Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 10
Mætast á miðri leið Aðalfundur Baugs vakti athygli fyrir margra hluta sakir. Kom þar einkum til methagnaður Baugs og vangavelt- ur vegna lögreglu- og skattrannsókn- ar í málefnum félagsins. En fundurinn vakti einnig athygli fyrir afskaplega létt yfirbragð og voru helstu forkólfar félagsins klæddir því sem á prótokoll- máli myndi kallast „casu- al“ klæðnaði. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Hreinn Loftsson stjórnarformað- ur, voru báðir áþekkir í klæða- burði. Báðir klæddust þeir jakka og fráhnepptri skyrtu og svo virtist sem um samantekin ráð væri að ræða af hálfu stjórnendanna. Höfðu gárungarnir á orði að þeir fé- lagar hefðu þarna mæst á miðri leið, því Jón Ásgeir klæðist að jafnaði ekki skyrtu en Hreinn sést yfirleitt ekki án þess að vera með bindi. Að mati tískusérfræðings Fréttablaðsins var útkoman slæm fyrir þá báða enda málmiðlun aldrei til lukku fallin í tískubransanum. Gleymdi Mogginn Þorsteini? Fáir íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað jafn ítarlega um fráfall Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, og Morgunblaðið. Hefur um- fjöllun blaðsins að þessu leyti verið meira í ætt við umfjöllun bandarískra fjölmiðla um lát forsetans en evr- ópskra. Það vakti hins vegar athygli margra hvers Morgunblaðið lét óget- ið í umfjöllun sinni. Blaðið var með viðbrögð frá bæði núverandi forsætis- ráðherra og þeim sem gegndi því embætti á undan honum en ekki frá eina forsætisráðherranum sem sótti Reagan heim í Hvíta húsið, Þorsteini Pálssyni. Hvort hér sé um einfalda gleymsku af hálfu Morgunblaðsins að ræða eða hvort Þorsteinn sé ekki náðinni skal ósagt látið... Gleðilegt er að lesa um það í blöð- unum að forseti Íslands skuli nú farinn að taka þátt í hátíðarhöld- um í tilefni heimastjórnarafmæl- isins. Ekki seinna vænna heyrði ég einhven segja. En rétt er þá að muna að nokkur númer eru enn eftir á dagskránni og það stærsta ekki fyrr en í haust. Eftir heimastjórnarafmælið sitja tvö atriði ofarlega í mínum huga – fyrir utan endurminning- una um Hannes Hafstein (lánsam- ir erum við Íslendingar, fámenn þjóð við ysta haf, að hafa eignast jafn mikilhæfan og glæsilegan stjórnmálaforingja og skáld – það gerist varla nema á svo sem hund- rað ára fresti). Í fyrsta lagi minnti afmælið okkur á að hér mun hafa verið svokallað þingræði í heila öld. „Aldarafmæli þingræðisins,“ sögðu stjórnarherrarnir ábúðar- miklir í febrúar. Það varð til þess að menn fóru að ræða um hugtök og grundvallaratriði stjórnskip- unarinnar – að vísu með ægileg- um afleiðingum, brauki og bramli – ef allt er skoðað í samhengi (sem þó er ekki endilega nauðsyn- legt!). Í ljós kom að menn skilja þingræðið í ólíkum skilningi. Sumir líta á það sem stóra bróður lýðræðisins (sem aftur er kjáninn hún litla systir). Aðrir líta á það sem reglu – mikilvæga grundvall- arreglu – en ekki fyrirbæri sem við hæfi sé að tefla fram sem ein- hvers konar mótherja þjóðarinn- ar og þjóðarviljans. Hitt atriðið sem afmælið dró fram með upprifjun sinni um Heimastjórnarflokkinn góða er að fyrir hundrað árum var hér allt annars konar flokkakerfi en nú. Enginn núverandi stjórnmála- flokka var þá til. Elsti flokkurinn, Framsóknarflokkurinn, var stofn- aður 1916. Sjálfstæðisflokkurinn 1929. Þetta gæti sagt okkur að flokkakerfið sem við búum við sé ekki endilega eilíft og óumbreyt- anlegt. Og hefur reyndar breyst frá því það myndaðist, var fyrst þríflokkakerfi á fjórða áratugn- um, síðan fjórflokkakerfi í um það bil þrjá áratugi og upp frá því fimmflokka kerfi. Höfundur þessa pistils var á dögunum að taka saman efni um fyrsta forsætisráðherra lýðveld- isins, Björn Þórðarson, sem stýrði Utanþingstjórninni á árunum 1940 til 1942. Efnið er ætlað í þýð- ingarmikla bók sem út á að koma 15. september – verði þeim degi ekki frestað. Margt