Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 38
30 13. júní 2004 SUNNUDAGUR 32 liða úrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu: HK sló út bikarmeistara ÍA FÓTBOLII HK-ingar komu mjög á óvart í 32 liða úrslitum Visa- bikars karla í knattspyrnu í gær með því að slá út bikarmeistara Skagamanna í hádeginu í gær. Það var Hörður Már Magnússon sem skoraði sigur- mark Kópavogsliðsins undir loks leiksins en HK er sem stendur í öðru sæti 1. deildar karla. Skagamenn fundu engar leiðir framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni sem hélt hreinu í sjötta sinn í sumar en HK hefur leikið alls sjö leiki í deild og bikar. Skagamenn voru eina úrvalsdeildarliðið sem datt úr 32 liða úrslitunum að þessu sinni en hin 9 fóru öll áfram. Það var samt meira um óvænt úrslit, botnlið 2. deildar karla, Afturelding burstaði 1. deildarlið Hauka 5–0 og 3. deildar- lið Reynis úr Sandgerði sló úr 1. deildarlið Þórsara, 1–0. Fram, FH, Víkingur og Kefla- vík unnu öll sannfærandi sigra en önnur lið í Landsbankadeildinni lentu í jöfnum leikjum. Víkingar höfðu skorað aðeins 2 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum en skoruðu sjö gegn Sindra á Hornafirði. Síðasti leikurinn í 32 liða úrsli- tunum fer fram í dag en það verður síðan dregið um leiki 16 liða úrslitanna á morgun. ■ Nýtt Norðurlandamet Þórey Edda Elísdóttir stökk yfir 4,54 metra á móti í Þýskalandi og bætti fjögurra ára met Völu Flosadóttur sem hafði átt Íslandsmetin í greininni í sex ár. Þórey Edda á nú bæði Íslandsmetið innanhúss (4,51) og utanhúss (4,54) í stangarstökki kvenna. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Þórey Edda Elís- dóttir bætti bæði Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki utanhúss á alþjóðlegu móti í Kassel í Þýskalandi á föstudags- kvöldið. Þórey stökk 4,54 metra og bætti bæði fjögurra ára Íslandsmet Völu Flosadóttur um fjóra sentimetra sem og tveggja ára norðurlanda- met sænsku stúlk- unnar Kristinar Belin. Vala setti Ís- landsmetið sitt á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 en stökk hennar upp á 4,50 metra færði henni þá bronsverðlaunin eftirminnilegu. Vala hefur átti íslandsmetið í stangarstökki kvenna allar götur síðan 1. júní 1998 er hún bætti fjögurra daga met Þóreyjar. Þórey Edda hefur sýnt mikinn dug í vetur, sigrast bæði á erfið- um meiðslum sem og á vonbrigð- um frá síðasta tímabili. Hún bætti sinn besta árangur um um níu sentimetra en áður átti hún best stökk upp 4,45 metra á Heims- meistaramótinu Edmonton 2001 þegar hún hafnaði í sjötta sæti. Þórey Edda á einnig Íslandsmetið innanhúss sem hún setti árið 2001 þegar hún stökk 4,51 metra. Önnur á mótinu Þórey varð önnur á mótinu, hin bandaríski heimsmetshafi, Stacy Dragila, sigraði og stökk 4,78 metra. Stökksería Þóreyjar var mjög glæsileg, hún fór yfir í fyrstu tilraun við byrjunarhæðina (4,14 metrar) og fór líka yfir 4,24 m, 4,34 m og 4,44 m í fyrstu til- raun. Þórey Edda setti Íslands- og Norðurlandametið í annarri til- raun en felldi síðan þrívegis 4,64. Þýska stúlkan Carolin Hingst stökk yfir 4,54 líkt og Þórey Edda en Þórey notaði færri tilraunir og hreppti því silfurverðlaunin á mótinu. Þessi árangur er mikill sigur fyrir Þóreyju Eddu sem var kát á heimasíðu sinni. „Þá kom loksins að því að mér tækist að slá metið, ekki verra að það gerist á ólympíuári. Mér líður alveg svakalega vel eftir þetta því vinnan í vetur og í vor er búin að vera alvegt rosalega mikil. Það er svo gaman að fá að uppskera eftir allt erfiðið. Ég er í fínu formi og hásinin virðist bara batna eftir því sem reynir meira á hana. Ég verð að viðurkenna að ég botna bara ekkert í henni. En á meðan ég get stokkið, þ.e.a.s verkurinn er betri, er ég í skýjunum,“ skrif- aði Þórey Edda á heimasíðu