Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004 Golden Bay - Örfáar vi›bótaríbú›ir 5. og 12. júlí Ver› frá: 49.900 kr. á mann m.v. fjóra í íbú› í 7 nætur. Elisso - 12. og 19. júlí Ver› frá: 44.900 kr. á mann m.v. flrjá í íbú› me› einu svefnherb. í 7 nætur. Aukavika: 13.800 kr. á mann. 2 fyrir 1 á Benalmadena Palace 29. júní Ver› frá: 50.870 kr. á mann m.v. tvo í stúdíó í 14 nætur. Millilent á Akureyri. Sumartilbo› - Club Royal Beach 8., 15. og 22. júlí Ver› frá: 44.900 kr. á mann m.v. fjóra í íbú› me› einu svefnherb. í 7 nætur. Aukavika: 13.400 kr. á mann. Sumartilbo› - Ondamar 6. e›a 13. júlí Ver› frá: 44.900 kr. á mann m.v. fjóra í íbú› me› einu svefnherb. í 7 nætur Aukavika: 12.800 kr. á mann. Sumartilbo› - La Colina 7., 14. og 21. júlí Ver› frá: 37.600 kr. á mann m.v. sex í íbú› me› tveimur svefnherb. í 7 nætur. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 50 68 0 6/ 20 04 www.urvalutsyn.is Krít: Costa del Sol: Benidorm/Albir: Mallorca: Portúgal: Fáðu ferðatilhögun, nána ri upplýsingar um gististaðina og reikna ðu út ferðakostnaðinn á netinu ! Allt verð er staðgreiðsluverð á mann m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. BELGÍA, AP Lykkja var lögð á leið Ólympíueldsins svo hann kæmi við í höfuðstöðvum Evrópusam- bandsins í Brussel. Kyndillinn kom frá Montreal í Kanada með flugi og verður hlaupið með hann um Evrópu nú síðustu dagana fyrir leikana, sem hefjast 13. ágúst. Vanalega er hlaupið með kyndilinn í gegnum borgir sem hafa áður haldið leikana en undan- tekning var gerð þar sem Brussel er talin tákn Evrópu. Á leiðinni til Brussel var hlaupið með kyndil- inn í gegnum Antwerpen í Belgíu en þar voru leikarnir haldnir árið 1920. Kyndillinn kemur við í fimmtán borgum Evrópu þar sem leikarnir hafa verið haldnir áður en hlaupið verður með hann til Grikklands 9. júlí. ■ Ólympíueldurinn: Til Brussel MEÐ ÓLYMPÍUKYNDILINN Hér eru Spiros Lambridis, til hægri, sendi- herra Aþenu 2004, og forseti belgísku Ólympíunefndarinnar, Francois Narmon. SEX METRA LOKKUR Víetnaminn Tran Van Hay sýnir stoltur 6,2 metra langt hár sitt. Van Hay, sem er 67 ára, hefur ekki klippt hár sitt í 31 ár. Heimsmetabók Guinness skráir hárvöxtinn sem heimsmet innan skamms. Sabina Harman: Réttað í Írak BAGDAD, AP Bandaríkjaher hefur ákveðið að Sabrina Harman, sem grunuð er um pyntingar í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak, komi fyrir rétt á fimmtudag. Hún er þekkt fyrir að standa brosandi á myndum af nöktum íröskum mönnum sem liggja á grúfu ofan á hver öðrum. Harman er ein sex hermanna sem bíða réttarhalda en einn her- mannanna hefur þegar játað á sig pyntingarnar og fengið árs fang- elsisdóm. Lögfræðingar halda því fram að hermennirnir hafi gegnt skipunum yfirmanna sinna. ■ UMFERÐARÖRYGGI Í gær hófst sumarstarf umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar og Umferðarstofu formlega með sýningu á því þegar bifreið var látin falla úr 20-30 metra hæð við Sundahöfn í Reykjavík. Bif- reiðin, eldri Volvo, hafði verið hífð upp með krana en fallið mun jafngilda því að bíll lendi í árek- stri á 60-90 kílómetra hraða. Ein helsta ástæða slysa er of mikill hraði miðað við aðstæður og er því byrjun starfsins í ár gerð með þessum táknræna hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðarstofa hafa haft um- ferðarfulltrúa yfir sumartímann síðastliðin sjö ár en það er sá tími sem umferð er hvað mest hér á landi og fjöldi alvarlegra slysa og banaslysa hvað mestur. Markmið- ið með starfi umferðarfulltrúa er að stuðla að auknu umferðar- öryggi, m.a. með því að koma ábendingum um það sem betur má gera í umferðinni til sveitar- félaga, lögreglu og Vegagerðar, gera kannanir og koma niðurstöð- um þeirra til almennings og þeirra sem starfa við umferðar- mál, svo eitthvað sé nefnt. ■ HÍFÐUR UPP Volvoinn var hífður upp í 20-30 metra hæð við Sundahöfn áður en hann var látinn falla til jarðar. Umferðarfulltrúar hefja störf: Táknrænt upphaf HÖRÐ LENDING Lendingin var hörð en bíllinn kom þó ekki niður á framendann eins og til stóð og því stóð hann höggið nokkuð vel af sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.