Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 18
Mörgum finnst gaman að fara í verslunarleiðangra og kaupa sér fín föt eða eitthvað í búið. Margir láta blindast af fínum merkjum en athugaðu að sama hlutinn geturðu fundið í annarri búð – á hagstæðara verði. Svo er líka ráð að kíkja á það sem Kolaportið hefur upp á að bjóða. Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f/ 90 40 12 4 Vextir % 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 50% afsláttur aflántökugjalditil 1. júlí Nú eru sumarfríin að komast í al- gleyming og fólk komið í ferðast- uð. Þótt Ísland sé dýrt ferða- mannaland í samanburði við flest önnur hefur það líka upp á margt að bjóða sem ekki er hægt að njóta hvar sem er. Gildir það til dæmis um hollan íslenskan mat, heilnæmt loft og hreina náttúru. Við getum líka sparað á ferðalög- um ef vilji er fyrir hendi og það þarf ekkert að vera svo miklu dýr- ara að borða á ferðalagi um landið en heima hjá sér. Fyrirhyggjan borgar sig. Til dæmis að smyrja brauð í stað þess að kaupa tilbún- ar samlokur í sjoppunum og elda sjálfur kvöldmatinn í stað þess að setjast inn á næsta veitingastað. Einnig hita vatn í kaffið eða kakó- ið eða biðja um heitt vatn á brúsa í gististað. Það er ódýrt. Gistingu er víða hægt að fá á góðu verði, jafnvel tjalda á lækj- arbakka úti í náttúrunni. Örugg- ara er þá að fá leyfi landeigenda og að sjálfsögðu gegn því að ganga vel um og skilja svæðið eft- ir eins og komið var að því. Flest- ir aðhyllast þó hin hefðbundnu tjaldstæði ef um tjaldútilegu er að ræða, enda snyrtiaðstaða þar í boði og jafnvel eldunaraðstaða. Algengt verð á tjaldstæðum er 500 krónur fyrir manninn fyrir nóttina en í einstaka bæjarfélög- um er gistingin ókeypis. Farfugla- heimili, bændagistingar og gisti- heimili bjóða upp á svefnpoka- pláss á verðinu frá 1.500-2.200 og þótt talað sé um svefnpoka er auð- vitað eins hægt að hafa sængina með. Ýmiss konar spennandi afþrey- ing er víða í boði en ef lítið er í buddunni getur þurft að sneiða hjá þeirri dýrustu og halda sig frekar á þeim mörgu stöðum sem hægt er að njóta án þess að greiða fyrir það. Á landinu eru fögur fjöll til að kanna og klífa, tilkomu- miklir fossar að skoða og víðáttu- miklar fjörur að ganga. Alls stað- ar þarf vissulega að fara um með það í huga að engu sé spillt og vissara getur verið að spyrja landeigendur leyfis. Sums staðar er hægt að skoða söfn endur- gjaldslaust og á öðrum stöðum að kaupa dagpassa sem gilda í sund og söfn á tilteknum svæðum. Þeir eiga að lágmarka útgjöldin. gun@frettabladid.is Handhafar gull- og silfurvið- skiptakorta VISA og Corporate og gullfyrirtækjakorta Euro- card njóta traustra ferðatrygg- inga á ferðalögum, greiði þeir hluta ferðakostnaðar með greiðslukorti áður en lagt er af stað. Algengur misskilningur er að allir sem ferðast á vegum fyrirtækis séu tryggðir ef greitt er með viðskiptakorti fyrirtæk- isins. Hið rétta er að tryggingar þessar gilda fyrir einn til tvo viðskiptavini eða samstarfs- félaga í samfylgd korthafans, enda sé ferðakostnaður þeirra færður á sama ferðareikning. Áður en ferð er keypt er gott að fara yfir hverjir eiga að ferð- ast og hvort þeir eru korthafar. Meta þarf tryggingaþörfina og hafa í huga að munur er á trygg- ingum eftir tegundum korta. Greiðslu ferðarinnar ætti svo að skipuleggja samkvæmt korta- eign þeirra sem ferðast. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar er bent á heimasíðu Tryggingamiðstöðvarinnar, tmhf.is. ■ Ferðatryggingar Traustar ferðatryggingar VISA og Eurocard Mikilvægt er að kynna sér ferðatryggingar áður en haldið er í ferðalög erlendis. Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON, FÉLAGSFRÆÐINGUR OG LEIÐBEINANDI Á NÁMSKEIÐUM FJÁRMÁLA HEIMILANNA, SKRIFAR UM SPARNAÐ. Til hvers að spara? Í síðasta pistli benti ég á hvað það væri auðvelt að spara peninga og að fátt væri skemmtilegra nema ef til vill að eyða þeim. Þar liggur einmitt svar- ið við spurningunni: Hvað á að gera við sparnaðinn? Eyða honum! Í gróf- um dráttum má segja að það séu þrjár ástæður fyrir því að maður ætti að spara. Í fyrsta lagi til þess að eiga peninga fyrir því sem maður ætlar að kaupa. Í öðru lagi til þess að tryggja öryggi fjölskyldunnar ef eitthvað kem- ur upp á og í þriðja lagi til þess að fjárfesta og láta peningana vinna fyrir mann. Sá sem kaupir allt á krít er að tapa peningum á því að greiða vexti af láninu. Sá sem getur borgað af- borganirnar ásamt vöxtum, hlýtur að hafa efni á því að kaupa og ætti því að geta lagt sömu upphæð fyrir. Ekki satt? Jú, en svo koma mótbárurnar: „Maður verður að fá hlutinn strax. Það er ekki hægt að bíða endalaust eftir því að hafa sparað fyrir honum.“ Það dapurlega við þessar mótbárur er að sá sem leggur fyrir eignast hlutina í raun og veru á undan þeim sem kaupir allt á krít. Það tekur einhvern tíma að safna í góðan sjóð en þegar hann er kominn er hægt að kaupa strax það sem vantar, græða vexti og jafnvel semja um góðan staðgreiðslu- afslátt. Stofnaðu sérstaka bók fyrir þennan sparnað og kallaðu hann „neyslusparnað“. Önnur ástæða til sparnaðar er að koma sér upp „örygg- issjóði“ sem getur staðið undir 6 til 12 mánaða útgjöldum heimilisins. Þrátt fyrir almannatryggingar og alls konar einkatryggingar geta komið upp óhöpp í fjölskyldunni sem falla undir „smáa letrið“ eða fjölskyldan fer út í einkarekstur eða tekur aðra áhættu sem ekki verður bætt ef allt fer á verri veg. Það er gott fyrir fjárhaginn, heils- una og fjölskyldulífið að eiga „öryggis- sjóðinn“ ef illa fer. Að lokum er sparn- aður sem fer í fjárfestingar eina leiðin sem er öllum fær til þess að auka við tekjur og eignir fjölskyldunnar. Það eru ekki allir sem komast í álnir með því að vinna sig upp í starfi, erfa ríka frændur eða vinna í lottó. Hins vegar geta allir notað sparnaðinn sinn í fjár- festingar. Meira um það síðar. Sumarkveðja, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Það getur verið notalegt í tjaldútilegum á Íslandi og upplagt að elda sjálfur. Sparnarðarráð fyrir fríið • Skipuleggðu nestið áður en haldið er af stað. • Kauptu inn í lágvöruverslun. • Smyrðu samlokur og borðaðu nesti yfir daginn. • Taktu tjaldið með. • Settu vatn á hitabrúsann og drekktu kaffi úti í náttúrunni. • Taktu veiðistöng með og renndu fyrir fisk í vötnum landsins. Grillaður fiskur er herramannsmatur. • Tíndu ber í eftirréttinn ef ferðast er í ágúst. Sparað í sumarfríinu: Eldað, smurt og gengið ókeypis á fjöll

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.