sem rak á fjörur mínar í þeirri vinnu „kallast á“ við um- ræðu okkar daga með forvitnileg- um hætti. Þingræði var eitt af því sem menn ræddu þegar Sveinn Björnsson, þá ríkisstjóri, fól fimm embættismönnum að stjórna landinu þegar hann taldi útséð um að stjórnmálaflokkarnir kæmu sér saman um að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Ólafur Thors, Morgunblaðið og Sjálf- stæðisflokkurinn töldu að með skipan stjórnarinnar væri frek- lega gengið gegn þingræðinu. Þegar svo nýsköpunarstjórnin var mynduð haustið 1944 var tal- að um það sem endurreisn þing- ræðis. Það er augljóslega eitthvað bogið við þessa hugtakanotkun. Þingræði felur í sér að ríkisstjórn situr á ábyrgð þjóðkjörins þings – annað hvort með beinum stuðn- ingi þess eða hlutleysi – en víkur ella. Þingflokkarnir báru ekki fram vantraust á utanþingsstjórn- ina heldur virtu hana sem lög- mætt stjórnvald. Hún hlýtur því að teljast þingræðisstjórn. Ein spurningin sem ég fékkst við í ritgerðinni var hverjar hefðu verið stjórnmálaskoðanir forsæt- isráðherrans. Haft hefur verið fyrir satt að hann hafi verið fram- sóknarmaður og það skýri hvers vegna Framsóknarflokkurinn – einn stjórnmálaflokkanna – var ánægður með utanþingsstjórnina. Jú, það má líklega til sanns vegar færa að Björn hafi fylgt Fram- sóknarflokknum – en reyndar voru ár og dagar frá því hann hafði skipt sér af stjórnmálum þegar hann varð forsætisráð- herra. Hann var fógeti, dómari og sáttasemjari áður en til þess kom. En í viðleitni við að svara spurningunni áttaði ég mig á því að ákveðin söguskekkja var í henni fólgin. Björn Þórðarson var nefnilega kominn á sjötugsaldur þegar utanþingstjórnin var mynd- uð. Þegar hann var ungur maður með áhuga á þjóðmálum var Heimastjórnarflokkurinn við völd á Íslandi. Þá var sem fyrr segir allt annað flokkakerfi í land- inu en við þekkjum núna. Björn, sem var í fimm ár við laganám í Kaupmannahöfn þar sem hann fylgdist náið með straumum og stefnum, taldi sig þá vinstri mann í skilningi þess tíma (sem er ann- ar en nú). Heim kominn gekk hann í lið með Landvarnarflokkn- um, fyrsta stjórnmálaflokknum sem myndaður er utan þings; til hans er ungmennafélagshreyfing- in öðrum þræði rakin. Björn var með öðrum orðum frekar land- varnarmaður en framsóknarmað- ur. En það heiti er á síðari árum nánast merkingarlaust og því ekki að furða að menn grípi í það sem er nær í tíma. Þegar heimastjórnarafmælinu lýkur í haust verða væntanlega einnig nokkrar breytingar á ásýnd og umhverfi samtíma- stjórnmála. Kannski leiðir það til þess að menn sem nú tilheyra ólíkum flokkum geta óþæginda- laust farið að spjalla saman um markmið og leiðir stjórnmálabar- áttunnar á nýrri öld. Ég hef ekki hugmynd um – og enga tillögu – hvað kæmi út úr slíkum samtöl- um. En það eitt að skilja og viður- kenna að stjórnmálaskipulagið sem við búum við, jafnt flokka- kerfi sem leikreglur, er ekki óum- breytanlegt er stórt skref í átt til nýrrar framtíðar. Kannski verður dómur sögunnar sá að heima- stjórnarafmælið 2004 hafi með óbeinum hætti valdið kaflaskilum í íslenskum stjórnmálum. ■ Þegar menn nú ræða hvort skynsamlegt sé að minnka skattálögurá almenning þegar þenslueinkennin blasa við mönnum er ágættað velta fyrir sér hvernig ríkisvaldið fer með þá fjármuni sem það tekur af almenningi. Ef hærri eða jafnháir skattar eiga að draga úr þenslueinkennum þarf ríkisvaldið að fara vel með fé. Þegar átökin um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar stóðu sem hæst gekk Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra frá samningi við kúabændur sem skuldbatt ríkissjóð til greiðslu á 28.173 milljónum króna næstu átta árin. Það er ekki oft sem við þurfum að glíma við svona upphæðir. Það er helst að við heyrum þær í tengslum við álvers- og virkjanafram- kvæmdir eða þegar menn ráðast í aðrar stórfjárfestingar til að tryggja aukna hagsæld