Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 35
Breska gamanmyndin The Lady- killers frá árinu 1955 er fyrir löngu orðin klassík en þar fóru Alec Guinness, Peter Sellers, Her- bert Lom, Cecil Parker og fleiri á kostum í hlutverkum glæpa- manna sem leigja hjá eldri konu. Skúrkarnir þykjast vera tónlistar- menn og gera heimili konunnar að miðstöð stórkostlegs ráns sem þeir eru með í bígerð. Þegar sú gamla kemst að því hvað vakir fyrir Guinness og félögum sjá þeir sér þann kost vænstan að kála kerlu en komast að því að kerlingin er ekkert lamb að leika sér við. Þeir eru því síður en svo að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, Coen-bræðurnir, en þeir eru vitaskuld alltaf bestir þegar þeir vinna með frumsamið efni, auk þess sem það er álíka mikill óþarfi að endurgera Ladykillers og Psycho. Bræðurnir halda sig við meginþráð gömlu myndarinn- ar en skella á skeið í persónusköp- un og samtölum. The Ladykillers heldur þó ekki dampi og mun seint flokkast með betri verkum þessara snjöllu bræðra. Hún hefði sjálfsagt sigið vel niður fyrir meðallag í höndun- um á minni spámönnum en þeim bræðrum, sem eru meira að segja góðir á slæmum degi. Helstu höfundareinkenni þeirra, kostuleg samtöl og fríkað- ar persónur, bjarga sögunni fyrir horn og snilldartaktar nokkurra aðalleikaranna bjarga rest. Hin hvimleiði og ofmetni Tom Hanks er í toppformi, nýtur sín í botn í rullu Guinness, Marlon Wayans ofleikur með látum en tekst að vera fyndinn en senuþjófurinn er J.K. Simmons, sem er hreint út sagt dásamlegur í hlutverki eins hinna misheppnuðu krimma. Þessi fjölhæfi leikari sem dúkkar stundum upp í hlutverki geðlækn- is í Law&Order: Criminal Intent á síðan eftir að mæta til leiks í enn betra formi, sem ritstjórinn J. Jonah Jameson, í Spider-Man 2 seinna í sumar. Þórarinn Þórarinsson 27MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is SÝND kl. 6, 8 og 10.10 KILL BILL kl. 5.30, 8 og 10.50 B.I.16 Síð. sýn. JERSEY GIRL kl. 5.50, 8 og 10.10 - Síð. sýn. BUTTERFLY EFFECT kl. 10LAWS OF ATTRACTION kl. 6, 8 og 10TROY kl. 7 og 10 B.I. 14 HARRY POTTER kl. 6 M/ENSKU TALI SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.50, 8.30 og 11 SÝND kl. 6 og 8 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. FORSÝNING KL. 10.15 B.I. 12 Frábær grínmynd frá leikstjóra Legally Blonde. HHHH "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com HHH H.L. MBL HHH Skonrokk ...hreinn gullmoli ...Brilljant mynd. Þ.Þ. FBL HHH1/2 kvikmyndir.is Þær eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim. Frá framleiðanda Spider-Man     '*( %           !"# $% &'(                  !" !  )' !"# $% &'( #$ %   &' '        !"                                 G O T T F Ó L K M c C A N N · 2 6 4 8 3 Mig vantar eitthvað gott við ofnæmi. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadin sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja lyfinu. Dags. 16.05.00. T ilb o ð in g ild a ti l 1 .7 . 2 00 4 20% afsláttur Tom Hanks í stuði [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN THE LADYKILLERS Leikstjórar: Ethan Coen, Joel Coen Aðalhlutverk: Tom Hanks, Irma P. Hall, Marlon Wayans, J.K. Simmons ■ HLJÓMLEIKAR Komnir til að klára dæmið Hin goðsagnakennda rokkhljóm- sveit Deep Purple kom til landsins í gær og þeir Ian Gillan, Roger Glover, Ian Paice, Don Airey og Steve Morse hittu fréttamenn að máli í gær og voru í góðu stuði. Sveitin hélt síðast tónleika á Íslandi 18. júní 1971 og félagarnir sögðust vera komnir til að klára tónleikana sem enduðu í rafmagnsleysi fyrir 33 árum. Þá létu þeir það fylgja sög- unni að þeir biðu spenntir eftir að fá að spila fyrir Íslendinga á ný. Það var uppselt á tónleikana 1971 og allt stefnir í að sagan endur- taki sig nú en sveitin heldur tvenna tónleika að þessu sinni í kvöld og annað kvöld. Það er „gjörsamlega uppselt á seinni tónleikana,“ segir Einar Bárðarson tónleikahaldari. „En enn eru örfáir miðar eftir á tón- leikana í kvöld og þeir eru sem fyrr seldir á Hard Rock Cafe.“ Deep Purple er komin á spjöld ís- lenskrar rokksögu fyrir það að hafa selt flesta aðgöngumiða á rokktón- leika á Íslandi með samanlagðri miðasölu áranna 1971 og 2004. Þeir Gillan, Glover og Paice hafa verið í hljómsveitinni frá upphafi en Airey og Morse slógust í hópinn fyrir nokkrum árum. Steve Morse hefur meðal annars verið valinn gít- arleikari ársins fimm sinnum af tímaritinu Guitar Player. Þessi liðs- skipan hefur verið á fleygiferð um heiminn síðastliðin tvö ár og hefur leikið við góðar undirtektir. Sveitin mun leika nýtt og gamalt efni í bland í Laugardalshöllinni en kapparnir segja að það munu þó bera meira á gamla, sterka efninu sem sveitin er þekktust fyrir. ■ DEEP PURPLE Eru mættir hressir til landsins eftir áratuga fjarveru og spila í Höllinni í kvöld og annað kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.