Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 14
14 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ÞJÓNUSTA Í 150 ÁR Eitt elsta gufuskip heims leggur af stað í fyrstu ferð sumarsins með ferðamenn á vatninu Mjosa í Noregi. Skipið hefur verið í notkun í tæp 150 ár. Hreppsnefndarmaður á Bakkafirði: Gagnrýnir vinnubrögð Neyðarlínu SJÓSLYS „Það er fyrir neðan allar hellur að Neyðarlínan skuli standa að málum með þessum hætti,“ segir Frímann Grímsson, sem sæti á í hreppsnefnd Bakka- fjarðar. Hann hefur átt í deilum við framkvæmdastjóra Neyðar- línunnar, Þórhall Ólafsson, vegna vinnubragða stofnunarinnar við sjóslys í byrjun júní. Þá tilkynnti skipstjóri Gústa frá Papey að leki væri kominn að bát sínum skammt úti af Langanesi og bað um aðstoð. Tilkynningarskylda skipa óskaði strax eftir að Neyð- arlínan kallaði út hjálparsveitir og kallaði starfsmaður hennar út mannskap á Vopnafirði og í Þórshöfn en ekki í Bakkafirði, sem þó var næst slysstaðnum. Frímann segir að fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar hafi tilkynnt honum eftir að hann gagnrýndi vinnubrögðin opinber- lega að það væri ekki hlutverk Neyðarlínunnar að kalla út hjálp- arsveitir vegna sjóslysa. „Svo á hann í hótunum við mig fyrir að benda á atriði sem betur mættu fara. Sem betur fer varð mann- björg í þessu slysi en það mætti halda að dauðaslys þurfi til að starfsmenn Neyðarlínunnar vakni af værum svefni.“ Framkvæmdastjóri Neyðarlín- unnar vildi ekkert tjá sig um þessa gagnrýni Frímanns þegar eftir því var leitað. ■ Saddam Hussein: Áfram í haldi Banda- ríkjamanna ÍRAK Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra í Írak, verður áfram í varðhaldi Bandaríkja- manna jafnvel þó að ætlunin sé að írösk yfirvöld fái hann í hend- ur við lok mánaðarins. Saddam hefur verið í haldi á leynilegum stað síðan hann var handtekinn í vetur. Fáir hafa fengið að heim- sækja hann eða ganga úr skugga um að farið sé með hann eftir al- þjóðlegum lögum og reglum, sem mörg félagasamtök óttast að séu virt að vettugi. ■ Óhapp í Skagafirði: Vörubíll valt UMFERÐARÓHAPP Ökumaður og far- þegi sluppu ómeiddir þegar vöru- bíll valt við Lambanes í Fljótum í Skagafirði í fyrrinótt. Að sögn lög- reglunnar á Sauðárkróki var vöru- bílinn að mæta öðrum bíl og keyrði út í vegkantinn, sem gaf sig undan þunganum með fyrrgreind- um afleiðingum. Bíllinn varð fyrir töluverðum skemmdum og húsið er talið ónýtt en ekki er vitað hversu skemmd grindin er. Hann var hífður upp seinnipartinn í gær. Farþegar bílsins sem mætti vöru- bílnum virðast ekki hafa orðið varir við veltuna. ■ Samkeppnisyfirvöld í Noregi: Réðust inn í höfuðstöðvar SAS NOREGUR Samkeppnisyfirvöld réð- ust inn í höfuðstöðvar flugfélags- ins SAS Braathens í Noregi í gær en grunur leikur á að fyrirtækið hafi stundað ólögleg undirboð á markaði sínum um nokkurn tíma. Er um afar flókna aðgerð að ræða og bjuggust talsmenn samkeppn- isyfirvalda jafnvel við að tíu daga tæki að rannsaka skjöl og gögn í höfuðstöðvum flugfélagsins. Hafa flugfargjöld félagsins lækkað undarlega mikið að þeirra mati síðan norska lágfargjaldaflug- félagið Norwegian Air Shuttle tók til starfa. ■ VEGGMYND AF SADDAM HUSSEIN Bandaríkjamenn ætla sér að halda honum áfram í sinni gæslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F RÍ M AN N G RÍ M SS O N LAGT AF STAÐ MEÐ DÆLU Tveimur tímum eftir hjálparkall smábáts við Langanes fengu björgunarsveitarmenn á Bakkafirði vitneskju um það. Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · Fax 569 7799 Bjóddu vinunum á EM í fótbolta Hágæða myndvarpar á glæsilegu EM tilboði Myndvarpar fyrir heimilið Með hágæða myndvarpa frá Nýherja getur þú upplifað EM í fótbolta á einstakan og ógleymanlegan hátt. Hafðu samband við sérfræðinga Nýherja sem veita þér faglega ráðgjöf við val og uppsetningu á rétta myndvarpanum. Sony VPL-ES1 Þyngd 2,8 kg. Bjartur 1500 Ansi lumen Tölvuupplausn 800x600 Hljóðlátur 34 dB. Lampaending 3000 klst. EM tilboð: 125.300 kr. ASK C110 Þyngd 3,1 kg. Bjartur 1500 Ansi lumen Tölvuupplausn 800x600 Faroudja myndtækni Myndskerpa 2000:1 Auðfestanlegur í loft Endingargóð pera EM tilboð: 129.000 kr. 3M S10 Frá hönnuðum Ferrari Bjartur 1200 Ansi lumen Tölvuupplausn 800x600 Faroudja myndtækni Lampaending 3000 klst. Loftfesting fylgir EM tilboð: 129.000 kr. Toshiba ET1 Breiðtjaldsform 16:9 Tölvuupplausn 800x600 Faroudja myndtækni Lampaending 4000 klst. Loftfesting fylgir EM tilboð: 119.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.