Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 26
Brúðkaupspartí í forsetasvítunni Adolf Hitler brá sér í skoðunarferð um Parísarborg þennan dag árið 1940, enda höfðu Þjóðverjar þá her- tekið borgina. Þangað hafði Hitler aldrei komið fyrr, og hann kom þangað aldrei aftur. „Þetta var stærsta og besta stund lífs míns,“ sagði hann þegar hann fór þaðan. Samt gat hann ekki látið hjá líða að skipa fyrir um að tvö minnis- merki yrðu eyðilögð, því þau minntu á ófarir Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni. Gröf Napóleons Bonaparte var meðal þeirra staða sem nasistafor- ingjanum þótti ómissandi að skoða, enda margir séð ýmis líkindi með þeim Hitler og Napóleon. Báðir voru þeir útlendingar í landi því sem þeir réðu lögum og lofum í, Hitler frá Austurríki en Napóleon frá Korsíku. Báðir reyndu þeir að ráðast inn í Rúss- land og vildu ráðast inn í England. Mánuðum saman eftir þetta ferðalag talaði Hitler af hrifningu um fegurð Parísar, en bað samt arkitekt sinn, Albert Speer, um að dusta rykið af áformum sínum um risabyggingar í Berlín og sjá þannig til þess að þýska höfuðborg- in yrði ennþá fegurri en sú franska. Þannig gæti hann gert út af við París, ekki með vopnum heldur með aðstoð byggingarlistarinnar. „Þegar við verðum búnir í Berlín verður París ekki nema skugginn einn.“ ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1868 Uppfinningamaðurinn Christoph- er Latham Sholes fær einkaleyfi á ritvélinni. 1894 Játvarður áttundi, konungur Bret- lands, sem sagði síðan af sér krúnunni árið 1936, fæðist þennan dag. 1956 Gamal Abdel Nasser er kosinn forseti Egyptalands. 1967 Lyndon B. Johnson Bandaríkja- forseti og Alexei Kosygin, leiðtogi Sovétríkjanna, hittast til þess að reyna að bæta andrúmsloftið. 1992 Mafíuforinginn John Gotti er dæmdur í ævilangt fangelsi í New York fyrir fjármálamisferli. 1993 Lorena Bobbitt sker typpið af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, með eldhúshníf þar sem hann lá sofandi eftir að hafa nauðgað henni. VIÐ EIFFEL-TURNINN Eins og túrista sæmir lét þessi holdgervingur illskunnar taka mynd af sér við Eiffel-turninn. Austurríkismaður í París „Miðnæturhlaupið verður haldið í kvöld í tólfta skipti,“ segir Hjör- dís Guðmundsdóttir hjá Frjáls- íþróttaráði Reykjavíkur. Að sögn Hjördísar eru allir boðnir vel- komnir og hvetur hún fjölskyldu- fólk sérstaklega til að mæta. „Við færðum tímasetningu hlaupsins og verður farið af stað klukkan 21 í kvöld en ekki á miðnætti og von- umst við til að breytingin gefi fleirum kost á að taka þátt.“ Hjör- dís segir hlaupið vinsælt og fólk mæti ár eftir ár. „Það hefur mynd- ast skemmtileg stemning í kring- um hlaupið og nú er bara að vona að veðrið verði gott.“ Það eru ekki aðeins Íslendingar sem leggja leið sína í Laugardalinn í þeim tilgangi að hlaupa heldur eru ferðamenn duglegir að skrá sig til leiks. „Út- lendingunum finnst einstakt að hlaupa á sumarkvöldi og sérstak- lega þegar veðrið er þannig að sól- gleraugu eru nauðsynleg. Þetta er alveg einstakt,“ segir Hjördís. Hlaupið fer fram í Laugardaln- um og verða þrjár vegalengdir í boði. Það verður farið af stað klukkan 21 og munu hlaupararnir enda í sundi þar sem verðlauna- peningur dugar sem aðgangseyr- ir. „Það fá allir verðlaunapening og stuttermabol sem mæta.“ Hjördís segir mikla grósku vera í skokkinu þessa dagana og eru stórir hlaupahópar farnir að æfa sig fyrir maraþonið í ágúst. „Við höfum sett á fót skokkhópa sem eru opnir öllum og ég vil endilega hvetja alla til að slást í hópinn, hvort sem þeir eru byrj- endur eða þaulreyndir hlauparar.“ Allar upplýsingar um Miðnætur- hlaupið og skokkhópana má finna á marathon.is. ■ Miðnæturhlaup fyrir fjölskylduna HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Hún segir miðnæturhlaupið vera einstakt. Hún hvetur fólk til að nýta tækifærið og skella sér í hlaupagallann í kvöld. 