í framtíðinni. Það er hins vegar ekki tilfellið í mjólkursamningnum. Hann er ekki fjárfesting fyrir framtíðina held- ur fjárfesting í fortíðinni. Þetta er það gjald sem ríkisstjórnin leggur á skattgreiðendur til að engar framfarir megi verða í mjólkurfram- leiðslu og þar ríki óbreytt ástand. En hvað eru 28.173 milljónir? Það eru 28.173.000.000 krónur – sem sagt ellefu stafa tala. Þetta eru 3.522 milljónir á hverju ári samnings- tímans, 9,6 milljónir fyrir hvern dag samningstímans, 402 þúsund fyr- ir hverja klukkustund samningstímans og 6.700 krónur fyrir mínútu samningstímans. Fyrir þá upphæð má kaupa rétt tæpa hundrað líta af mjólk úti í búð. Þetta eru sem sagt tæpir hundrað lítrar á mínútu í átta ár, tæpir sex þúsund lítrar á klukkutíma og rúmir 140 þúsund lítrar á dag – hálfur lítri á mann; hvern dag í átta ár. Verðmæti samningsins jafngildir um 100 þúsund krónum á hvern Íslending – 400 þúsund krónum á fjögurra manna fjölskyldu. Það er því hálfundarlegt að ekki hafi meira verið rætt um þennan samning, kostnað skattgreiðenda af honum og mögulega gagnsemi hans. Þrátt fyrir þennan samning og marga sambærilega á undanförnum árum er verð á landbúnaðarvörum fáránlega hátt á Íslandi. Það er í raun einn helsti ljóðurinn á íslensku samfélagi; dregur mest niður kaupmátt þeirra sem hafa úr minnstu að spila og gerir lífsbaráttuna hér óþarf- lega erfiða. Samt borgum við svimandi upphæðir á hverju ári til að halda uppi óbreyttu landbúnaðarkerfi; fyrst í gegnum skattinn og svo úti í búð. Og það mætti ætla að við værum svo ánægð með þetta vit- lausa fyrirkomulag að við værum tilbúin að skrifa upp á að leggja til hliðar 28 milljarða næstu átta árin til að framlengja líf þess. Auðvitað er það ekki svo. Þessi samningur um ráðstöfun skattfjár almennings byggði ekki á almennum vilja í samfélaginu. Ráðherrarn- ir geta ekki vísað til þess að þeir hafi umboð frá þjóðnni til að eyða fé hennar með þessum hætti. Ef þeir bæru virðingu fyrir þessu umboði væri hér ekki um átta ára samning að ræða. Ef ríkisstjórnir halda út fjögurra ára kjörtímabil á næstunni nær þessi samningur fram yfir tvær næstu alþingiskosningar. Svo langt nær ekki umboð ráðherr- anna. ■ 13. júní 2004 SUNNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON 28 milljarða samningur ríkisins við mjólkurbændur viðheldur háu matarverði. Fjárfest í fortíðinni Hátíðin sem hreyfði við hugmyndum FRÁ DEGI TIL DAGS Hann er ekki fjárfesting fyrir framtíðina heldur fjárfesting í fortíðinni. Þetta er það gjald sem ríkisstjórnin leggur á skattgreiðendur til að engar framfarir megi verða í mjólkurframleiðslu og þar ríki óbreytt ástand. ,, Þegar heimastjórn- arafmælinu lýkur í haust verða væntanlega einnig nokkrar breytingar á ásýnd og umhverfi sam- tímastjórnmála. Kannski leiðir það til þess að menn sem nú tilheyra ólíkum flokkum geta óþæginda- laust farið að spjalla saman um markmið og leiðir stjórnmálabaráttunnar á nýrri öld. ,, Borgaskóli er nýlegur grunnskóli í Grafarvogi. Stefna skólans er einstaklingsmiðað nám með áherslu á sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum, samvinnu og samhygðar. Mikil samvinna er milli kennara í árgangi og á stigum. 75% - 100% kennarastaða, dönskukennsla á unglingastigi og sérkennsla. Störf skólaliða: Eitt 100% starf vinnutími frá 8:00 til 16:00 og tvö 50% störf, vinnutími frá 12:00 til 16:00. Í starfinu felst m.a. umsinna og aðstoð við nemendur, úti - og innigæsla og ræsting. Upplýsingar gefur Inga Þórunn Halldórsdóttir, skólastjóri eða Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 577-2900. Netfang: borgask@borgaskoli.is. Veffang: www.borgaskoli.is BORGARSKÓLI degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SUNNUDAGSBRÉF GUÐMUNDUR MAGNÚSSON RÍKISRÁÐ Á AFMÆLI HEIMASTJÓRNAR Það byrjaði allt afar sakleysislega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.