sína en næsta mót hjá henni er hér heima um næstu helgi. Á leiðinni heim til Íslands „Næst fer ég heim og fer á viku sjúkraþjálfunarprógramm og keppi svo á Evrópubikarnum næstu helgi á Íslandi. Þar vonast ég eftir því að fólk flykkist á völl- inn enda stórviðburður í fjálsum íþróttum þar á ferð,“ sagði Þórey Edda að lokum á heimasíðu sinni: /www.thorey.net. ooj@frettabladid.is SKOTSKÓRNIR GERÐIR KLÁRIR Króatinn Dado Prso, leikmaður franska liðsins Mónakó, hugar hér að knatt- spyrnuskónum sínum eftir síðustu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Sviss í dag. FÓTBOLTINN 16 lið frá 10 löndum keppa á Laugardalsvelli 19. - 20. júní ..mætum til að hvetja okkar fólk Keppnin stendur yfir kl. 13:45 til 16:00 á laugardag og kl. 14:00 til 16:30 á sunnudag ÞRÓUN ÍSLANDSMETS KVENNA Í STANGARSTÖKKI ÚTI FRÁ ´96: 4,17 Vala Flosadóttir (28.9.1996) 4,18 Þórey Edda Elísdóttir (28.5.1998) 4,20 Vala Floadóttir (1.6.1998) 4,31 Vala Flosadóttir (9.6.1998) 4,36 Vala Flosadóttir (13.6.1998) 4,50 Vala Flosadóttir (25.9.2000) 4,54 Þórey Edda Elísdóttir (11.6.2004) BESTI ÁRANGUR ÞÓREYJAR Á HVERJU ÁRI FRÁ 1998 1998 4,21 (9. ágúst) 1999 4,22 (30. júní) 2000 4,30 (3. júní) 2001 4,45 (6. ágúst) 2002 4,44 (27. ágúst) 2003 4,41 (7. júní) 2004 4,54 (11.júní) „Þá kom loksins að því að mér tækist að slá metið, ekki verra að það ger- ist á ólymp- íuári.“ ■ ■LEIKIR  13.00 KFS og Þróttur R. mætast á Helgafellsfelli í Vestmannaeyjum í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  14.00 Valur og Þór/KA/KS mætast á Valsvelli í fyrsta leik 4. umferðar Landsbankadeildar kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  11.55 Formúla 1 á RÚV. Upptaka frá tímatöku í gær fyrir Kanada- kappakstrinum í Montreal.  15.00 Spurt að leikslokum á RÚV. Endursýnt frá því í gær.  15.30 EM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Sviss og Króatíu í B-riðli EM í fótbolta.  15.50 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá Kanada-kapp- akstrinum í Montreal.  18.15 US PGA Tour 2004 á Sýn.  18.30 EM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Frakka og Englendinga í B-riðli EM í fót- bolta.  19.10 Inside the USA PGA Tour 2004 á Sýn.  19.35 Evrópumótaröðin á Sýn. Sýnt frá evrópsku mótaröðinni í golfi.  20.30 Box á Sýn. Sýnt frá hnefa- leikakeppni í Manchester á Englandi. Meðal keppanda voru Prinsinn Naseem Hamed en keppnin fór fram í apríl 1999.  22.40 Helgarsportið á RÚV. Allt um íþróttaviðburði helgarinnar heima og erlendis.  22.55 Spurt að leikslokum á RÚV. Þorsteinn J. fer um víðan völl í umfjöllun sínni um EM í fótbolta og fær til sín spekinga.  23.35 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Sviss og Króatíu sem fór fram fyrr í dag í B-riðli EM í fótbolta.  00.55 NBA körfuboltinn á Sýn. Bein útsending frá fjórða leik Detroit Pistons og LA Lakers um NBA-titilinn í körfubolta. Leikurinn fer fram í Detroit. Detroit er 2–1 yfir í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður meistari. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Sunnudagur JÚNÍ ÚRSLITIN Í 32 LIÐA ÚRSLITUM VISA-BIKARS KARLA: Fram–Grótta 4–0 Fylkir–ÍH 2–0 Reynir S.–Þór Ak. 1–0 Fjölnir–ÍBV 1–2 Selfoss–Grindavík 0–2 Breiðablik–Njarðvík 0–2 Tindastóll–KA 0–1 Afturelding–Haukar 5–0 HK–ÍA 1–0 Fjarðabyggð–Valur 0–2 Víðir–KR 1–3 KS–Stjarnan 1–2 Ægir–FH 0–5 Völsungur–Keflavík 0–3 Sindri–Víkingur 0–7 GUNNLEIFUR HÉLT HREINU Gunnleifur Gunnleifsson markvörður HK lokaði á Skagamenn í bikarnum í gær. Gunnleifur hefur staðið í marki HK í sjö leikjum í sumar og haldið hreinu í sex þeirra. HK hefur unnið 4 leiki 1–0. ÍSLANDS- OG NORÐURLANDAMETHAFINN Þórey Edda Elísdóttir á nú bæði Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki kvenna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.