Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 45
37SUNNUDAGUR 13. júní 2004 ■ TÓNLIST ■ KVIKMYNDIR ■ SJÓNVARP FURTADO Í PORTÚGAL Kanadíska poppsöngkonan Nelly Furtado var í miklu stuði á tónleikahátíð í Portúgal ný- verið. Furtado, sem er dóttir portúgalskra innflytjenda, samdi lagið fyrir EM í fótbolta sem fer einmitt fram í Portúgal. Mark Burnett, höfundur raunveru- leikaþáttanna vinsælu Survivor og The Apprentice, er að undirbúa nýjan þátt sem kallast Rock Star. Þar keppa þátttakendur um að fá að syngja með frægri rokk- hljómsveit og fara með henni í heimsreisu. „Mér finnst vera pláss fyrir meira en einn stóran hæfi- leikaþátt í sjónvarpinu,“ sagði Burnett. „Rokktónlist hefur hingað til orðið algjörlega útundan.“ Að sögn Burnett fá áhorfendur þáttarins að kynnast þátttakendun- um mun betur en í American Idol. Jafnframt mun atkvæðagreiðsla almennings ekki ráða ein og sér hver sigurvegarinn verður. Hljóm- sveitin sem sigurvegarinn mun syngja með mun hafa sitt að segja auk þess sem leitað verður til sjálf- stæðs dómara. Ekki hefur verið gefið upp hvaða hljómsveit mun koma fram í þættinum. ■ KATHARINE HEPBURN lést í júní í fyrra, 96 ára gömul. Eigur Hepburn boðnar upp Eigur kvikmyndastjörnunnar liðnu, Katharine Hepburn, hafa verið boðnar upp hjá Sotheby’s í New York. Eru þær metnar á um 70 milljónir íslenskra króna. Á meðal þeirra muna sem fara á uppboðið eru brjóstmynd af elskhuga hennar, Spencer Tracey sem var gerð af Hepburn, sím- skeyti sem tilkynnti um fæðingu hennar, málverk sem leikkonan málaði sjálf og skissur sem hún teiknaði. Hepburn, sem vann óskarsverðlaunin fjórum sinnum, lést fyrir ári síðan, 96 ára gömul. ■ ANDY GARCIA Leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í The Lost City sem gerist í Havana á Kúbu á sjötta áratugnum. Garcia leik- stýrir Murray Leikarinn og leikstjórinn Andy Garcia ætlar að taka upp næstu mynd sína, The Lost City, í Dóminíska lýðveldinu. Myndin, sem fjallar um ástir og sviksemi, gerist í Havana á Kúbu á sjötta áratugnum í þann mund sem Fidel Castro steypir Fulgencio Batista af stóli. Auk þess að leikstýra myndinni mun Garcia fara með annað aðalhlutverkanna ásamt Bill Murray. Auk þess mun Dustin Hoffman koma fram í örlitlu hlut- verki. Garcia, sem er 48 ára, fæddist í Havana en fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni þegar hann var fimm ára. ■ AP /M YN D MARK BURNETT Burnett hefur slegið rækilega í gegn með þætti sína Survivor og The Apprentice. Nú er röðin komin að því að finna nýja rokkstjörnu. Rock Star í undirbúningi ■ KVIKMYNDIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.