Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 50 00, fax: 550 50 16 Ritstjórn: 550 50 05, fax: 550 50 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 50 10 - fax 550 57 27, auglysingar@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Börnin sem duttu af himnum Við og við berast okkur furðu-fréttir héðan úr okkar eigin samfélagi. Fréttir af atburðum og uppákomum sem hljóða eiginlega eins og aprílgabb. Þannig finnst mér til dæmis vera fréttin af blessuðum börnunum sem voru að klára 10. bekk í vor og ekki er rúm fyrir í framhaldsskólum landsins. Í fyrsta lagi eru ekki fyrir hendi fjár- veitingar til að kenna þeim og jafn- vel þótt svo væri er ekki nægilegt rými í framhaldsskólahúsum lands- ins til að hýsa nám þeirra. HVERNIG geta mörg hundruð ung- lingar komið í bakið á yfirvöldum menntamála, spyr sá sem ekki veit? Það er ekki eins og þessi börn hafi skyndilega dottið ofan af himnum. Þvert á móti hafa þau verið tíu ár í grunnskóla og þar áður nokkur ár í leikskóla. Á hverju ári hafa þessar sálir verið taldar samviskusamlega, hver einasti haus, aftur og aftur, ár eftir ár. Út hafa verið gefnar skýrsl- ur um fjölda þeirra og dreifingu og þar fram eftir götunum. ÞETTA dugir þó augljóslega ekki til því nú er allt í hnút og þeir sext- án ára unglingar sem hafa fengið bréf um að því miður hafi þeir ekki fengið skólavist í þeim skóla sem þeir sóttu um skipta ekki tugum heldur hundruðum. Og ekki nóg með að þeir hafi ekki fengið inni þar sem þeir helst vildu heldur lít- ur, eins og staðan er, ekki út fyrir að neinir aðrir skólar geti tekið við þeim. Satt að segja hljómar þetta eins og frétt af skólamálum í van- þróuðu ríki, í landi sem ekki stend- ur undir sér. ÞAÐ ER ómögulegt annað en að ráðin verði bót á þessu, peningarnir fundnir, húsnæði í nágrenni skól- anna sem fyrir eru lagað til að ís- lenskum hætti og gert kennsluhæft fyrir haustið. Engu að síður er þetta kjánaleg staða sem hægt hefði verið að sjá fyrir og leysa með varanlegri og yfirvegaðri hætti. Það er nefni- lega ekki nóg að telja. Það verður líka að nota tölurnar og draga af þeim ályktanir. Til þess hélt ég eig- inlega að leikurinn væri gerður. En það var kannski bara misskilningur. BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 49 37 0 6/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 49 37 0 6/ 20 04 Námslán í Einkabankanum Allir Námufélagar geta fengið framfærslulán gegn framvísun lánsáætlunar frá LÍN fá mun hagstæðari kjör en gilda um almenn yfirdráttarlán geta fengið sinn eigin þjónustu- fulltrúa sem sér um að hækka lánið eftir því sem líður á önnina greiða einungis vexti af skuldastöðu hvers dags en hámarksupphæð miðast við 100% af lánsáætlun LÍN Þú sparar þér mikla fyrirhöfn með því að sækja um námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna í Einkabankanum. Einfalt og öruggt, engir snúningar og ekkert vesen. Umsóknarfrestur er til 30. september vegna haustannar 2004 og 31. janúar vegna vorannar 2005. 560 6000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Náman - námsmannaþjónusta Landsbankans SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.