Fréttablaðið - 13.06.2004, Page 14

Fréttablaðið - 13.06.2004, Page 14
Kaka og kannski EM Á þessum degi fyrir 2.327 árum dó Alexander mikli. Alexander var þekktur fyrir ótrúlega herkænsku en veldi hans náði frá austanverðu Miðjarðarhafi til Indlands. Hann var aðeins 33 ára þegar hann dó í Babýlon, þar sem Írak er nú. Hann var sonur konungsins Filippusar II og drottningarinnar Ólympíu. Hann hlaut menntun undir handleiðslu hins heims- þekkta heimspekings Aristóteles- ar og herþjálfun hjá föður sínum. Er hann var 16 ára leiddi hann í fyrsta sinn hermenn sína í orrustu og tveimur árum seinna stjórnaði hann stórum hluta af her föður síns sem vann stóra orrustu sem leiddi til þess að Grikkland lenti undir stjórn Makedóníu. 336 fyrir Krist var Filippus II drepinn og Alexander var krýndur konungur. Þrátt fyrir að Alexander hafi stjórnað stærsta heimsveldi í sög- unni fór hann af stað með nýja herferð er hann sneri aftur frá Persíu. Árið 327 f.Kr. hafði hann náð undir sig Afganistan, Mið- Asíu og norðanverðu Indlandi. Næsta ár var her hans orðinn upp- gefinn eftir átta ár af bardögum og neitaði hann að fara lengra. Alexander valdi erfiða leið í heim- förinni og hélt í gegnum Markan- eyðimörkina. Þegar loks var kom- ið til Babýlon hóf Alexander skipulagningu og byggingu flota til að flytja herinn til Egyptalands. En í júní 323 f.Kr. þegar vinnunni við skipin var að ljúka varð Alex- ander veikur eftir langa matar- veislu og kappdrykkju. Hann dó stuttu seinna. ■ ALEXANDER MIKLI Hann var undrabarn í hermennsku og leiddi fyrsta her sinn til sigurs er hann var 16 ára. Alexander mikli deyr „Vikan verður skemmtileg og annasöm,“ segir Hrafn Jökulsson liðsmaður Hróksins og nýkjörinn varaforseti Skáksambands Ís- lands. „Sumarskákmót Ístaks stendur nú sem hæst í höfuðstöðv- um Hróksins í Skúlatúni. Þar berj- ast tíu meistarar og er hægt að fylgjast með skákunum á heima- síðunni okkar, www.hrokurinn.is. Þarna fá íslensku strákarnir okk- ar mjög gott tækifæri til að ná í áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Það er gaman að geta boð- ið upp á svona mót á heimavelli Hróksins. Hrókurinn stendur fyrir æf- ingu í Vin, athvarfi Rauða kross- ins við Hverfisgötu, á mánudag- inn og þangað ætla ég í heimsókn. Við höfum staðið fyrir vikulegum æfingum í Vin síðan í fyrra og er þar orðinn til góður kjarni. Á þriðjudaginn verður æfing fyrir krakka í Skúlatúni, milli 15 og 17, og ég vona að ég missi ekki af henni. Það er að koma fram ótrú- lega kraftmikill og efnilegur hóp- ur af strákum og stelpum í ís- lensku skáklífi. Á miðvikudaginn reikna ég með að heimsækja vini okkar á Barnaspítala Hringsins, en þar hefur Hrókurinn komið reglulega í heimsókn undanfarið ár. Á þjóðhátíðardaginn verður úr- slitamótið í Tívolísyrpu Hróksins í Húsdýragarðinum. Þar verða 20 krakkar sem unnu sér rétt til keppni um farmiða alla leið í Tívolí í Kaupmannahöfn. Vikan að öðru leyti verður undirlögð af fundum og ráðstefnum vegna margvíslegra skákmála. Þetta hljómar líklega eins og ekkert komist að í lífi mínu þessa vikuna, annað en skák, enda er Hrókurinn á mikilvægum tímamótum um þessar mundir. Ætli ég slái svo ekki botninn í vikuna með einvígi við Kristjón frænda minn.“ ■ Hrókurinn á tímamótum HRAFN JÖKULSSON „Þetta hljómar líklega eins og ekkert kom- ist að í lífi mínu þessa vikuna annað en skák, enda er Hrókurinn á mikilvægum tímamótum um þessar mundir. Ætli ég slái svo ekki botninn í vikuna með einvígi við Kristjón frænda minn.