Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 20
20 13. júní 2004 SUNNUDAGUR
Skiptar skoðanir eru um þá hug-mynd Þjóðminjasafnsins að
reka brand niður í Melatorgið. Út-
gáfufélagið Smekkleysa hefur
meðal annars ákveðið að veita
hugmyndinni svokölluð Smekk-
leysuverðlaun en þau eru hugsuð
sem viðurkenning fyrir vondan
smekk og bruðl á almannafé.
Smekkleysuverðlaunin voru síð-
ast veitt árið 1987.
Bjarni Felixson, íþróttafrétta-
maður og fyrrverandi knatt-
spyrnumaður, er einn þeirra sem
telur hugmynd Þjóðminjasafnsins
vonda.
Fallinn í gleymsku
„Mér finnst þessi hugmynd um
sverðið á Melatorgið alveg fárán-
leg. Þetta er eina leiðin í Vestur-
bæinn og einmitt þar sem Tómas
Guðmundsson orti um vorsæl-
una,“ segir Bjarni og er augljós-
lega mikið niðri fyrir. „Það væri
öllu nær að setja niður minnis-
varða um Melavöllinn sem er nú
þarna við hliðina. Hann virðist
vera fallinn í gleymsku vegna
menntahroka – að geta ekki viður-
kennt það að Þjóðarbókhlaðan
standi á Melavelli. Hingað til hef-
ur Austurvöllur þótt gott nafn í
hjarta bæjarins. Melavöllurinn er
gott nafn í Vesturbænum.“
Þjóð með minnimáttarkennd
Melavöllurinn var vígður þann
11. júní árið 1911 og átti því 93 ára
afmæli í gær. Þar stóð vagga ís-
lenskra íþrótta fram eftir allri
tuttugustu öld og þar unnu Íslend-
ingar marga frækna sigra.
„Það var á þessum sama velli
sem þeir komu fram á sjónarsvið-
ið; Gunnar Huseby, Torfi Bryn-
geirsson, Clausen-bræður, Ás-
mundur Bjarnason, Magnús Jóns-
son, Hörður Haraldsson, Jóel Sig-
urðsson. Ég get talið þá upp hvern
af öðrum – menn sem báru hróður
okkar víða um lönd í kringum
1950. Þeir gerðu af mínu viti
meira fyrir sjálfsvitund þjóðar-
innar en flestir stjórnmálamenn.
Það var með íþróttaafrekum sem
Íslendingar fengu trú á sjálfa
sig,“ segir Bjarni sem segir að Ís-
lendingar hafi verið með mikla
minnimáttakennd eftir að lýð-
veldið var stofnað árið 1944. „Við
vorum blönk þjóð sem var búinn
að eyða stríðsgróðanum. Það voru
strákar eins og Gunnar Huseby og
Torfi Bryngeirsson, sem urðu
Evrópumeistarar í frjálsum
íþróttum, sem efldu þjóðarstolt
okkar. Þá má einnig nefna knatt-
spyrnulandsliðið sem vann Svía í
frækilegum leik á Melavellinum
árið 1951. Þetta virðist allt vera
dautt og grafið. Af hverju má ekki
nefna Melavöllinn sínu rétta
nafni? Það er kominn tími til að
við minnumst þessara íþrótta-
manna okkar.“
Góðir drengir
Bjarni var ágætis kunningi
gömlu íþróttahetjanna. Hann ber
þeim góða söguna. „Þeir voru voru
góðir drengir og mikluðust ekki af
afrekum sínum. Sumir voru breisk-
ir eins og gengur og gerist en það
var sammerkt með þeim öllum
hvað þeir voru góðir drengir.
Gunnar Huseby sjálfum sér verst-
ur en ég tel að hann sé einn mesti
íþróttamaður sem Ísland hefur alið
af sér,“ segir Bjarni og lýsir einnig
hrifningu sinni af Torfa Bryngeirs-
syni. „Torfi varð Evrópumeistari í
langstökki árið 1950. Hann var
stangastökkvari en var jafn vígur á
báðar greinar. Á Evrópumeistara-
mótinu þurfti hann að velja á milli
greinanna, valdi langstökkið og
varð Evrópumeistari.“
Eftirminnilegir leikir
Bjarni sá margar eftirminni-
legar viðureignir á Melavellinum,
þar á meðal fyrsta landsleik Ís-
lendinga í knattspyrnu við Dani
árið 1946. „Melavöllurinn var
uppeldismiðstöð allra íþrótta-
manna í Reykjavík áratugum
saman,“ segir Bjarni sem sjálfur
lék fjölmarga leiki þar. „Ég á
marga eftirminnilega leiki þaðan
og þá sérstaklega gegn Skaga-
mönnum. Við unnum bikarinn sjö
sinnum á fyrstu átta árum bikar-
keppninnar. Það situr að vísu enn
í mér jafnteflisleikur við Skaga-
menn árið 1958 þegar við töpuð-
um Íslandsmeistaratitlinum til
þeirra,“ segir Bjarni. „Á þeim
tíma lét fólk sig ekki vanta og það
voru yfirleitt um átta þúsund
manns á vellinum.“
Þjóðarbókhlaðan á Melavelli
Bjarni vill sjá einhvers konar
minnisvarða rísa upp hjá Þjóðar-
bókhlöðunni en bygging hennar
hófst árið 1978. Hann tekur þó
skýrt fram að minnisvarðinn
þurfi ekki að vera stór. „Ég er
ekki að tala um þriggja metra háa
styttu heldur smá merki sem seg-
ir að þarna hafi Melavöllurinn
staðið og að svæðið fái að heita
Melavöllur. Þjóðarbókhlaðan er
að mínu viti á Melavellinum en
stendur ekki við neina Arngríms-
götu,“ segir Bjarni og er augljós-
lega hlýtt til gamla Vesturbæjar-
ins. „Arngrímsgata og Guð-
brandsgata geta bara farið niður í
Vatnsmýri. Þær eiga ekki heima á
Melunum. Þetta er Melavöllur og
það þarf að koma í veg fyrir að
hann falli algjörlega í gleymsku.
Tómasi Guðmundssyni hefði þótt
það skrýtið ef hann hefði gengið
vestur í Selsvörina sem hann orti
svo vel um og það hefði eitthvað
víkingasverð blasað þar við –
byrgt honum sýn og hann hefði
ekki séð vorsólina setjast í Vest-
urbænum.“
kristjan@frettabladid.is
Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður með meiru og fyrrverandi knattspyrnuhetja,
segir skömm að því að minningu gamalla íþróttamanna sé ekki haldið í heiðri.
Melavöllurinn má ekki falla í gleymsku
MINNISVARÐI UM MELAVÖLLINN
Svona gæti minnisvarði um Melavöllinn og
Gunnar Huseby litið út.
MELAVÖLLURINN
Var byggður árið 1911 en rifinn 1984.
BJARNI FELIXSON
Hann er kominn á eftirlaun eftir að hafa lýst óteljandi íþróttaviðburðum.
Bjarni hefur þó ekki sagt alfarið skilið við íþróttirnar, sinnir tilkallandi verk-
efnum auk fréttavefs Ríkisútvarpsins.