Reykjavíkurlistinn er greinilega kosningabandalag stjórnmálaflokka og ekki lengur sú breiða hreyfing sem hún var.“ Sjá viðtal við Helga á síðum 32 og 33. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. Bjarni Felixson hefur áhyggjur af að Melavöllurinn falli í gleymskunnar dá og vill að minningu hans verði haldið á lofti. EM í knattspyrnu hófst í gær. Sagt er frá úrslitum leikja gærdagsins og spáð í spilin fyrir viður- eignir dagsins. Íslenskar lófatölvur: Mikill áhugi í útlöndum VIÐSKIPTI Lófatölvufyrirtækið Handpoint á í viðræðum við stórt erlent flugfélag og þjónustufyrir- tæki við flugfélög um sölu á þráð- lausu búðarkassakerfi. Davíð Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Hand- point vill ekki greina nánar frá viðræðunum. Hins vegar muni slíkur samn- ingur verða fyrirtækinu mikil lyftistöng. Búnaður Handpoint er nú í notkun í Levi’s búðinni á Oxfordstreet og vonir standa til að sölukeðja Levi’s í Bretlandi muni notast við lausnir Handpoint. Fyr- irtækið framleiðir nú eigin lófa- tölvur, auk hugbúnaðarlausna fyrir verslunarfyrirtæki. Fleiri erlend fyrirtæki eru að skoða kaup á lausnum Handpoint meðal annars stærsta matvöruverslana- keðja Dana, Dansk Supermarked. Sjá síðu 16. Reykjavíkurlistinn að verða lítil klíka Einn af upphafsmönnum Reykjavíkurlistans segir að hann sé ekki lengur sú breiða hreyfing sem hann var. Hann hefur hefur áhyggjur af því að R-listinn sé að verða lítil klíka í Ráðhúsinu. Minnumst Melavallarins SÍÐUR 30 & 31 Boltinn byrjaður að rúlla ▲ SÍÐA 20 Mannrán í Reykjavík: Barni rænt við bílstuld BARNSRÁN Fjögurra mánaða barn var í bíl sem stolið var frá Sóltúni rétt fyrir hádegi í gær. Átta mín- útum síðar hringdi maður úr síma föðurins og tilkynnti lögreglu staðsetningu bílsins við Hall- grímskirkju. Lögreglan í Reykja- vík rannsakar málið. Fjölskyldan var í orlofi og á leið heim til Akureyrar. Kjartan Vilbergsson, faðir stúlkunnar, var að hlaða bílinn þar sem hún svaf. „Ég ákveð að stökkva upp og ná í nokkra poka. Þegar ég kem niður aftur eftir eina mínútu eða tvær er bíllinn farinn.“ Foreldrarnir ákváðu að fresta brottför til Akureyrar um sólar- hring og leggja af stað heim í dag. „Þetta var mikið áfall,“ segir Kjartan. Maðurinn sem stal bílnum yfir- gaf hann án þýfis sem hann hafði með úr öðrum þjófnaði. Foreldr- arnir hafa kært mannránið en bíll- inn er nú í vörslu lögreglu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.