Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 13.06.2004, Qupperneq 18
18 13. júní 2004 SUNNUDAGUR „Reykjavíkurlistinn leikur á reiði- skjálfi“ stóð á forsíðu DV fyrir nokkrum dögum. Gagnrýni á sam- starfið hefur kannski sjaldan verið meiri en nú um stundir, á tíu ára afmæli listans. Stuðnings- menn fögnuðu reyndar afmælinu á dansleik en hátíðardagskrá varð að fresta vegna þess að ekki náð- ist samkomulag um tilhögun hennar og málþing var blásið af en staðið hafði til að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setti það. Helgi Hjörvar var einn af helstu hvatamönnum að stofnun Reykjavíkurlistans og auk þess að vera alþingismaður er hann fyrsti varaborgarfulltrúi R-listans. „Það er tóm della að allt sé í loft upp hjá Reykjavíkurlistanum þótt það sé lífsmark með honum,“ segir Helgi,“ en auðvitað er það visst hættumerki ef menn geta ekki unnt fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík þess að setja eitt mál- þing. Ef menn hafa ekkert þarfara að gera við tíma sinn en nöldra yfir slíku þá vantar þá bara ein- hver verkefni í lífið. Þetta lýsir ótrúlegum smásálarhætti og var ekki góð afmælisgjöf.“ Þörf á pólitískum foringja Er ekki komin viss þreyta í þetta samstarf? „Auðvitað er það áhyggjuefni að þreyta komi í samstarf sem er á þriðja kjörtímabili. Það er eitt stærsta verkefnið fyrir okkur sem starfa fyrir og styðja Reykja- víkurlistann að verða ekki vald- þreytunni að bráð. Ég er sammála Sverri Jakobssyni, einum helsta hugsuði Vinstri grænna í Reykja- vík. sem hefur áhyggjur af því að Reykjavíkurlistinn sé að verða lítil klíka í Ráðhúsinu og ekki í tengslum við eitt né neitt. Að lok- ast ekki inni í Ráðhúsinu er og verður verkefni okkar, en það er erfiðara en áður því stjórnmála- flokkarnir hafa í dag miklu sterk- ari stöðu í þessu samstarfi. Reykjavíkurlistinn er greinilega kosningabandalag stjórnmála- flokka og ekki lengur sú breiða hreyfing sem hún var. Augljósasta vandamál Reykja- víkurlistans er hins vegar að hann skortir pólitíska forystu. Þarna er mikið af hæfileikafólki að sinna verkefnum og það er góður liðs- andi í þeim hópi en það er enginn afdráttarlaus forysta. Það varð gríðarleg breyting þegar Ingi- björg Sólrún hætti sem borgar- stjóri því hún var sterkur pólitísk- ur foringi, stundum svo mjög að mönnum fannst nóg um. Eftir að hún hrökklaðist úr borgarstjóra- stólnum fannst mönnum kannski gott að hafa mikla breidd og stór- an hóp til að sjá um ákvarðanir en til að ljúka þessu kjörtímabili og Helgi Hjörvar var einn af helstu hvatamönnum að stofnun Reykjavíkurlistans. Hann segir þörf á hugmyndalegri endurnýjun. Reykjavíkurlistann skortir pólitíska forystu HELGI HJÖRVAR „Reykjavíkurlistinn þarf núna pólitíska for- ystu og pólitískan foringja til að komast í gegnum þetta tímabil og fara fyrir þeirri hugmyndalegu endurnýjun sem þarf að vera til að tíu ára gamalt batterí verði ekki úrelt.“  En í hverju atriðinu á fætur öðru er það stjórn- arforystan sem er orðin aft- urhaldssamari en allur þorri almennings. Sem er vont, því það er jú stjórnarforyst- an sem á að draga vagninn og það áfram en ekki aftur á bak. Það að stjórnarand- staðan sé svona miklu sterkari en jafnvel við sjálf áttum von á gerir það auð- vitað enn erfiðara fyrir þá að halda út kjörtímabilið með þennan nauma meiri- hluta. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.