18 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ AFMÆLI FRANCES MCDORMAND Þessi eðalleikkona, sem hefur meðal ann- ars farið á kostum í Coen-myndunum Blood Simple og Fargo, er 47 ára í dag. 23. JÚNÍ Eysteinn Þorvaldsson prófessor er 72 ára. ■ JARÐARFARIR 13.30 Guðlaug Jónsdóttir Persechino, Skúlagötu 66, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. „Við fáum alltaf sameiginlegar afmælisgjafir, sem er ekki nógu skemmtilegt,“ segir Silja Úlfarsdóttir hlaupadrottning en hún og maðurinn hennar Vignir Grétar Stefánsson eiga bæði afmæli í dag. Silja segir fáa vita af sam- eiginlegum afmælisdegi þeirra og jafnvel enn færri vita að þau eru gift. „Við giftum okkur um jólin árið 2001 áður en við flutt- um til Bandaríkjanna,“ segir Silja og bætir því við að hún hafi næstum því mætt of seint í eigið brúðkaup þar sem hún þurfti að sitja blaðamannafund sama dag. „Ég var á fundinum þar til tuttugu mínútum áður en ég átti að mæta í kirkjuna og hefði mætt of seint hefði Vignir ekki klætt mig í kjólinn á með- an ég málaði mig.“ Vignir segir brúðkaupið hafa verið lítið og vel heppnað en upplýsir þó að ætlunin sé að gifta sig aftur að námi loknu og bjóða þá öllum vinunum. „Við fengum reyndar svítu yfir brúðkaupsnóttina frá vinum Vignis í brúðargjöf en hún var tvíbókuð. Í staðinn fengum við forsetasvítuna og ákváðum því að hringja í alla vini okkar og héldum partí fram á morgun,“ segir Silja. Silja og Vignir stunda nám í Clemson-háskólanum í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum og segir Vignir bæinn vera mjög öruggan og verndaðan. „Það er mikið af ungu fólki á svæðinu enda er þetta algjör háskóla- bær og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Félags- lífið er mjög mikið og við erum umkringd skemmtilegu fólki“ segir Vignir. Aðspurð um framhaldið segist Silja ekki vilja heim. „Við erum ekki búin að ákveða neitt, það er bara að klára skólann og sjá svo til,“ segir Vignir en hann útskrifað- ist úr viðskipta- og stjórnunar- fræði nú í maí en Silja á þrjár annir eftir af náminu. Aðspurð um eftirminnilegan afmælisdag segja þau afmæl- isdaginn árið 2000 hafa valdið þeim vonbrigðum og orðið eftirminnilegan fyrir vikið. „A. Hansen auglýsti að ef maður ætti afmæli þá fengi maður frítt að borða ef maður kæmi með einhvern annan með sér. Við mættum og héldum auðvit- að að okkur væri báðum boðið að borða þar sem við áttum bæði afmæli. Þeir höfðu hins vegar ekki hugsað út í þennan möguleika og neituðu að bjóða upp á afmæliskvöldverð,“ segir Silja og bætir Vignir því við að líklegast muni þau þrátt fyrir þessar hrakfarir fara út að borða í kvöld í tilefni dags- ins. ■ AFMÆLI SILJA ÚLFARSDÓTTIR ■ er 23 ára í dag en Vignir Grétar Stefáns- son eiginmaður hennar á líka afmæli og er 28 ára. Þau eru búsett í Bandaríkjunum en eru á landinu þessar vikurnar við vinnu. MIÐNÆTURHLAUP HLAUPIÐ VERÐUR ■ í Laugardalnum í kvöld og er fjöl- skyldufólk sérstaklega hvatt til að mæta. 23. JÚNÍ 1940 HITLER SKOÐAR PARÍS ■ Adolf Hitler var ofboðslega hrifinn af París eftir skoðunarferð sína. SILJA OG VIGNIR Þau eiga bæði afmæli í dag og segja helsta ókost þess vera að hlutir í búið séu vinsælustu afmælisgjafirnar. ■ ANDLÁT Jóhanna Guðrún Kjartansdóttir, Slétta- hrauni 15, Hafnarfirði, lést laugardaginn 19. júní. Guðmunda Kjartansdóttir, Blönduhlíð 2, lést laugardaginn 12. júní. Útförin fór fram í kyrrþey. Þorleifur Jón Thorlacíus, Suðurbraut 26, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 20. júní. Björgvin Snævar Edwardson, Skúms- stöðum 2, Eyrarbakka, lést fimmtudag- inn 17. júní. Margrét Valgerður Guðmundsdóttir lést föstudaginn 18. júní. Sveinn Jónasson, frá Bandagerði, Akur- eyri, áður á Seilugranda 2, lést laugar- daginn 19. júní. Margrét Pétursdóttir Jónsson, Kapla- skjólsvegi 65, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 17. júní. Elísabet Árnadóttir Finsen, áður til heimilis að Þinghólsbraut 35, lést laug- ardaginn 19. júní. BRYAN BROWN Ástralski töffarinn og leikarinn úr F/X Murder by Illusion og Cocktail er 57 ára í dag. Sigríður A. Snævarr sendiherra er 52 ára. Gísli B. Björnsson teiknari er 66 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.