Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 22
ATVINNA Grunnskóli Grindavíkur Lausar kennarastöður Við skólann eru lausar til umsóknar eftirfarandi störf næsta skólaár · Bekkjarkennsla á yngsta stigi. · Sérkennsla og fagstjórn í sérkennslu á yngsta stigi og miðstigi. · Starf námsráðgjafa, 75% starf. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 420 1150. Netföng gdan@ismennt.is og mariam@ismennt.is. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Skólastjóri. Skipulagsnefnd Bessastaðahrepps Almennur kynningarfundur um endurskoðun aðalskipulags Álftaness Hér með er boðað til almenns kynningarfundar um endurskoðun aðalskipulags á Álftanesi sem nú er í gangi. Markmið með fundinum er að vekja athygli íbúa á skipulagsgerðinni og þeim málum sem tekin eru fyrir í aðalskipulagi. Kynntar verða forsendur fyrir endurskoðun aðalskipulags nú og skipulagsferlið í heild. Brýnt er fyrir almenningi og öðrum hags- munaaðilum að í aðalskipulagi er fjallað um og teknar ákvarðanir sem munu að öllum líkindum hafa áhrif á líf þeirra á ein- hvern hátt. Með þátttöku sinni getur fólk haft áhrif á mótun tillagna og framtíð sveitarfélagins síns. Fundurinn verður haldinn í samkomusal íþrótta- miðstöðvar Bessastaðahrepps mánudaginn 14. júní 2004 kl. 20:30. Íbúar Álftaness og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta. Fyrir hönd skipulagsnefndar Bessastaðahrepps Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri Leitað er að þjónustulipru hagleiksfólki. Við ráðningu er horft sérstaklega til þess að umsækjandi búi yfir fjölbreyttri verkkunnáttu og skipulagshæfileikum. Aðrar hæfniskröfur: - Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi - Almenn þekking á tækjabúnaði til kennslu - Góð almenn tölvukunnátta - Lifandi áhugi á listum og viðgangi þeirra Þjónustufulltrúar heyra undir háskólaskrifstofu en vinna náið með deildarforseta, kennurum og nemendum viðkomandi deilda. Þeir bera ábyrgð á því að húsnæði og tækjakostur deildarinnar sé til reiðu hverju sinni, sinna símsvörun, móttöku og upplýsingagjöf og veita nemendum og kennurum ýmsa aðra þjónustu. Hönnunar- og arkítektúrdeild er staðsett í Skipholti 1 en leiklistardeild og tónlistardeild að Sölvhólsgötu 13. Listaháskóli Íslands augl‡sir tvö störf laus til umsóknar · Starf fljónustufulltrúa vi› hönnunar- og arkítektúrdeild (70% starfshlutfall) · Starf fljónustufulltrúa vi› leiklistardeild og tónlistardeild (50% starfshlutfall) Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, auk meðmæla a.m.k. tveggja aðila skal skila á skrifstofu skólans, Skipholti 1, 105 Reykjavík eða á netfangið annakristin@lhi.is eigi síðar en mánu- daginn 21. júní. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna þeim öllum. Fyrirspurnir um starfið skulu sendar á netfangið annakristin@lhi.is Gert er ráð fyrir að báðir starfsmenn hefji störf þann 16. ágúst næstkomandi. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Fróðleikur um tekjur: Sístreymistekjur Sístreymistekjur eru tekjur fyrir verkefni sem gefa af sér arð löngu eftir að verk- efni lýkur. Flestar tekjur byggjast á því að skipta á tíma og vinnuframlagi. Þeg- ar við skiptum á tíma og vinnu okkar vinnum við til dæmis í einn mánuð og fáum svo greitt fyrir það framlag okkar, oftast um hver mán- aðamót. Dæmi um sístreym- istekjur er rithöfundur sem skrifar metsölubók. Í hvert skipti sem bókin er keypt fær höfundurinn sínar tekj- ur. Sama gildir um lagahöf- unda, í hvert skipti sem lög þeirra eru leikin í útvarpi fá þeir tekjur. Sístreymistekjur geta því gefið bæði frelsi og ávinning. Rithöfundar metsölubóka eru á meðal þeirra sem fá svokallaðar sístreymitekjur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.