Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 8
HEILBRIGÐISMÁL Bráðabirgðaupp- gjör Landspítala - háskólasjúkra- húss eftir fyrstu fimm mánuði árs- ins sýnir 99,5 milljónir króna um- fram fjárheimildir tímabilsins eða 0,9%. Þetta kemur fram í stjórnun- arupplýsingum spítalans fyrir tímabilið janúar-maí. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 2,4% um- fram áætlun. Kostnaður vegna S- merktra lyfja eykst um 9,2% en lyfjakostnaður í heildina eykst um 4,6% frá fyrra ári. „Við fengum fyrstu áætlunina frá LSH í febrúar,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, varaformað- ur fjárlaganefndar Alþingis, sem sæti á ásamt fimm öðrum í tilsjón- arnefnd með rekstri spítalans. „Við fórum yfir hana og sendum ráðherra álit okkar á því í mars- mánuði. Hann sendi það síðan áfram til forráðamanna spítalans. Við töldum þá að þeir ættu mjög langt í land með að aðgerðir þær sem þeir gripu til í janúar-febrúar dygðu.“ Einar Oddur sagði enn fremur, að nefndin myndi fara yfir stöðuna eins og hún væri nú og gefa ráð- herra skýrslu. Í stjórnunarupplýsingunum kemur einnig fram, að skurðaðgerð- um fjölgaði fyrstu fimm mánuði ársins um 2,4% frá fyrra ári að meðtöldum ferliverkaaðgerðum á augum. Aðgerðum fjölgaði í al- mennum skurðlækningum, augn- lækningum, barnaskurðlækningum, brjóstholsskurðlækningum, bækl- unarlækningum, þvagfæraskurð- lækningum og æðaskurðlækning- um. Fækkun var á aðgerðum í háls-, nef- og eyrnalækningum, heila- og taugaskurðlækningum, kvenlækningum og lýtalækningum. Legur á bráðadeildum sjúkra- hússins standa nokkurn veginn í stað en legudögum hefur fækkað um 6,8%. Meðallegutími styttist úr 8,7 dögum í 8,1 daga. Ef aðeins er litið til meðallegutíma á bráða- deildum sjúkrahússins styttist hann úr 5,0 dögum í 4,9 daga. Kom- um á göngudeildir fjölgar um 7,0% en fækkar á dagdeildum um 1,9%. Umtalsverð fjölgun er á slysa- og bráðamóttökur spítalans, aðallega á Hringbraut, á bráðamóttöku barna, bráðamóttöku geðdeilda og almenna bráðamóttöku við Hring- braut. Aukningin er 5,3% frá síðasta ári. jss@frettabladid.is 8 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Tuttugu og eins árs maður játaði fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær að hafa framið vopnað bankarán í úitibúi Búnaðarbanka Ís- lands að Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember í fyrra. Málið var þingfest í gær. Í ákæru ríkissaksóknara segir, að sá eldri, sem er 25 ára, hafi látið yngri mann- inum í té hníf og lambhúshettu, sem hann hafi hulið andlit sitt með er hann fór inn í bankann, og ógnaði tveimur gjaldkerum með hnífum. Neyddi hann annan gjaldkerann til að láta af hendi 430 þúsund krónur í peningaseðlum, sem maðurinn hafði síðan á brott með. Hlutdeild eldra mannsins er einnig sú, að hann ók hinum yngri að Búnaðarbankanum þann sama dag, beið hans í bifreiðinni skammt frá á meðan hann fór inn í bankann. Eldri maðurinn ók hinum síðan frá vettvangi með ránsfenginn. Hann játaði aksturinn fyrir dómi en neit- aði hann sök að öðru leyti. Krefst ákæruvaldið þess að mennirnir verði dæmdir til refs- ingar samkvæmt 252. grein al- mennra hegningarlaga, sem kveð- ur á um allt að 10 ára fangelsi og 16 ár hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu. Þá krefst Vátryggingafélag Ís- lands bóta að fjárhæð 396.500 krónur. ■ Enn stímir Landspítalinn fram úr fjárheimildum Landspítali - háskólasjúkrahús hefur farið tæpar 100 milljónir króna fram úr fjárheimildum fyrstu fimm mánuði ársins. Tilsjónarnefnd