Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 30
23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR „Ég uppgötvaði Cure þegar ég var þrettán ára í gegnum vini mína í Ár- bæjarskóla,“ segir Birgir Örn Stein- arsson, söngvari hljómsveitarinnar Maus. „Ég fékk svo rosalega áráttu að ég komst ekki í gegnum daginn án þess að hlusta á eina Cure-plötu í gegn. Ég keypti allt sem ég komst yfir og á örugglega eitt stærsta Cure-safnið á Íslandi.“ Í kvöld ætlar Birgir að fjalla um feril hljómsveitarinnar The Cure á svonefndu Tímakvöldi í húsakynn- um Klink og Bank. Hann ætlar að spila sjaldgæfar og óútgefnar upp- tökur og beina athyglinni sérstak- lega að þeirri list Cure að sjá fegurð- ina í öllu sem dapurt er. „Það sem hefur alltaf heillað mig við Cure er að þótt tónlistin sé kannski frekar melankólísk og döp- ur þá eru textarnir það ekkert endi- lega. Söngvarinn hefur sjálfur sagt að hann líti ekki á þetta sem þung- lyndistónlist, því fyrir honum er hljómsveitin að breyta einhverju sem er dapurlegt í eitthvað fallegt.“ Birgir varð svo heppinn að kynn- ast meðlimum hljómsveitarinnar persónulega um það bil áratug eftir að hann gerðist eldheitur aðdáandi þeirra. „Ég tel einn þeirra til góðra vina minna í dag. Með þessu fékk ég enn- þá meira innsæi í það sem þeir eru að gera. Þeir sögðu mér allt sem kemur hvergi fram annars staðar, svo nú veit ég eiginlega óþarflega mikið um þessa hljómsveit.“ Birgir ætlar meðal annars að fjalla um hinn sérstaka hljóðheim hljómsveitarinnar, sem hefur haft mikil áhrif á fjölmargar hljómsveit- ir sem á eftir hafa komið. Á næstu vikum er von á nýrri plötu frá The Cure, þeirri fyrstu sem komið hefur frá henni í fjögur ár. Hún fær þegar góða dóma og að- dáendur bíða hennar með mikilli eft- irvæntingu. Tímakvöldið hefst klukkan níu í kvöld og fer þannig fram að Birgir setur plötur á fóninn og miðlar af fróðleik sínum á milli laga. ■ Kynnir gömlu átrúnaðargoðin ■ TÓNLIST Deiliskipulag - Eyvindarholt 1 Bæjarstjórn Álftaness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi landspildunnar Eyvindarholt 1, Álftanesi, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulagssvæðið afmarkast af mörk- um lands Eyvindarholts 1, sem liggur austanvert við Norðurnesveg. Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir íbúðarlóð með einu einbýlishúsi í Eyvindar- holti 1, auk óbyggðs svæðis innan veghelgunar- svæðis meðfram Norðurnesvegi. Skipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Álftaness, Bjarnastöðum, frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga frá 23. júní til 23. júlí 2004. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipu- lagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 4. ágúst 2004. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Álftaness, Bjarnastöðum. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Bæjarstjórinn á Álftanesi HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Með Avis kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Benidorm kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Alicante kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Costa del Sol kr. 2.100,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Spánn AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Ólafur Kolbeinn Guð- mundsson leikur á píanó á há- degistónleikum í Hafnarborg.  22.00 Andrea og Blúsmennirnir hennar verða í banastuði á Næsta bar við Ingólfsstræti. ■ ■ FYRIRLESTRAR  21.00 Tímakvöld í Klink og Bank. Birgir Örn Steinarsson fjallar stuttlega um feril The Cure. ■ ■ SAMKOMUR  19.00 Jónsmessuleikur verður á níu stöðum í Kjarnaskógi á Akur- eyri með álfum, seiðkonum, Jóns- messubrennu og mörgu fleiru. Brúðuleiksýningin Jörðin verður sýnd, og eftir að dagskrá lýkur verður haldið í Jónsmessugöngu upp í klettana fyrir ofan skóginn.  20.00 Menningarhátíðinni Björtum dögum í Hafnarfirði lýkur að venju með Jónsmessuævintýri í Hellis- gerði. Götulistahópur vinnuskólans gæðir garðinn lífi með litríku glensi og gríni og á sviðinu verða Das- bandið, Hundur í óskilum, Kór Flensborgarskólans, KK, Karla- kórinn Þrestir, Dixielandfélagið, Tangósveit lýðveldisins og frum- flutt verður nútímadansverk eftir Steinunni Ketilsdóttur.  Jónsmessubál verður við Tungurétt í Svarfaðardal í kvöld. Þar skemmta menn sér við söng og sögur. ■ ■ MESSUR  23.00 Miðnæturguðsþjónusta verður í Hallgrímskirkju í tilefni af Jónsmessu. BIRGIR ÖRN, Í MIÐJUNNI, ÁSAMT SÖNGVARA OG BASSALEIKARA THE CURE Robert Smith söngvari og Simon Gallup bassaleikari hafa haldið hljómsveitinni The Cure gangandi í aldarfjórðung. Sannkallað Jónsmessuævintýri verður í kvöld í Hellisgerði, hinum fagra skrúðgarði Hafnfirðinga. Þar koma fram listamenn á borð við Dasbandið, Dixielandfélagið og Tangósveit lýðveldisins, ásamt kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði og karlakórnum Þröstum. Einnig verður flutt nýtt dansverk eftir Steinunni Ketilsdóttur. Hljómsveitin Hundur í óskilum sér um kynningar og verður með al- mennt sprell, auk þess sem götu- listahópur vinnuskólans gæðir garð- inn lífi með litríku glensi og gríni. „Við erum að eigna okkur Jóns- messuhátíðina. Það er hvergi betra að halda upp á Jónsmessuna en í Hellisgerði,“ segir Marín Hrafns- dóttir, menninarfulltrúi Hafnar- fjarðarbæjar. Jónsmessuhátíðin í Hellisgerði er lokapunkturinn á lista- og menningarhátíðinni Björt- um dögum, sem hófst 12. júní. „Við höfum verið mjög heppin með veður, nema fyrsta daginn þeg- ar það gerði þvílíkt slagviðri að mað- ur trúði því varla. En fall er farar- heill og þetta hefur verið mjög vel sótt, þótt við höfum verið að keppa við fótboltann stundum og svo góða veðrið.“ Marín hvetur fólk að mæta með góða skapið í kvöld, og taka úlpuna með ef það skyldi líta út fyrir rign- ingu. ■ Jónsmessuhátíð Hvergi betra að halda upp á Jónsmessuna SYNGUR Í HELLISGERÐI Kristján Kristjánsson er einn þeirra lista- manna sem koma fram á Jónsmessuhátíð í Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.