Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 37
29SUNNUDAGUR 13. júní 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ TÓNLIST Í FAÐMI SHREKS Spænski leikarinn Antonio Banderas brá á leik með sjálfum Shrek á frumsýningu Shrek 2 í Mexíkó fyrir skömmu. Banderas talar fyrir Stígvélaða köttinn í myndinni, sem hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs. Tónlistarmaðurinn Wyclef Jean er í mikilli herferð um þessar mundir til að bjarga heimalandi sínu, Haítí, undan fátækt og hung- ursneyð. Vill hann laða erlenda fjárfesta að landinu og fá þá til að stofna þar fyrirtæki. Ferðamannastraumur til Haítí hefur verið lítill undanfarin ár vegna mikilla átaka þar í landi og fyrir vikið hafa fjárfestar haldið sig í öruggri fjarlægð. Wyclef, sem er fyrrum liðsmaður Fugees, vill breyta þessu og ætlar að verða óopinber sendiherra lands- ins. „Ég ætla að efna til svokallaðs matarhlaups á Haítí. Ég ætla að fara þangað og koma með mat til fólksins. Ég ætla líka að fá Rauða krossinn til að starfa með mér,“ sagði hann. „Síðan ætla ég að vinna að friðarsamningi. Ég ætla að fara þangað og tala við alla aðila og fá þá til að leggja niður vopnin. Loks ætla ég að efla ferðamanastrauminn til landsins. Fólk fer ekki til Haítí, einfaldlega vegna þess að því finnst það algjört brjálæði.“ Wyclef segist ætla að bæta öryggi landsins svo að fólk komi í heimsókn, fari í sól- bað og eyði fullt af peningum. ■ Vegur leikarans Erics Bana helduráfram að vaxa en það má segja að ferill hans hafi verið eins samfellt sigurganga frá því að hann kom frá Ástralíu til Hollywood. Hann er lang- bestur í Troy, rúlaði The Hulk í fyrra og stóð upp úr í Black Hawk Down og nú hefur hann verið ráðinn til að leika í næstu mynd Stevens Spiel- berg. Myndin hefur enn ekki fengið nafn en fjallar um Ólympíuleikana í München árið 1972 þegar arabískir hryðjuverkamenn drápu 11 Ísraela, aðallega keppendur á leikunum. Gert var ráð fyrir að Sir Ben Kingsley myndi einnig leika í myndinni en hann gæti þurft að hætta við vegna árekstra við önnur verkefni. Spiel- berg ætlar að vera við tökur í Evrópu á næstu sex vikum en er enn að leita að leikurum í einhver hlutverk. Evrópukeppnin í knattspyrnu erbyrjuð bandarískum kvikmynda- framleiðendum til mikils ama en að- sókn í bíó hrynur niður í Evrópu þær vikur sem keppnin stendur yfir þar sem heilu þjóðirnar mega ekkert vera að því að eltast við krakka á kústsköftum, blóðsugur, græn tröll, teiknimyndasöguhetjur og fárviðri vegna gróðurhúsaáhrifa. Gengi landsliða þeirra skiptir miklu meira máli. Stóru sumarmyndirnar eru kvikmyndaverunum gríðarlega mikil- vægar og á fjögurra ára fresti leggjast sérfræðingar þeirra yfir það hvernig hægt er að lágmarka skaðann af boltasparkinu. „Þetta er eins og að tefla skák að reyna að raða myndun- um á dagsetningar,“ segir einn mark- aðsmanna Fox. Þannig voru Troy, Van Helsing, The Day After Tomorrow og Harry Potter allar settar í dreifingu í maí, áður en ósköpin byrjuðu, en Shrek 2 og Spiderman 2 bíða fram í júlí. EM er haldin í Portúgal í ár og þar í landi verða menn einna síðastir til að sjá Harry Potter og fangann frá Azkaban þar sem myndin verður ekki sýnd þar í landi fyrr en sparkveislunni lýkur. Íbúar Singapúr fá loksins að berjavinkonurnar vergjörnu í sjónvarps- þáttunum Sex and the City augum á næstunni en afturhaldssöm stjórn borgarinnar bannaði þættina fyrir nokkrum árum þar sem þeir voru taldir allt of djarfir fyrir íbúana. Það er svo sem engin nýlunda að kynlífs- atriði séu klippt úr kvikmyndum og s jónvarpsþát tum áður en yfirvöld í borginni leyfa sýn- ingar en í sept- ember var að- eins slakað á klónni og nú fá Carrie og vin- konur hennar að úttala sig um uppáferðir og ævintýri sín á rúmstokkn- um í eyru s j ó n v a r p s - áhorfenda í Singapúr. WYCLEF JEAN Hefur miklar áhyggjur af heimalandi sínu, Haítí. Hann ætlar að gerast óopinber sendiherra landsins. Wyclef vill bjarga heimalandinu AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.