Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 5
www.ils.is Breytt Íbúðalánasjóðslán Borgartún 21, 105 Reykjavík, sími: 569 6900, fax 569 6800, www.ils.is Íbúðalánasjóður býðst til þess að skipta samtals (eins og fram kemur hér að neðan í hverjum flokki fyrir sig) allt að hámarksmagni útistandandi skuldabréfa í 1., 2., 3. og 4. flokki hús- og húsnæðisbréfa fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í febrúar 2024, í 5. og 6. flokki fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í apríl 2034 og í 7. flokki fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í júní 2044.   Flokkur Skiptanleg skuldabréf ISIN -Númer Hámarksmagn sem tekið verður við 1 IBN 20 á gjalddaga 01/01/2020 IS0000001154 100% 2 IBH 21 á gjalddaga 15/01/2021 IS0000001063 85% 3 IBH22 á gjalddaga 15/12/2022 IS0000001071 85% 4 IBH 26 á gjalddaga 15/03/2026 IS0000004927 85% 5 IBH 37 á gjalddaga 15/012/2037 IS0000001097 85% 6 IBN 38 á gjalddaga 01/01/2038 IS0000001162 100% 7 IBH 41 á gjalddaga 15/03/2041 IS0000004935 85%   Áttu húsbréf? Peningar í stað húsbréfa Frá 28.-30. júní býðst eigendum húsbréfa að skipta þeim fyrir hin nýju, markaðsvænu íbúðabréf Íbúðalánasjóðs. Hafðu samband við banka þinn eða verðbréfafyrirtæki og fáðu ráðgjöf vegna þessa. Frá og með 1. júlí 2004 gefst viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs kostur á að taka peningalán, svonefnd ÍLS-veðbréf. Hægt verður að taka ÍLS-lán til 20, 30 eða 40 ára og heimilt að stytta eða lengja lánstímann samkvæmt reglum sem Íbúðasjóður mun setja þar að lútandi. Vextir hinna nýju ÍSL-lána munu verða kynntir 1. júlí næstkomandi. Ef það magn sem boðið er í einum flokki fer fram úr því hámarksmagni sem tekið verður við verða beiðnir vegna þessa flokks lækkaðar hlutfallslega eins og lýst er í minnisblaði um skuldabréfaskiptin.   Endanlegt skiptaverð verður tilkynnt þann 28. júní. Stefnt er að uppgjöri þann 7. júlí 2004.   Handhafar hús- og húsnæðisbréfa geta tilkynnt fyrirætlanir sínar Arion, umsjónarfyrirtæki uppgjörsmála, frá kl. 8.00 að morgni þann 28. júní og til kl. 4.30 síðdegis þann 30. júní 2004 (miðað við staðartíma í Reykjavík) í samræmi við starfshefðir á íslenskum verðbréfamarkaði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.