með rekstri spítalans telur að sparnaðaraðgerðirnar í vetur hafi hvergi nærri dugað til. Bandaríkin: Haglél í Texas VEÐURFAR Fótur og fit var uppi í Texas um tíma í gær þegar miklir vindar ollu því að lófastórt haglél fór að rigna um allt ríkið. Íbúar ríkisins sem margir þekkja ekki snjó nema af afspurn urðu furðu lostnir og forðuðu sér hið fyrsta enda haglélin það stór að afar óþægilegt var að fá þau í sig. Tals- vert tjón varð vegna þessa í ríkinu og brotnuðu til að mynda allar rúð- ur á einum spítala með þeim af- leiðingum að sjúklingur skarst illa. Heimili og bifreiðar urðu einnig illa úti og töldu yfirvöld að tjónið næmi tugum milljóna króna. ■ SVONA ERUM VIÐ KOSNINGAÞÁTTTAKA Í FOR- SETAKOSNINGUM Á ÍSLANDI – hefur þú séð DV í dag? Rændi bankann til að kaupa Playstation Ránið í útibúi Búnaðarbankans: Tveir fyrir dóm vegna bankaráns LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Rekstur spítalans hefur farið um það bil 20 milljónir á mánuði fram úr fjárheimildum það sem af er árinu. FORSETAKJÖR „Ég höfða til kjósenda sem vilja forseta sem situr á friðar- stóli og heldur á lofti veg og virð- ingu embættisins eins og gert var í tíð Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárn,“ segir Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi. Baldur segir að hann höfði ekki til eins hóps frekar en annars held- ur að fólk á öllum aldri úr öllum flokkum verði honum sammála um þetta. Baldur hefur ferðast vítt og breitt um landið til að kynna sig og málstað sinn og mætir í viðtöl í út- varp og sjónvarp og á morgun verð- ur menningarvaka í kosningamið- stöð hans í Þverholti. Mörgum hef- ur komið á óvart hversu gott fylgi Baldur hefur fengið í skoðanakönn- unum miðað við að vera nánast óþekktur áður en hann bauð sig fram, en það kemur Baldri sjálfum ekki á óvart, ég rak hér stórt og öfl- ugt fyrirtæki í aldarfjórðung, hef góða þekkingu á erlendum tungu- málum og finn að framboð mitt á erindi við fólk.“ Baldur er bjartsýnn á gengi sitt í kosningunum og hvetur fólk til að mæta á kjörstað og nýta lýðræðis- legan rétt sinn. ■ Baldur Ágústsson: Framboð mitt á erindi til margra BALDUR ÁGÚSTSSON Spjallar við vistmenn á Grund. Hann er bjartsýnn á gengi sitt í kosningunum. Breytingar hjá Landsbankanum: Nýr banka- stjóri í Lúxemborg VIÐSKIPTI Nýr bankastjóri tekur við hjá Landsbankanum í Luxem- borg. Gunnar Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Hamla, dóttur- félags Landsbankans, hefur verið ráðinn frá næstu mánaðamótum. Tryggvi Tryggvason sem geg- ndi starfinu tímabundið snýr nú aftur að alþjóðasviði bankans. Starfsemi Landsbankans í Lux- emborg mun gegna veigamiklu hlutverki í sókn bankans á er- lenda markaði. Hjá bankanum starfa 30 manns og er helmingur þeirra Íslendinga. Að sögn Lands- bankans hefur reksturinn í Lux- emborg gengið vel. ■ 1952 1968 1980 1988 1996 82% 92,2% 90,5% 72,8% 85,9% ÁKÆRÐIR FYRIR BANKARÁN Í nóvember í fyrra var framið bankarán í útibúi Búnaðarbankans við Vesturgötu. Tveir menn hafa nú verið ákærðir. SENDIHERRA Í ÍRAN Stefán Skjaldar- son sendiherra hefur afhent Ali Mohammad Khatami, forseta Írans, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Íslands gagnvart Íran, með aðsetur í Ósló. Í gær afgreiddi ríkisstjórn Írans endanlega heimild til þess að erlend ríki gætu skipað heiðurs- ræðismenn í Íran og verður ræðis- maður Íslands í Tehran fyrsti ræð- ismaður erlends ríkis í Tehran. ■ ■ UTANRÍKISÞJÓNUSTAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.