Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 32
24 13. júní 2004 SUNNUDAGUR Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Ljósmyndasafn Reykjavíkur opnaðisíðastliðinn fimmtudag myndavef með á þriðja þúsund myndum í eigu safnsins. Safnið hefur að geyma myndir eftir fjóra ljósmyndara, þá Tempest Anderson (1846- 1912), Magnús Ólafsson (1862-1937), Gunnar Rúnar Ólafsson (1917-1965) og Andrés Kolbeinsson (1919-). „Við höfum haft það að leiðarljósi að bæta þjónustu við neytendur og bregðast við kröfum þeirra,“ segir María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljós- myndasafns Reykjavíkur, um opnun myndavefsins. Ljósmyndasafnið hefur að geyma um fjörutíu myndasöfn og vel á aðra milljón mynda. Stefnt er að því að myndasafnið á Netinu muni geyma um tíu þúsund myndir í lok árs. Ljósmyndasafn Reykjavíkur var stofn- að árið 1981 og var fyrst rekið sem einka- fyrirtæki. Reykjavíkurborg keypti safnið árið 1987 og hefur séð um rekstur þess síðan. Ljósmyndasafnið spannar myndir frá aldamótunum 1900 og út öldina. Elsta myndin er frá því um 1890. Myndirnar hafa margar hverjar sögu- legt gildi og eru frá lokum nítjándu aldar langt fram á þá tuttugustu. Meðal þeirra mynda sem má þar finna er mynd Andrésar Kolbeinssonar frá árinu 1959 af ungum krökkum að gefa öndunum brauð við tjörnina í Reykjavík. Krakk- arnir standa á bakkanum á horni Vonar- strætis og Tjarnargötu, þar sem Ráðhús- ið stendur nú. Auk þess má í safninu finna myndir af torfbæjum í Þingholtunum, myllu sem stóð við Bankastræti og ýmsar myndir af mannlífinu í Reykjavík. Vef myndasafnins má finna á slóðinni ljosmyndasafnreykjavikur.is. ■ Andrés Kolbeinsson, fyrrver-andi óbóleikari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, er einn þeirra ljósmyndara sem á myndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Andrés byrjaði að mynda þegar hann var um 25 ára gamall þegar hann var í óbónámi í Manchester á Englandi. Þá átti hann myndavél ásamt öðrum Íslendingum sem bjuggu í Englandi en þeir seldu hana áður en þeir fluttu heim. „Ég eignaðist sjálfur fyrstu myndavélina upp úr 1950 og byrj- aði að taka myndir af kunningjum og venslafólki. Á þeim árum tók ég mikið af myndum fyrir málara og listafólk. Svo vatt þetta upp á sig og ég fór að taka myndir fyrir Hörð Ágústsson fyrir tímaritið Birting. Þá myndaði ég margar byggingar, bæði gamlar sem nýj- ar,“ segir Andrés en fyrsta myndavélin hans var afar frum- stæð þýsk Volglander sem hann keypti á fornsölu. Roth opnaði augun Nú til dags tekur Andrés mik- ið af landslagsmyndum sjálfum sér til skemmtunar en það er uppáhaldsmyndefni hans. „Þá reyni ég að fanga alls konar mynstur í náttúrunni en ekki þetta póstkortalandslag. Ég reyni að mynda landslagið eins og ég sé það og oft í nærmyndum, til dæmis mosa og grjót,“ útskýrir Andrés sem vann á sínum tíma með þýska listamanninum Dieter Roth. „Við fórum stundum í ferð niður í slipp og í kringum höfnina og þar duttum við oft á skemmti- legt myndefni. Hann hjálpaði mér að opna augun fyrir góðu myndefni og mynstri.