Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 42
13. júní 2004 SUNNUDAGUR34
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
Sambandsslit og skilnaðir geta far-
ið ansi illa með fólk og það eru þá
ekki síst minningarnar um þá eða
þann fyrrverandi sem valda hugar-
angri og éta þá sem engjast í ástar-
sorg upp að innan.
Í Eternal Sunshine of the
Spotless Mind kemst Jim Carrey að
því að það er til skemmtileg og
ódýr lausn á þessu hvimleiða
vandamáli; maður fer bara til
læknis sem hreinsar burt allar
minningar hans um fyrrverandi
kærustuna sína. Aðgerðin tekur
eina nótt og þegar hann vaknar
mun hann ekki sakna elskunnar
sinnar, sem Kate Winslet leikur,
einfaldlega vegna þess að fyrir
honum hefur hún aldrei verið til.
Það borgar sig að segja sem
minnst um innihald myndarinnar
en atburðarásin á sér að mestu stað
í huga aðalpersónunnar á meðan
hún sefur og horfir á minningar
sínar hverfa.
Sagan er í eðli sínu flókin og það
hefði hæglega verið hægt að klúðra
henni en framsetningin er pottþétt,
áferðin smart og leikararnir svo
góðir að það klikkar ekkert. Mynd-
in vekur upp margar spurningar
um ástina, hugsanir, minningar og
samskipti kynjanna. Hún svarar ef
til vill engu en minnir á hið forn-
kveðna að enginn veit hvað átt hef-
ur fyrr en misst hefur og að minn-
ingarnar eru það dýrmætasta sem
við eigum þótt þær geti verið sárar.
Eternal Sunshine er hreinn gull-
moli í bíóflórunni þessa dagana.
Mynd sem gleymist seint og býður
upp á endalausar vangaveltur fyrir
þá sem á annað borð nenna að pæla
í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant
mynd.
Þórarinn Þórarinsson
Lækning
við ástarsorg?
ETERNAL SUNSHINE OF THE
SPOTLESS MIND
Leikstjóri: Michel Gondry.
Aðalhlutverk: Jim Carrey, Kate Winslet, Eli-
jah Wood, Mark Ruffalo.
VAN HELSING kl. 5.30, 8 og 10.30 DREKAFJÖLL kl. 3.45 M/ÍSL. TALI
SCOOBY DOO 2 kl. 1.45 M/ÍSL. TALI
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10
SÝND kl. 3, 5.40 og 10
SÝND kl. 3, 6 og 9
SÝND kl. 2.40, 3, 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og
10.40
SÝND Í LÚXUS kl. 3, 5.50, 8.30 og 11.10
SÝND kl. 5.50, 8 og 10.15
SÝND kl. 1.50 og 3.50
SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 SÝND kl. 2, 3, 5, 6, 8, 9 og 11 M/ENSKU TALISÝND kl. 5.30, 8 og 10.30
ELLA
Í ÁLÖGUM
HHH
Ó.H.T. Rás 2
HHH
S.V. Mbl.
HHH
Skonrokk
SÝND kl. 3, 4, 6, 7, 9 og 10
SÝND Í STÓRA SALNUM kl. 3, 6 og 9
TOUCHING THE VOID kl. 8 SÍÐASTA SINN
HHH
DV
HHH
Tvíhöfði
SÝND kl. 5, 8 og 11
SÝND Í LÚXUS VIP kl. 2, 5, 8 og 11 B.i. 14
Árið 2001 heillaði Elling okkur
uppúr skónum. Nú er komið
frábært sjálfstætt framhald þar
sem Elling fer í frí til sólarlanda
ásamt móður sinni. Norskt grin
uppá sitt besta. Enginn Evrópubúi var skaðaður
meðan á tökum myndarinnar stóð.
Geggjuð grínmynd frá framleiðendum
“Road Trip” og “Old School”.
HHH
Ó.H.T. Rás 2
HHH
H.L. Mbl.
HHH
Kvikmyndir.com
HHH
Kvikmyndir.is
HHH
Ó.H.T. Rás 2
HHH
H.L. Mbl.
HHH
Kvikmyndir.com
HHH
Kvikmyndir.is
HHH1/2
kvikmyndir.is
HHHH
"stílhreint
snilldarverk"
HP Kvikmyndir.com
HHH
Mbl.
Frábær ný gamanmynd frá höfundi
Adaptation og Being John Malkovich
Með stórleikurunum Jim Carrey og Kate
Winslet, Kirsten Dunst, Elijah Wood,
Mark Ruffalo og Tom Wilkinson
PÉTUR PAN kl. 1.30 og 3.30 M/ÍSL. TALI
HHH1/2
kvikmyndir.is
HHH
Mbl.
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
Nám sem nýtist þér!
