Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 1
▲ SÍÐA 30 Á slóðum Einars Ben ● vilja síður sameiginlegar gjafir Silja og Vignir: ▲ SÍÐA 18 Hjónin eiga afmæli í dag EM í fótbolta: ▲ SÍÐA 21 Ítalir úr leik þrátt fyrir sigur MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MIÐVIKUDAGUR FJÓRIR LEIKIR Í KVÖLD Sjöundu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum. KA tekur á móti Fylki á Akureyri, Skagamenn sækja Keflvíkinga heim, FH mætir Grindavík í Hafnarfirði og Víkingar og Eyjamenn eigast við í Fossvogi. Allir leikirnir hefjast kl. 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FREKAR BLAUTT víða á landinu í dag en úrkomulítið allra vestast. Það kólnar í dag sérstaklega norðanlands. Sjá síðu 6. 23. júní 2004 – 169. tölublað – 4. árgangur NÝÚTSKRIFAÐIR FÁ SKÓLAVIST Nýútskrifaðir grunnskólanemar komast í framhaldsskóla en staða nemenda sem gert hafa hlé á framhaldsmenntun sinni og vilja komast aftur að er óljós. Sjá síðu 2 Á MIKILLI SIGLINGU Íslenskur hluta- bréfamarkaður hækkaði meira en nokkur markaður í fyrra. Þróunin heldur áfram í ár. Markaðurinn er hátt verðlagður um þessar mundir, en líkur á snöggri lækkun eru ekki miklar enn sem komið er. Sjá síðu 6 LANDSPÍTALINN ENN FRAM ÚR HEIMILDUM Landspítali - háskóla- sjúkrahús hefur farið tæpar 100 milljónir króna fram úr fjár- heimildum fyrstu fimm mánuði ársins. Til- sjónarnefnd með rekstri spítalans telur að sparnaðaraðgerðirnar í vetur hafi hvergi nærri dugað til. Sjá síðu 8 ÓTTASLEGNIR FARÞEGAR Þrír miklir hvellir og eldtungur úr hreyfli þotu Iceland- air við flugtak frá Krít í fyrradag vakti ótta meðal margra farþega. Ekki reyndist þó hætta á ferðum og lenti vélin í Keflavík sex tímum seinna. Icelandair bauð áfallahjálp. Sjá síðu 12 53%66% Kvikmyndir 26 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 RÚSSLAND, AP Þúsundir herdeilda flykktust til borgarinnar Nazran í Ingúsetíuhéraði í Suður-Rússlandi við landamæri Tsjetsjeníu til að uppræta tsjetsjenska uppreisnar- hópa. Þeir eru grunaðir um að hafa kveikt í lögreglustöð og opin- berum byggingum í þremur bæj- um héraðsins. 48 menn urðu eld- unum að bráð. Þar af voru 28 óbreyttir borgarar, 18 lögreglu- menn og þrír háttsettir embættis- menn í borginni. Alls hafa 60 manns slasast í árásunum. Í höf- uðborginni Nazran hafa fjölmarg- ar árásir verið gerðar á opinberar byggingar að næturlagi. Hermenn hafa fengist við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna í fimm ár en ekki náð að stöðva öldu árása og hræðast menn að átökin geti breiðst út um Suður- Rússland. Vladimír Pútín Rúss- landsforseti hefur skipað yfir- völdum að „finna og eyða“ þeim Tsjetsjenum sem brenndu bygg- ingarnar fyrir kosningar í ágúst þar sem kjósa á nýjan forseta Tsjetsjena í stað Akhmad Kadyrov, sem var drepinn í síð- asta mánuði í sprengjutilræði. Það hefur verið mikið áfall fyrir stefnu Pútíns að ná ekki að koma stöðugleika á í héraðinu. Hershöfðingi í her stjórnarinn- ar, Ilya Shabalkin, segir að um 50–100 árásarmenn vopnaða vél- byssum og handsprengjum sé um að ræða, aðallega Tsjetsjena en þó einnig Ingúseta og jafnvel erlenda bardagamenn, sem vilji sýna er- lendum hryðjuverkamönnum hvers þeir eru megnugir svo þeir fái frá þeim peninga til að fjár- magna blóðuga baráttu þeirra fyrir aðskilnaði frá Rússlandi. ■ Hörð átök rússneskra hersveita og Tsjetsjena: Tugir féllu í árás Tsjetsjena SUMARSÓLSTÖÐUR Eindæma veðurblíða hefur leikið við Íslendinga undanfarið, á bjartasta tíma ársins. Ungir elskendur nutu bjartrar sumarnætur við Sæbraut í Reykjavík er ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í fyrrinótt. Útsýnið yfir Faxaflóann þar sem sumarnóttin baðaði Akrafjallið geislum sínum heillaði að vonum hina ungu elskendur. Ólafur Ragnar með 70 prósenta fylgi Ólafur Ragnar fær 72% greiddra atkvæða í forsetakosningum ef tekið er mið af afstöðu þeirra sem ætla að mæta á kjörstað, samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins. Fimmtungur ætlar að skila auðu. ● jafntefli tryggði dani og svía áfram Elva Dögg Melsted: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Eldar fisk hvunndags ● fjármál Guðrún Ásmundsdóttir: ● leiklist og sagnfræði fara vel saman FORSETAKJÖR Ólafur Ragnar Gríms- son hlýtur öruggt endurkjör sem forseti Íslands, ef niðurstöður for- setakosninga næstkomandi laug- ardag verða í samræmi við skoð- anakönnun Fréttablaðsins sem framkvæmd var í gærkvöldi. Af þeim þátttakendum í könnuninni sem gerðu upp á milli frambjóðendanna þriggja ætluðu níu af hverjum tíu að kjósa Ólaf Ragnar, tæplega átta prósent sögð- ust myndu styðja Baldur Ágústs- son og um tvö prósent ætlaðu að kjósa Ástþór Magnússon. Fimmtungur aðspurðra ætlar hins vegar að skila auðu og um fimm prósent segjast ekki ætla að kjósa. Sé miðað við svör allra þátt- takenda í könnunni nýtur Ólafur Ragnar stuðnings ríflega sextíu prósent þjóðarinnar. Forsetinn nýtur heldur meiri stuðnings á landsbyggðinni sam- kvæmt könnuninni og hlutfall þeirra sem ætla að skila auðu er mun hærra í þéttbýli en á lands- byggðinni. Ekki var marktækur munur á afstöðu kynja. Hringt var í 800 manns og tók 91% að- spurðra afstöðu. Ef tekið er mið af afstöðu þeirra sem ætla að mæta á kjörstað á laugardag mun Ólafur Ragnar Grímsson hljóta tæplega 72% greiddra at- kvæða, Baldur Ágústsson rúm- lega sex prósent og Ástþór Magnússon um eitt prósent, en auðir seðlar verða rúmlega 20% af greiddum atkvæðum. Gengið verður til atkvæða í sjöttu forsetakosningunum frá stofnun íslenska lýðveldisins á laugardaginn kemur. Sjá nánar á síðu 4. KOFI ANNAN Viðurkennir ekki sök vegna sinnuleysis umheimsins vegna Súdan. Átökin í Súdan ágerast enn: Sinnulaus umheimur AFRÍKA, AP Framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, Kofi Annan, segir að stofnunin beri ekki ábyrgð á sinnuleysi umheimsins vegna blóð- ugra átaka í Súdan. Mörg hjálpar- samtök hafa gagnrýnt að fáir virð- ist sýna viðleitni til hjálpar í þessu stríðshrjáða landi en sögur herma að þar fari fram þjóðarmorð á íbú- um landsins. Annan, sem var yfir- maður friðargæslu SÞ í Rúanda þegar þjóðarmorðin þar áttu sér stað hefur fengið sinn skerf af gagnrýni vegna þessa en yfir ein milljón manna hafa flúið frá Súdan að undanförnu. ■ RÁÐIST Á LÖGREGLU Rússneski herinn berst við Tsjetsjena í suðurhluta landsins. Yfirvöld hafa sent þúsundir herdeilda til að uppræta átökin og hefur tíu herbílum verið grandað. Hér sést látinn lögreglumaður við skemmdan bíl sinn. Castró gerir Bush tilboð: Býður fátæk- um læknis- þjónustu FÉLAGSMÁL „Sýndu heiminum að til eru aðrir hlutir en hroki, stríðs- átök, fjöldamorð, hatur, eigingirni og lygar,“ sagði Fidel Castró, for- seti Kúbu, í ávarpi sem beint var til George Bush, forseta Banda- ríkjanna. Hefur hann fyrir hönd þjóðar sinnar boðið Bush að senda þrjú þúsund fátæka Bandaríkja- menn til Kúbu ásamt fylgdar- manni og njóta þar ókeypis lækn- isþjónustu. Þetta býður Castró á sama tíma og aðgerðir Bandaríkjastjórnar fara harðnandi gagnvart Kúbu og gerði hann að umtalsefni að fjöldi kúbverskra lækna sem starfa í þróunarlöndum víða um heim er margfaldur á við bandarískra lækna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.