“ 14 13. júní 2004 SUNNUDAGUR ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT OLSEN-SYSTUR Tvíburarnir Mary Kate og Ashley eru 18 ára í dag. Þær hafa getið sér gott orð í kvik- myndaheiminum undanfarin ár. Myndin var tekin af þeim á frumsýningu myndar- innar „New York Minute“ í Hollywood á dögunum. 13. JÚNÍ Bjartmar Guðlaugsson, söngvari, er 52 ára. Selma Björnsdóttir, söng- og leikkona, er 30 ára. Erik Thomas Johnson, Samtúni 14, lést 29. maí. Sigríður Jóna Þorsteinsdóttir, Lækja- smára 2, lést 7. júní. ■ ÞETTA GERÐIST 1381 Bændauppreisnin nær hámarki þegar bændurnir koma í stórum flokki inn í London. 1893 Rithöfundurinn Dorothy Sayers fæðist í Oxford á Englandi. 1939 „Doc“ Barker er drepinn af fanga- vörðum er hann reynir að flýja úr Alcatraz. Hann var í frægu glæpa- gengi með bræðrum sínum og móður. 1944 Þjóðverjar varpa nýjum V-1 eld- flaugum á Bretland. 1946 Útvarpsþáttastjórnandinn og grínistinn Major Bowes deyr. Hann naut mikilla vinsælda. 1971 The New York Times birtir Penta- gon-skjölin en birting þeirra olli miklum titringi. Fyrrverandi starfs- maður varnarmála ráðuneytisins stal skjölunum og lét birta þau. „Það er frábært að eiga afmæli á sunnudegi því þá má ég borða kök- ur. Mánudagar og þriðjudagar eru ómögulegir afmælisdagar þar sem þeir eru ekki nammidagar,“ segir Halldór Gylfason leikari en hann er 34 ára í dag. Halldór segist sjálfur ekki vera neitt sérstaklega mikill bakari. „Konan mín er góð að baka þegar hún tekur sig til og það væri fallegt af henni að gefa mér köku í afmæl- isgjöf, það væri nóg fyrir mig.“ Sýningin á Don Kíkóta í kvöld kemur þó í veg fyrir að Halldór geri eitthvað merkilegt og mikið úr afmælisdeginum en hann fer með hlutverk í sýningunni. „Það er aldrei að vita nema ég bjóði pabba og systkinum mínum í kaffi en EM- leikurinn kemur þó líka til greina.“ Aðspurður segist Halldór ekki vera neinn brjálæðislegur fótbolta- aðdáandi en segist þó halda með sínum liðum og fylgjast með þeim. „Þjóðverjar eru mitt lið í EM, þeir eru agaðastir, einbeittastir og flott- astir. Reyndar eru Svíar líka æðis- legir,“ segir Halldór. Það er í nægu að snúast hjá af- mælisbarninu þessa dagana því auk þess að vera að ljúka við sýn- ingar á Don Kíkóta og Chicago er hann einnig að ljúka tökum á barnaefni fyrir RÚV. „Þegar þessu er lokið mun ég slappa af. Það get- ur þó verið að ég muni eitthvað skemmta með vinum mínum í Geirfuglunum. Annars verður gott að slappa af þar sem veðrið á eftir að vera gott í allt sumar fyrir utan smá rigningu sem kemur þegar ég fer í veiðiferðir.“ Halldór segist hafa gaman af því að eiga afmæli þrátt fyrir að hann geri oftast ekki mikið úr deginum. „Það er mjög gaman að fá SMS frá vinum og kunningjum. Annars hélt ég eftirminnilega upp á þrítugsafmælið mitt. Þorkell Heiðarsson hammondleikari, Ceres 4 og Tómas R. tróðu upp og það er hægt að segja að þeir hafi allir slegið í gegn.“ Tíu ára afmælið kemur þó einnig til tals fyrir þær sakir að hann rak vin sinn úr veislunni. „Við vorum í fótbolta og hann gaf boltann ekki á mig, þannig að ég ákvað að reka hann heim.“ ■ AFMÆLI HALLDÓR GYLFASON ■ Don Kíkóti kemur í veg fyrir að hann geri eitthvað merkilegt og mikið úr deginum. 13. JÚNÍ 323 f.Kr. ALEXANDER MIKLI ■ í Babýlon. Hann er helst þekktur fyrir ótrúlega herkænsku. HALLDÓR GYLFASON Er að fara að leika í Don Kíkóta í kvöld. Kaka verður jafnvel á boðstólum hjá honum í dag og ef til vill verður horft á EM. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA HALLDÓRA ÞORVALDSDÓTTIR Gullsmára 11, Kópavogi Þorvaldur J. Sigmarsson Elin Richards Hólmfríður K. Sigmarsdóttir Eðvald Geirsson barnabörn og barnabarnabörn Verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 14. júní kl. 13.30.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.