Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 12
12 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR
Ástþór Magnússon:
Vonar að fólk kjósi með hjartanu
FORSETAKJÖR „Ég höfða til fólks
með hjarta, fólks sem getur ekki
horft upp á lífið murkað úr þús-
undum manns erlendis og ég trúi
ekki að öll íslenska þjóðin sé með
steinhjarta,“ segir Ástþór Magn-
ússon forsetaframbjóðandi.
Nú eru aðeins þrír dagar til
kosninga og Ástþór segir mikið
annríki framundan: „Barátta mín
fyrir að fá að koma mínum mál-
stað á framfæri í fjölmiðlum
hefur óneitanlega sett strik í
reikninginn í kosningabarátt-
unni.“ Ástþór hefur meðal annars
ekki getað heimsótt fyrirtæki
ásamt eiginkonu sinni eins og
hann ætlaði sér en hann mun
reyna að nýta síðustu dagana fyr-
ir kosningar til þess. Internetið er
vettvangur fyrir kosningabaráttu
Ástþórs, en hann heldur netfundi
á vefsíðu sinni forsetakosning-
ar.is á hverju kvöldi klukkan átta
fram að kosningum og segist hafa
fengið góð viðbrögð á fundunum.
Ástþór treystir sér ekki til að
spá hvernig kosningarnar fara á
laugardag en vonar „að fólk kjósi
með hjartanu og velji ekki ein-
hvern steingerving“. ■
MILLILANDAFLUG „Það komu þrír
háværir hvellir hver á eftir öðr-
um og eldtungur stóðu úr einum
hreyflinum í smástund,“ segir
Vernharður Linnet dagskrár-
gerðarmaður, en hann var ásamt
150 öðrum Íslendingum á leið úr
sumarfríi á eynni Krít þegar
miklir hvellir heyrðust í hreyfli
vélar Icelandair við flugtak.
Fengu allmargir farþegar nokk-
uð áfall en vélin hélt þó áfram
flugi sínu og lenti heilu og höld-
nu á Keflavíkurflugvelli í fyrra-
kvöld. Boðið var upp á áfalla-
hjálp við komuna þangað.
„Það sem kannski var erfið-
ast var að allt rafmagn fór af um
tíma eftir að
þetta gerðist og
ljóslaust var á
meðan en ég tók
þó eftir að yfir-
f l u g f r e y j u n n i
stóð ekki á sama.
Innan skamms
tilkynnti flug-
stjórinn þó að
allt væri með
felldu og að lík-
indum hefði ver-
ið um yfirfyll-
ingu af eldsneyti að ræða. Flug-
brautin þarna er fremur stutt og
þeir þurfa að gefa vel inn fyrir
flugtak en ferðin gekk að óskum
eftir þetta.“
Um borð í vélinni voru ásamt
öðrum tveir þjóðkunnir alþingis-
menn, Steingrímur J. Sigfússon
og Jónína Bjartmarz. Steingrím-
ur gerir lítið úr atvikinu og segir
að hann gæti eins hætt í starfi
sínu sem stjórnmálamaður ef
hann kippti sér upp við slík
óhöpp. „Eðlilega fór þó um marga
sem um borð voru en viðbrögð
flugmanns og áhafnar voru til
fyrirmyndar. Það tóku einhverjir
það nærri sér að flugstjórinn til-
kynnti ekki strax hvað hefði átt
sér stað eða hvort allt væri með
felldu en auðvitað þurfti hann að
kanna tékklista sína og mæla
áður en hann gat vitað eitthvað
sjálfur. Öll áhöfnin stóð sig með
mestu prýði alla leiðina og á
þakkir skildar en vitaskuld er
auðvelt að gera sér í hugarlund
að fyrir fólk sem er flughrætt að
þetta hafi skotið þeim skelk í
bringu. Icelandair bauð svo upp á
áfallahjálp og veitingar þegar
lent var og einhverjir notfærðu
sér það.“
albert@frettabladid.is
Grænfriðungar á Ísafirði:
Mótmæla
hvalveiðum
HVALVEIÐAR Skip Grænfriðunga,
MV Esperanza, lagði að höfn í
Ísafirði í dag. Grænfriðungar
eru staddir hér á landi annað
árið í röð til að mótmæla hrefnu-
veiðum. Þeir halda uppi slag-
orðinu „Kjósið framtíðina, ekki
hvalveiðar“ og ætla að ræða við
heimamenn sem og hvalveiði-
menn um stefnumál sín. Um
borð í skipinu er fólk frá 17
löndum. Grænfriðungar leggja
næst leið sína til Húsavíkur,
miðstöð hvalaskoðunar á
Íslandi, hvaðan þeir halda svo til
Reykjavíkur. ■
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG
DORRIT MOUSSAIEFF
Ólafur segir þjóðina hafa kynnst sér og
störfum sínum síðastliðin átta ár.
Ólafur Ragnar Grímsson
Vill gefa
mótframboð-
um svigrúm
FORSETAKJÖR Ólafur Ragnar mætir
í hefðbundin viðtöl í sjónvarpi og
útvarpi en hefur sig að öðru leyti
lítið frammi í kosningabaráttunni
að sögn Ólafíu Rafnsdóttur,
starfsmanns framboðs Ólafs
Ragnars Grímssonar.
„Ólafur er sitjandi forseti og hef-
ur lýst þeirri skoðun sinni að hann
vilji gefa mótframbjóðendum sín-
um svigrúm til að koma sjónarmið-
um sínum á framfæri,“ bætti Ólafía
við. Ólafur Ragnar Grímsson hefur
sjálfur sagt að þjóðin hafi kynnst
störfum hans og stefnu í forsetatíð
sinni síðastliðin átta ár. ■
,,Ég get
eins hætt í
starfi mínu
sem stjórn-
málamaður
ef ég kippti
mér upp
við slík
óhöpp.
Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is
Veri› velkomin
í glæn‡ja verslun okkar a› Ármúla 31
Furu eldhús- og ba›innréttingar
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
@
2
00
4
Til afgrei›slu af lager
Hagstætt ver›!
,,Ég á fullt af myndum og hlutum sem
ég gerði! Mér fannst mjög gaman“.
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?
REYKJAVÍK • AKUREYRI
Sláttuorf
Hörkuorf fyrir
alla sláttumenn
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON OG
NATALIA WIUM
Segir baráttuna fyrir að koma sín-
um málum á framfæri í fjölmiðlum
hafa sett strik í reikninginn.
Hvellur hvekkti
flugfarþega
Þrír miklir hvellir og eldtungur úr hreyfli þotu Icelandair við flugtak frá Krít
í fyrradag vakti ótta meðal margra farþega. Ekki reyndist þó hætta á ferðum
og lenti vélin í Keflavík sex tímum seinna. Icelandair bauð áfallahjálp.
FLUGVÉL ICELANDAIR
Farþegar fengu áfallahjálp þegar lent var á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
BÓKAGERÐARMENN SAMÞYKKTU
Kjarasamningur Félags bóka-
gerðarmanna og Samtaka at-
vinnulífsins hefur verið sam-
þykktur. Talning í atkvæða-
greiðslu bókagerðarmanna lauk
síðdegis í gær. Á kjörskrá voru
alls 1.189. Samtals 294 kusu eða
tæplega 25%. Já sögðu 223 eða
76%, nei sögðu 63 eða 21%. Auðir
seðlar og ógildir voru 8 eða 2%.
■ KJARAMÁL