Skrifstofubraut II
Nú stendur yfir innritun í tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut
Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskip-
ta- og samskiptagreinar. Inntökuskilyrði: Undirstöðuþekking í ensku,
bókfærslu og tölvunotkun.
Skrifstofubraut I
Er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og
samskiptagreinar. Brautin er starfstengd og fara nemendur í starfsþjál-
fun í ein bestu fyrirtækin í Kópavogi og víðar.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.
Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og fjármálagreina í síma 8977995.
Netfang. ik@ismennt.is
Nicole Kidmanvarð fúl út í
bandarísku slúð-
urpressuna
fyrir að halda
því fram að
hún sé haldin
átröskun. Leik-
konan segist lít-
ið hafa breyst í
vextinum frá
því að hún var
15 ára og að hún
borði heilsusam-
lega. Hún segist
einnig taka upp
á því annað
slagið að borða
kökur og
súkkulaði.
Robbie Williams, Blur, Travis ogTom Jones voru á meðal þeirra
tónlistarmanna sem brá heldur í
brún þegar þeir fengu höfundar-
launin fyrir útvarpsspilun í Bret-
landi borguð síðast. Stór bók-
haldsvilla hafði átt sér stað hjá
fyrirtækinu sem sér
um greiðslurnar og
allir fengu töluvert
minna en þeir áttu
von á. Til dæmis vant-
aði um 700 þúsund
pund í launaumslag
Robbies. Hann var
ekki sáttur.
Hugsanlega var ég eini maðurinn
sem leiddist á Nasa á föstudags-
kvöldið yfir tónum Starsailor.
Húsið var stappfullt af aðdáend-
um sem kunnu alla textana og
skemmtu sér konunglega. Skiljan-
lega, þar sem sveitin gaf aðdáend-
um sínum það sem þeir vildu
heyra. Fluttu lögin sín af miklum
metnaði, bæði söngur og flutningur
var óaðfinnanlegur.
Samt, stóð ég þarna og fylgdist
með og gat engan veginn tengt mig
við það sem var að gerast upp á
sviðinu. Ég hafði átt góðan dag og
mætti hamingjusamur og opinn á
svæðið. Ég þekki plötur sveitarinn-
ar ágætlega og verð að viðurkenna
að þær heilla mig ekki. Vonaðist til
að sveitin næði til mín í holdinu, en
það var eins og af plastinu... aðeins
tvö lög sem ég gat heillast af, Fall
to the Floor og Silence is Easy.
Restin fannst mér bara leiðinleg.
En hvað segir það um mig? Er
ég þá svona mikill fýlupúki að ég
geti ekki skemmt mér á tónleikum,
þar sem um 700 manns voru greini-
lega að tengja? Nei, nei... ég er bara
enginn aðdáandi.
Á tónleikunum gekk upp að mér
maður, sem vinnur við það að selja
plötur sveitarinnar hér á landi og
sagði við mig: „Þetta eru góðir tón-
leikar!“ Takið eftir því að þetta var
ekki spurning, heldur skipun. Og
jú, jú... ég get alveg tekið undir
það. Því þarna var sveit sem stóðst
væntingar aðdáenda, og skilaði
sínu eins vel og hún gat. Ég get lít-
ið að því gert að mér finnist tónlist
þeirra ófrumleg, lagasmíðarnar
óspennandi og textarnir formúlu-
kenndir. Rödd söngvarans og tján-
ing hans heillar mig ekki, þó svo að
hann hafi sterk persónueinkenni.
Salurinn var eins og þverskurð-
ur af hlustendum Rásar 2. Þarna
var fólk á aldrinum 20-45 ára. Mik-
ið af kærustupörum og eldri rokk-
urum sem greinilega skynja Bítla-
áhrifin í sveitinni og tengja þannig.
Ég veit ekki afhverju, en ég fékk
þá tilfinningu að þarna hafi verið
fullur salur fólks, sem kærir sig lít-
ið um frumlegheit í tónlist. Líður
best á miðju vegarins þar sem það
þarf ekki að grafa eftir áhuga-
verðri tónlist. Fólk sem vill helst
heyra tónlist gerða á „gamla góða
mátann“. En sem slík er Starsailor
kannski bara rétt í meðallagi. Bara
hér á Íslandi er glás af hljómsveit-
um sem eru miklu áhugaverðari og
betri en þessi, það er mín skoðun.
Birgir Örn Steinarsson
STARSAILOR Á NASA
föstudaginn 11. júní.
■ FÓLK Í FRÉTTUM [ TÓNLEIKAR ]
UMFJÖLLUN
Sigldu
lygnan sjó
STARSAILOR
Skiluðu sínu og aðdáendur fóru
sáttir heim. Gagnrýnanda Frétta-
blaðsins var þó ekki eins skemmt.