“ Líflausar senur Áður fyrr tók Andrés einnig mikið af myndum í afmælis- og stúdentsveislum eða brúðkaup- um. Hann vann einnig um tíma fyrir Leikfélag Reykjavíkur. „Þá voru það atvinnuljósmyndararnir sögðu: „Nei, takk. Þessi maður er ekki með réttindi“. Þeir hjá leik- húsinu voru samt ánægðir með myndirnar mínar því atvinnu- mennirnir sem unnu fyrir þá not- uðu flass eins og í fréttaljósmynd- um og flöttu út allar senur og gerðu þær líflausar. Viðhorfið á þeim tíma var að nota flass hvenær sem væri. Ég notaði hins vegar lýsinguna sem leikhúsið notaðist við og þá komu persónu- einkennin betur fram,“ segir Andrés og hlær þegar hann rifjar upp þennan tíma. Andrés á skráðar negatívur frá árinu 1950 í safni sínu en skrán- ingin hefur farið handaskolum síðan þá. „Það þýðir samt ekki að ég sé hættur að taka myndir,“ seg- ir Andrés sem hefur tekið tækn- inni opnum örmum og á nú staf- ræna myndavél. „Ég er vel settur með græjur.“ Aldurinn farinn að segja til sín Andrés verður 85 ára í haust og er hvergi nærri hættur að mynda. „Aldurinn er að vísu farinn að segja til sín en á góðviðrisdögum er gaman að fara út með mynda- vélina og sjá hvað fyrir augun ber. Það er oft hægt að finna fínt myndefni í Húsdýragarðinum og Grasagarðinum í Laugardalnum,“ segir Andrés. „Ég er ættaður ofan úr Borgarfirði og stefni á að kom- ast þangað sem fyrst og nýta góða veðrið til myndatöku.“ kristjan@frettabladid.is Andrés Kolbeinsson byrjaði að mynda fyrir 60 árum. Á 60 ára ljósmyndunarferil að baki LJÓSMYNDARINN Andrés Kolbeinsson hefur mundað myndavélina í ein 60 ár. Hann verður 85 ára í haust. TJÖRNIN ÁRIÐ 1959 Ungir krakkar, Kolbeinn Andrésson og Susan, gefa fuglunum við Reykja- víkurtjörn. Hólminn, Fríkirkjan, Fríkirkjuvegur og Hljómskálinn blasa við. Laugardalurinn Svona litu Laugarásvegur, Laugardalurinn og Laugardalshöllin út í maí árið 1964. Reykjavík úr lofti Háskóli Íslands, Þjóðminjasafnið, Suðurgata, Melavöllur og jarðfræða- húsið. Myndin var tekin 2. ágúst 1961. Reykjavík áður fyrr Reykjavík á árunum 1950-1960. Hér getur að líta Lækjartorg, Bernhöfts- torfuna, Lækjargötu og strætisvagna. LÆKJARTORG ÁRIÐ 1925 Hér má sjá Lækjartorg, Lækjargötu 2, Stjórnarráðið og Bankastræti. Stóra hvíta húsið sem gnæfir yfir í baksýn er Eimskipafélagshúsið. AK O /L JÓ SM YN D AS AF N R EY KJ AV ÍK U R G RÓ /L JÓ SM YN D AS AF N R EY KJ AV ÍK U R G RÓ /L JÓ SM YN D AS AF N R EY KJ AV ÍK U R G RÓ /L JÓ SM YN D AS AF N R EY KJ AV ÍK U R G RÓ /L JÓ SM YN D AS AF N R EY KJ AV ÍK U R Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur opnað safn á netinu. Um þrjú þúsund myndir eru á safninu en verða tíu þúsund í lok árs: Reykjavík að fornu og nýju á netinu M AÓ /L JÓ SM YN D AS AF N R EY KJ AV ÍK U R M AÓ /L JÓ SM YN D AS AF N R EY KJ AV ÍK U R Hallgrímskirkja í byggingu Myndin var tekin þegar verið var að hefjast handa við byggingu Hallgríms- kirkju. Styttan af Leifi heppna Eiríkssyni var þó komin upp. REYKJAVÍK ÚR LOFTI ÁRIÐ 1919 Fyrsta loftmyndin af Reykjavík. Tjörnin, miðbærinn og Vesturbærinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.