Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004 Gildir á meðan birgðir endast. Ótrúlegt verð Techmaflex – þín vellíðan 100% vatnshelt efni sem andar vel. Flíkin er þægileg og auðvelt að hreyfa sig í henni, er sterk og endist lengi. Hún heldur mýkt sinni í misjöfnum veðrum: regni, roki, snjó og frosti. Upprunalegir eiginleikar haldast eftir síendur- tekna þvotta við +40°C. ELKA R A I N W E A R A / S 3 Scotchlite Reflective Material TMM 1.699kr Verð áður 2.499- TILBOÐ 1.699kr Verð áður 2.499- TILBOÐ ELKA R A I N W E A R A / S ELKA R A I N W E A R A / S Pollajakki m/endurskini blár, bleikur st. 90-130 Pollabuxur m/endurskini bláar, bleikar st. 90-130 DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stungið mann með hnífi í Bankastræti í júní á síðasta ári. Var hann dæmd- ur í níu mánaða fangelsi á skil- orði. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu nær hálfa milljón í miskabætur, auk vaxta og dráttar- vaxta. Ákærði sætti jafnframt upptöku á 101,87 grömmum af hassi. Tilefni atburðarins var ósætti nokkurra pilta sem leiddi til þess að ákærði dró upp hníf og veitti einum piltanna tvisvar áverka í andlitið. Dómurinn úrskurðaði að þar sem fram hefði komið í málinu að ákærði hefði tekið sig á eftir verknaðinn, látið af óreglu og stundi nú iðnnám, skyldi fresta framkvæmd refsingarinnar, þannig að hún félli niður að liðnum þremur árum frá dómsbirtingu. Auk ofangreindra þátta var ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun upp á 180 þúsund krónur. ■ VARÚÐARRÁÐSTAFANIR Yfirgefin taska fannst í mannmergð í miðbæ Shanghæ í Kína og óttast var að um sprengju væri að ræða. Þegar betur var að gáð voru nærföt og bolir í töskunni. Þingflokkur Samfylkingarinnar: Eitt hæsta matarverð í Evrópu EFNAHAGSMÁL Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi sam- kvæmt nýlegri könnun breska fyrirtækisins ECA International. Íslendingar búa við eitt hæsta matarverð í Evrópu, það er stað- fest með skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands sem unnin var að frumkvæði þingmanna Samfylkingarinnar, að því er seg- ir í tilkynningu frá þingflokki hennar. „Það vekur því athygli að for- sætisráðherra skuli í ræðu í Washington fjalla um fyrirhugað- ar skattalækkanir á kjörtímabil- inu og lýsa þar fjögurra prósentu- stiga tekjuskattslækkun og af- námi eignarskatts. Ekki virðist því svigrúm fyrir verulegar að- gerðir til lækkunar matarverðs,“ segir enn fremur í tilkynningunni. „Þingflokkur Samfylkingarinn- ar telur það eitt brýnasta hags- munamál fyrir íslenskar fjöl- skyldur að ráðist verði í nauðsyn- legar stjórnvaldsaðgerðir til að lækka matarverð og bendir á hve þungt slíkar breytingar munu vega fyrir ferðamannaþjónustuna í landinu.“ ■ HURFU Í BRIMRÓTIÐ Þessar myndir sem teknar eru úr mynd- bandsupptöku sýna þrjá menn sem fylgd- ust með brimi af völdum fellibylsins Dain- mu í Japan hverfa í brimrótið. Tveimur var bjargað við illan leik en sá þriðji er ófund- inn. Myndin var tekin í borginni Kada í miðhluta Japan á mánudaginn. Að minnsta kosti fjórir týndu lífi í óveðrinu og tugir manna slösuðust. Sex fellibyljir hafa farið yfir Japan frá suðri til norðurs á að- eins þremur dögum. Héraðsdómur Reykjavíkur: Níu mánuðir fyrir hnífsstungu Vanskil hjá Ríkisskattstjóra: Ársskýrslur ekki að- gengilegar SKATTAMÁL Þrátt fyrir að nýtt og öfl- ugt skráningarkerfi hafi verið tekið í notkun hjá Ríkisskattstjóra í vetur er enn ómögulegt með öllu að fá upplýsingar um ársskýrslur fyrir- tækja fyrir árið 2003. Er stofnunin undirmönnuð og fást þær upplýsing- ar hjá embættinu að aðgengi að árs- skýrslum frá síðasta ári verði ekki fyrr en í fyrsta lagi í lok þessa árs. Hefur þetta vakið furðu margra sem fýsir í upplýsingar sem ekki eru komnar til ára sinna en allar eldri ársskýrslur eru aðgengilegar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.